Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
Fokið í flest skjól eftir Stephen Hough
Hér segir frá Josep Flynn, kaþólskum presti á miðjum
aldri sem ánetjast hefur kynlífimeð hórdrengjum,
ungummönnum sem selja blíðu sína. Bókin er hvort
tveggja í senn hugleiðing um boð og bönn trúarbragða
og berorð hommasaga.
Konurnar báru nöfn eftir JeetThayil
Þegar lærisveinarnir létu sig hverfa á örlagastundu
Krists voru það konurnar sem stóðumeð honum allt til
enda. Mögnuð skáldsaga um fimmtán áhugaverðar og
sterkar konur sem vert er að vita hvað hétu.
Nýjar bækur frá
Fást í verslunum Pennans-Eymundsonar
og Forlagsins, penninn.is og forlagid.is
Glæpasagnahöfundurinn Ragnar
Jónasson heldur áfram að bæta á
sig blómum úti í heimi. Bók hans,
Þorpið, sem kom út hér á landi
2018, er glæpasaga júnímánaðar í
breska stórblaðinu The Times.
Gagnrýnandi blaðsins segir að
þessi „tíðarandatryllir“ sé „hrika-
lega grípandi“, Ragnar Jónasson sé
skáld hins „dimma og hráslaga-
lega“, skáld „myrkurs, kulda og
rigningar“ og að óttatilfinningin
sem aðalpersónan gefi sig smám
saman á vald í sögunni sé hryllilega
smitandi.
Skrif Ragnars virðast leggjast
vel í fólk á Bretlandi og bækur hans
hafa notið talsverðrar hylli þar,
eins og reyndar víðar. Sunday Tim-
es valdi til dæmis glæpasögu hans,
Dimmu, sem eina af hundrað bestu
glæpasögum sem skrifaðar hafa
verið frá stríðslokum.
Dóminn í The Times skrifar
Mark Sanderson en hann er kunnur
handritshöfundur þar í landi. Sand-
erson dregur sérstaklega fram
bjórbannið á Íslandi þegar hann fer
yfir sögusvið bókarinnar.
„Eitt mesta sjokkið í þessum tíð-
arandatrylli sem einkennist af
skringilegheitum, depurð og leynd-
armálum er að á níunda áratugnum
var „alvörubjór bannaður á Ís-
landi“. Una, söguhetja okkar, kýs
heldur Campari og Martini en læt-
ur sig hafa það að drekka rauðvín
þegar hún þiggur starf sem kennari
tveggja ungra stúlkna á Skálum á
Langanesi, eins langt frá Reykjavík
og hægt er. Og það sem hún þarf á
drykk að halda þegar það kemur í
ljós að það eru reimleikar í húsinu
sem hún býr í!“ segir meðal annars
í umsögninni. hdm@mbl.is
Ragnar á glæpa-
sögu mánaðarins
- Hlaðinn lofi í The
Times - „Hrikalega
grípandi tryllir“
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Velgengni Ragnar Jónasson nýtur
sívaxandi velgengni í Bretlandi.
VIÐTAL
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Aðgerðir á míturloku hjartans hafa
gengið mjög vel á Landspítalanum.
Árangur þessarar minnstu hjarta-
skurðdeildar Norðurlanda jafnast á
við árangurinn á stærstu og sér-
hæfðustu hjartaskurðdeildum í ná-
grannalöndunum, að sögn Tómasar
Guðbjartssonar, yfirlæknis og pró-
fessors. Læknablaðið birtir nú nýja
grein um langtímaárangur viðgerða
vegna hrörnunartengds mít-
urlokuleka á Íslandi. Aðalhöfundur
hennar er Árni Steinn Stein-
þórsson, læknanemi á 4. ári við
læknadeild HÍ. Meðhöfundar eru
læknarnir Árni Johnsen, Martin
Ingi Sigurðsson prófessor, Sigurður
Ragnarsson og Tómas Guðbjarts-
son sem var leiðbeinandi Árna
Steins.
Tæknilega mjög flókin aðgerð
„Þetta eru tæknilega mjög flókn-
ar aðgerðir þar sem gert er við mít-
urlokuna djúpt inni í hjartanu,“
segir Tómas. Hann segir að í hjart-
anu séu fjórar lokur, tvær í hvorum
hluta hjartans. Ósæðarlokan sem
liggur út frá vinstri slegli er sú sem
oftast bilar og er langalgengast að
skipt sé um hana með gerviloku.
Vinstri helmingur hjartans dælir
blóði út í líkamann og þarf því að
skila meiri vinnu en sá hægri sem
aðeins dælir blóði til lungnanna.
Þessar tvær samhliða dælur dæla
jafn miklu blóði á mínútu en sú sem
er vinstra megin þarf að sinna
meiri vinnu og er vöðvi vinstri hluta
hjartans þykkari og sterkari.
Míturlokan er á milli vinstri gátt-
ar og vinstri slegils hjartans. Nafn-
ið tengist embættishúfu biskups
eða páfa en lögun lokunnar líkist
henni. Tómas segir að míturlokan
geti farið að leka. Stög halda loku-
blöðunum strekktum þegar hjartað
dregst saman og lokan opnast síðan
þegar slegillinn þarf að fylla sig.
Stundum halda stögin ekki nógu vel
eða lokublöðin gefa eftir vegna
hrörnunar svo lokan fer að leka.
Blóðið fer þá aftur að leita út í
lungun í stað þess að fara allt út í
líkamann. Einkenni þess geta verið
mæði og þreyta.
Vægan míturlokuleka er oft hægt
að meðhöndla með lyfjum en þegar
lekinn er alvarlegri þarf skurð-
aðgerð. Áður var skipt um mít-
urlokuna en með því að gera við
hana er viðkomandi áfram með sína
eigin loku. Sjúklingurinn þarf ekki
að vera á blóðþynningarlyfjum ævi-
langt eins og ef sett væri ólífræn
loka úr gerviefni eða hafa áhyggjur
af því að lífræn míturloka úr svíni
eða kálfi gefi sig, en þær duga í allt
að tuttugu ár.
„Snilldin við þessa aðgerð er að
það er oft hægt að gera við mít-
urlokuna í stað þess að skipta henni
út. Það er þá klipptur hluti úr loku-
blöðunum og settur hringur úr
gerviefni eða ný stög til að styrkja
hana,“ sagði Tómas. Viðgerð á mít-
urloku krefst opinnar hjartaaðgerð-
ar þar sem brjóstholið er opnað og
farið djúpt inn í hjartað. Sjúkling-
urinn er tengdur við hjarta- og
lungnavél á meðan hjartað er stöðv-
að í einn til tvo klukkutíma. Að-
gerðin er tæknilega erfið, að sögn
Tómasar, og stórt teymi sem kem-
ur að henni.
Unnið er að þróun meðferðar þar
sem gert er við míturlokuna með
hjartaþræðingu. Tómas segir að sú
aðferð hafi ekki verið fullþróuð og
henni sé einkum beitt þegar talið er
að sjúklingurinn þoli ekki opna
hjartaaðgerð. „Enn sem komið er
er opin skurðaðgerð langbesta með-
ferðin,“ bætir Tómas við.
Sjúklingunum farnaðist vel
Rannsóknin náði til 15 ára tíma-
bils en á árunum 2004-2018 gekkst
101 sjúklingur undir míturloku-
viðgerð vegna hrörnunartengdra
leka á Landspítalanum. Meirihlut-
inn (80,2%) var karlar. Meðalaldur
þeirra var 57,7 ár og sumir voru
rétt rúmlega fertugir. Að sögn
Tómasar er fjöldi þessara aðgerða
nú að nálgast tíu á ári. Þrátt fyrir
að aðgerðirnar séu ekki fleiri en
þetta sé reynt að viðhalda þjálf-
uninni hér heima og eins sé mik-
ilvægt að hjartaskurðlæknar hafi
fengið góða þjálfun í námi erlendis
þar sem svona aðgerðir eru mun
tíðari en hér.
Þeim sem gengust undir aðgerð-
ina farnaðist mjög vel. Ekki var
marktækur munur á heildarlifun
þeirra sem höfðu farið í aðgerðina
og jafnöldrum þeirra sem ekki
höfðu gengist undir aðgerðina.
Tómas segir óvenjulegt að jafn
ungur læknanemi og Árni Steinn
birti fræðigrein jafn snemma á ferl-
inum og hann hefur gert. „Hann
kláraði greinina meðfram námi á
fjórða ári sem er mjög strembið ár
í læknisfræðinni,“ segir Tómas og
bætir við að Árni Steinn sé fjölhæf-
ur afreksmaður, m.a. Íslandsmeist-
ari í handbolta með Selfossi.
Færni við flókna hjartaaðgerð
- Árangur hjartaskurðdeildar Landspítala við míturlokuviðgerðir jafnast á við árangur stærstu
hjartaskurðdeilda í nágrannalöndum - Greint frá nýrri rannsókn á míturlokuleka í Læknablaðinu
Ljósmynd/Landspítalinn
Landspítalinn F.v.: Tómas Guðbjartsson yfirlæknir og Árni Steinn Steinþórsson læknanemi á skurðstofunni.
Morgunblaðið/Eggert
Skurðaðgerð Aðgerðir á míturlokunni eru tæknilega mjög flóknar.