Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 48
48 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
Í prófkjörsframboði
mínu hjá Sjálfstæð-
isflokknum hef ég tal-
að fyrir því sem ég
hef fram að færa. Ég
tel það vera þó nokk-
uð; reynslu, þekkingu,
sýn og trú á sjálf-
stæðisstefnuna. Eitt
sem ég vil þar ítreka
er að ég legg mig
fram um að vanda
mig þegar ég tala fyrir flokkinn og
fyrir grunngildum hans.
Við getum verið mjög stolt af Ís-
landi, ekki síst samfélaginu okkar.
Það er í öllum samanburði lýðræð-
islegt, mannúðlegt, efnahagslega
vel búið og hér eru næg tækifæri
fyrir hugvit og atorku. Sjálfstæð-
isflokkurinn á stóran hluta af þeim
árangri.
Það er alltaf margt sem má bæta,
heimurinn tekur breytingum, við
færum markið hærra og viðmiðin
breytast. Við eigum að vera óhrædd
við að ræða málin. Skoðanaskipti
eru styrkleiki okkar, hluti af stöð-
ugu samtali um hvernig samfélagið
eigi að vera. Við megum ekki
gleyma því en við megum heldur
ekki gefast upp fyrir stöðugt árás-
argjarnari málflutningi.
Fúkyrðin fljúga
Orðræðan í samfélaginu einkenn-
ist af ofboðslegri hörku og yfirlýs-
ingagleði. Bara síðustu daga heyrði
ég í virtu og málsmetandi fólki sem
vant er opinberri umræðu tala um
mannfyrirlitningu, miskunnarleysi,
hreina illsku og að hér séu allir inn-
viðir í molum því búið sé að merg-
sjúga samfélagið. Ég hefði haldið
að staða samfélagsins talaði sínu
máli til að sýna hið gagnstæða en
það virðist langt í frá.
Hér virðist vera hópur sem telur
það sér til framdráttar að halda því
fram að hér sé allt í
kaldakoli og við í Sjálf-
stæðisflokknum
vinnum einungis að því
að stela peningum og
eyðileggja líf fólks. Það
er auðvitað óþolandi að
sitja undir slíkri vit-
leysu daginn út og inn.
Við sem störfum í og
kjósum Sjálfstæð-
isflokkinn vitum hvað
er í húfi. Við vitum að
okkar góða samfélag er
byggt á okkar gildum.
Við vitum að það þarf alltaf að for-
gangsraða, við vitum að ríkis-
tekjurnar verða að koma einhvers
staðar frá, við vitum að réttarríkið
er vandmeðfarið og við erum vön
því að taka á okkur gusur í þágu
þess að vera kjölfesta í samfélag-
inu.
Verjum sjálfstæðisstefnuna
Fram undan er umræða í sam-
félaginu um mjög stór mál; upp-
byggingu að loknum faraldri,
stjórnarskrána, sjávarútvegsmál og
starfsumhverfi atvinnulífsins svo
nokkuð sé nefnt. Þetta eru mál sem
geta haft gríðarleg áhrif á lífsgæði
fólks, skapað réttaróvissu og al-
gjöra ringulreið stjórnkerfisins ef
ekki er skynsamlega með þau farið.
Ég óttast að stjórnmálin hafi
breyst svo mikið með upplýs-
ingaóreiðu, fjölgun flokka og sam-
félagsmiðlum sem bergmála sömu
rangfærslurnar að smám saman
hætti samtalið á milli hópa. Ég ótt-
ast að við það einangrist hóparnir.
Ég óttast að hópurinn sem skilur
ekki grunngildi sjálfstæðisstefn-
unnar haldi áfram að stækka og ef
samtalið er ekkert muni þeirra
mengi halda áfram að stækka og
okkar minnka.
Við verðum því, hversu lýjandi
sem það getur verið, að vera
óhrædd við að ræða þessi mál af
ákveðinni virðingu fyrir lýðræð-
islegri orðræðu þótt því sé svarað
með heift, bulli og útúrsnúningum.
Ég skil vel að margir vilji að við
sjálfstæðismenn tölum bara enn
hærra og meira afgerandi um að
þeirra skoðanir séu vitleysa og
varla svaraverðar. En ég óttast að
með því einangrumst við enn meir
inni í okkar eigin mengi þar sem
við erum sammála sjálfum okkur en
náum engu alvörusamtali við aðra.
Ég skil, og ber virðingu fyrir því,
að sumir vilji eingöngu stjórn-
málamenn sem trompa yfirlýsinga-
kapphlaupið. Við þá vil ég vera
heiðarleg og segja: Ekki kjósa mig.
Ég verð nefnilega seint sá
fulltrúi flokksins einfaldlega því ég
tel að það sé ekki besta leiðin til að
auka samtalið og skilning á því af
hverju það er sjálfstæðisstefnan
sem er mikilvægust þessu sam-
félagi. Við verðum alltaf að standa
föst fyrir, en við verðum líka að
halda áfram að taka virkan þátt í
umræðunni og halda yfirvegaðri,
málefnalegri rödd á lofti, jafnvel
þótt henni sé ekki mætt af yfirveg-
un. Það er ábyrgðarhlutverk okkar.
Ykkur sem takið undir það hvet ég
hins vegar auðvitað til að veita mér
stuðning í komandi prófkjöri. Ég
treysti mér vel til að taka þau sam-
töl fyrir okkar góðu stefnu og von-
ast til að fá umboð til þess í sölum
Alþingis fyrir ykkar hönd.
Eftir Hildi
Sverrisdóttur
Hildur Sverrisdóttir
» Við sem störfum í og
kjósum Sjálfstæð-
isflokkinn vitum hvað
er í húfi. Við vitum að
okkar góða samfélag er
byggt á okkar gildum.
Höfundur er varaþingmaður, aðstoð-
armaður ráðherra og frambjóðandi í
3.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
hildur.sverrisdottir@anr.is
Ekki kjósa mig
Skattbyrði Íslend-
inga er hin næstmesta
meðal OECD-þjóða.
Þar til viðbótar koma
ýmsir skattar og
skyldur þyngra niður á
Reykvíkingum en öðr-
um landsmönnum.
Álagning fast-
eignaskatta er dæmi
um ósanngjarna skatt-
lagningu, enda koma
þeir nú miklu harðar
niður á fasteignaeigendum í Reykja-
vík en öðrum. Skattstofninn er áætl-
að söluverðmæti viðkomandi eignar.
Slíkt fyrirkomulag hefur í för með
sér ófyrirsjáanlegar sveiflur skatt-
stofnsins og skatttekna, sem hvorki
eru í samræmi við greiðslugetu
skattgreiðenda né þjónustu viðkom-
andi sveitarfélags.
Tvöföldun á 20 árum
Fasteignaskattur hefur nærri
tvöfaldast á 20 árum þótt bæði sé
leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum og
mannfjölda. Hækkun fasteigna-
skatts er ekki bara tekjuauki fyrir
sveitarfélög heldur líka kostnaðar-
auki fyrir fólk og fyrirtæki.
Gífurlegar verðhækkanir á fast-
eignum í Reykjavík að undanförnu
hafa sjálfkrafa leitt til mikilla
skattahækkana á fasteignaeig-
endur í borginni, án þess að þeir fái
rönd við reist. Þessar miklu verð-
hækkanir eru að verulegu leyti af-
leiðing af lóðaskortsstefnu vinstri
meirihlutans í borg-
arstjórn.
Refsiskattur
á reykvíska
fasteignaeigendur
Fasteignaskatti var í
upphafi ekki ætlað að
vera eignarskattur á
fasteignir en er fyrir
löngu orðinn það og
gott betur. Með mikilli
hækkun fast-
eignaskatts á und-
anförnum árum má
segja að Reykvíkingum sé í raun
refsað fyrir að búa í eigin húsnæði
umfram aðra landsmenn.
Sú þróun, sem hér er lýst, er
þekkt erlendis og ýmis dæmi eru
um að þar hafi verið tekið á málum í
því skyni að hamla gegn skatta-
hækkunum sem verða vegna mik-
illar og ófyrirsjáanlegrar hækkunar
á fasteignaverði. Slíkt þarf einnig að
gera hér. Brýnt er að Alþingi breyti
álagningu þessa refsiskatts til lækk-
unar, svo komið verði í veg fyrir
hróplegt ósamræmi í álagningu fast-
eignaskatta eftir sveitarfélögum.
Eftir Kjartan
Magnússon
Kjartan
Magnússon
»Er það náttúrulög-
mál að Reykvík-
ingar greiði hærri fast-
eignaskatta en aðrir?
Höfundur óskar eftir 3.-4. sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, sem fram fer 4.-5. júní.
kjartanmagg@gmail.com
Stöðvum sjálf-
virka hækkun
fasteignaskatta í
Reykjavík
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: 11-18 virka daga
Lokað á laugardögum í sumar.
www.spennandi-fashion.is
Ítalskur fatnaður og ekta handgerðir ítalskir sandalar
Sótt er að grunn-
stoðum vestrænnar
siðmenningar, sem
aldrei fyrr, einkum
innan frá, vegna
sjálfsefa og jafnvel
sjálfshaturs. Upplýs-
ingin, sem við höfum
búið við í nær þrjár
aldir, á nú undir högg
að sækja. Ný trúar-
brögð hafa verið tekin
upp, einkum af ungu
fólki, og þau predikuð af hörku í há-
skólum og af ákveðinni fjölmiðla-
elítu – trúarbrögð sem kenna sig við
„woke and identity politics“ (vakin
og ímyndarstjórnmál). Birting-
armyndir þessara trúarbragða eru
t.d. dyggðaskreytingar og
útilokunarofstopi/bannfæringin
(cancel culture). Munurinn á þess-
um nýju trúarbrögðum og þeirri
kristni sem við höfum verið alin upp
við er þessi. Þar er enginn guð og
engin fyrirgefning. Ef þú eða skoð-
anir þínar lenda í bannfæringu þess-
ara nýju trúarbragða ertu að eilífu
útskúfaður.
Að frelsinu hefur verið þrengt,
ekki síst nú upp á síðkastið, og tján-
ingarfrelsið á verulega undir högg
að sækja vegna útilokunarofstopans
og tilrauna stjórnvalda til að rit-
skoða „óæskilegar skoðanir“ með
löggjöf.
Diljá Mist Ein-
arsdóttir er ung bar-
áttukona, sem byggir
stefnu sína á grunn-
gildum sjálfstæð-
isstefnunnar: frelsi ein-
staklingsins til orðs og
æðis; takmörkun rík-
isafskipta; góðkynja
þjóðrækt með virðingu
fyrir sögu og menningu
þjóðarinnar og þar sem
samfélagið er byggt á
sáttmála liðinna kyn-
slóða, lifandi og þeirra
sem við munu taka.
Það er akkur fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn að ung og skelegg kona,
sem þorir að taka slaginn, bjóði sig
fram í prófkjöri flokksins í Reykja-
vík. Ég treysti henni til að takast á
við þessa nýju fordóma og ná til
yngri kjósenda með þeirri sanngirni
og hófsemi sem henni er í blóð bor-
in.
Eftir Auðun Svavar
Sigurðsson.
Auðun Svavar
Sigurðsson
» Það er akkur fyrir
Sjálfstæðisflokkinn
að ung og skelegg kona,
sem þorir að taka slag-
inn, bjóði sig fram í
prófkjöri flokksins í
Reykjavík.
Höfundur er skurðlæknir.
Styðjum Diljá Mist
Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is