Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 22
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Auðvitað er alltaf einn og einn sem fer ekki eftir einu eða neinu, því mið- ur,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Nýverið var lögð fram í skipulags- og umferðarnefnd bæjarins skýrsla um ökuhraða á Norðurströnd. Gatan liggur frá mörkum Reykjavíkur til móts við Eiðistorg og út að hinu vin- sæla útivistarsvæði Gróttu. Mikil umferð er um götuna, eða um 29 þús- und bílar í báðar áttir þá daga sem skýrslan tekur til, og sýnir hún svart á hvítu að nokkuð skortir á að há- markshraði sé virtur. Hámarkshraði við Norðurströnd er 50 km á klukku- stund en hann var lækkaður úr 60 fyrir rúmu ári að sögn Ásgerðar. Skýrslan sýnir að meðalhraði á göt- unni er á bilinu 52-54 km á klukku- stund dag hvern. Þessar tölur ná líka til hjólreiðamanna sem lækka með- alhraðann en algengur hraði bíla er 60-70 km á klukkustund. Tvisvar í sömu vikunni óku ökumenn á 151 kílómetra hraða um Norðurströnd sem er yfir þreföldum hámarks- hraða. „Það er alveg með ólíkindum. Þetta hlýtur að vera aðkomufólk, Vesturbæingar að keyra út í Gróttu til að sjá sólarlagið,“ segir Ásgerður í léttum tón. Hún segir þó að um- ræddar tölur séu áhyggjuefni og vilji sé til þess að lækka umferðarhraða í sveitarfélaginu. Ekki hafa verið teknar neinar ákvarðanir varðandi Norðurströnd en á áðurnefndum fundi umferðarnefndar var sviðs- stjóra falið að kanna til hvaða hraða- lækkandi aðgerða sé hægt að grípa við götuna. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu á dögunum var nýverið ákveðið að lækka hámarkshraða á Lindarbraut og Nesvegi úr 50 km á klukkustund niður í 40. Þær götur eru skilgreindar sem safngötur, meginleiðir innan hverfa sem flytja umferð frá húsagötum að tengi- brautum. Þá var hámarkshraði á kafla við Suðurströnd, við skóla, leik- skóla og íþróttamiðstöð, lækkaður í 30 km á klukkustund. „Þetta er þróun sem maður sér í öllum bæjarfélögum. Það er verið að huga að öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Þarna eru börn á ferð sem sækja skóla og íþróttir,“ segir Ásgerður. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hraðakstur Við Norðurströnd á Seltjarnarnesi sýna mælingar að ökumenn virða ekki hámarkshraða. Óku á 151 þar sem hámarkshraði er 50 - Hraðamælingar á Nesinu - Hafa lækkað hámarkshraða 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 Leðursandali herra SMÁRALIND www.skornir.is 30-70% afsláttur af kauphlaups skóm Kíktu á tilboðin á: skornir.is Afslátturinn gildir til 7. júní 2021 Netverslun skornir.is Kauphlaup Kauphlaupsverð 6.497 Verð áður 12.995 Stærðir 40-46 Staða löggæslu á Íslandi hefur versnað til muna síðan stytting vinnuvikunnar tók gildi 1. maí. Þetta kemur fram í ályktun frá stjórn Landssambands lögreglumanna (LL). Lögreglumenn eru óánægðir með að fjármálaráðuneytið hafi ekki enn tekið ákvörðun um að auka fjármagn til lögreglunnar, enda var mannekla þekkt vandamál áður en samið var um styttri vinnuviku fyrir vaktafólk. Vandinn er tvíþættur. Annars vegar eru of fáir lögreglumenn við störf og hins vegar er hlutfall lærðra lögreglumanna allt of lágt. Vilja lög- reglumenn því að ríkið ráði fleiri til starfa og leggi aukið fé í menntun þeirra. Við styttingu vinnuvikunnar voru vaktir styttar úr 12 klukkustundum niður í 8. Við það myndaðist mönn- unargat. Í kjarasamningi lögregl- unnar við fjármálaráðuneytið sagði að þetta mönnunargat yrði bætt. Samkvæmt útreikningi sem gerður var fyrir lögregluna þyrfti að bæta við 75 stöðugildum til þess að ná því. Hefur það ekki verið gert. Fjölnir Sæmundsson, formaður LL, segir að ríkið hafi vanáætlað kostnaðinn við þessar aðgerðir stór- lega. Hann segir að um samnings- brot sé að ræða og að eftir standi óviðunandi ástand, með allt of fáum lögreglumönnum og allt of háu hlut- falli ófaglærðra. Hann bendir á að þessi staða sé bæði hættuleg fyrir lögreglumenn og fyrir almenning í landinu sem á að geta treyst á lög- regluyfirvöld þegar svo ber undir. Í ályktun frá LL segir að lög- reglumenn krefjist þess að ráða- menn standi við gerða samninga og veiti nauðsynlegt fjármagn til að manna lögregluna með viðunandi hætti. thorab@mbl.is Þarf 75 lögreglu- þjóna í viðbót Morgunblaðið/Hari Lögreglan. Nú eru lögreglumenn of fáir og hlutfall ófaglærðra of hátt. - Styttri vinnu- vika - Mannekla og samningsbrot Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Svitalyktareyðir, tannhvítur og fleiri vörur er snúa að mannlegu hreinlæti og huggulegheitum fljúga nú úr búð- arhillum í Bandaríkjunum í kjölfar tilslakana þarlendis, segir í sam- antekt Wall Street Journal. Lítið hefur verið um hittinga og því skilj- anlegt að margir vilji fínpússa sig áður en haldið er inn í siðmenn- inguna að nýju. Þegar tilkynnt var fyrir nokkrum vikum í Washington-borg að klúbbar og barir mættu opna að nýju í júní hafa eflaust margir hugsað að tím- inn væri naumur. Nú þyrfti að hafa hraðar hendur í að gera sig til. Í kjölfarið stórjókst sala á svitalykt- areyðum, ilmvötnum, tannhvítum og smokkum. Óhætt er að segja að þessi mikla söluaukning minni örlítið á ákveðna kauphegðun í upphafi faraldursins er snýr að klósettpappír, en virðist þó hóflegri í þetta skiptið. Ekki raunin hérlendis Morgunblaðið heyrði í nokkrum af stærstu verslanakeðjum landsins til að grenslast fyrir um hvort svipað mynstur væri hér. Svo var ekki en þó margt annað áhugavert sem kom í ljós. Þar má nefna að í upphafi heimsfaraldursins á síðasta ári jókst sala Samkaupa á sturtusápum, hreingerningarvörum, andlits- kremum ásamt bómull og sú sala er enn að aukast þrátt fyrir tilslakanir. Auk þess má sjá sölutölur rjúka upp í sólarvörum. Sigurður Reynaldsson, fram- kvæmdarstjóri Hagkaupa, segir sölu á snyrtivörum hafa haldist stöðuga síðasta árið og það megi líklegast skýra af því að ekki hafi verið gripið til útgöngubanns hérlendis líkt og í fjölmörgum löndum. Hann tekur þó fram að sala fínni snyrtivara hafi aukist nú þegar umferð í Leifsstöð er orðin meiri. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, tekur í sama streng og segist telja að Ísland sé aðeins frábrugðið öðrum löndum, hér hafi fólk verið minna frjálst ferða sinna en þó ekki í út- göngubanni. Hann bætir auk þess við að mikil söluaukning hafi verið í sápum þegar heimsfaraldurinn hófst. Fólk spennt fyrir því að byrja að lifa lífinu að nýju Þó svo aldrei hafi verið gripið til útgöngubanns hérlendis líkt og í Bandaríkjunum, og snyrtivörusalan hafi haldist stöðug, er óhætt að segja að fólk sé spennt fyrir því að lifa líf- inu að nýju. Tilslakanir voru síðast þann 26. maí en þá máttu 150 manns koma saman. Þær næstu verða 16. júní og eflaust margir sem vilja fága sig fyrir það. Ætli tannhvíturnar fljúgi út fyrir þjóðhátíðardaginn? Snyrtivörur rjúka úr hillum vestanhafs - Sala stóreykst í kjölfar tilslakana - Annað mynstur sagt hérlendis AFP Verslun Einkaneysla hefur tekið breytingum í heimsfaraldrinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.