Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
V
íða má sjá börn, allt frá 8 til
15 ára, auglýsa þjónustu
sína við pössun yngri
barna fyrir sumarið. For-
eldrar leggja oftar en ekki hönd á
plóg og auglýsa fyrir þau á Face-
book-hópum hverfanna, þá er sér-
staklega tekið fram ef börnin hafa
lokið við námskeið Rauða krossins
sem ber heitið Börn og umhverfi.
Staðan er hins-
vegar sú að börn
undir 15 ára
mega ekki ráða
sig í vinnu við
barnapössun.
Vinnuvernd-
arlöggjöf skýrð
Fyrir tæpum
25 árum var evr-
ópsk vinnuvernd-
arlöggjöf innleidd
sem setti því strangar skorður hvers
kyns störfum börn mættu gegna og
við hvaða aldur skyldi miða, en sam-
kvæmt henni eru börn einstaklingar
yngri en 15 ára. Herdís Storgaard,
forstöðumaður hjá Mistöð slysa-
varna barna (MSD), ásamt umboðs-
manni barna, óskaði eftir nánari
túlkun á reglunum og fékkst þá sú
niðurstaða að einstaklingar yngri en
15 ára mættu ekki ráða sig í vinnu
við að gæta barna, enda flokkist slík
vinna ekki sem létt starf. Þessar
reglur eru viðfangsefni barnavernd-
ar og lúta bæði að því að vernda
börnin sem taka að sér pössun og
börnin sem pössunin snýr að. Voru
þær meðal annars mótaðar af ein-
staklingum með sérfræðiþekkingu á
stoðkerfi ungra barna og þroska
þeirra.
Herdís, sem jafnframt er hjúkr-
unarfræðingur, segir að börn undir
15 ára séu enn með svo viðkvæmt
stoðkerfi að það geti haft alvarlegar
langtímaafleiðingar ef þau þurfa að
lyfta og burðast með þunga hluti,
hvað þá með annað barn, en meðal-
þyngd ársgamalla ungbarna er á
bilinu 8-10 kílógrömm.
Þá skorti börn yngri en 15 ára
þroska og einbeitingu til að geta bor-
ið ábyrgð á öðrum börnum og brugð-
ist við ef eitthvað kemur upp á.
Ábyrgðin sem sett er á þessar ungu
barnfóstrur er því mikil án þess að
með sanngirni sé unnt að ætlast til
að þau hafi burði til að standa undir
henni.
Úreltur hugsunarháttur
Herdís hefur áhyggjur af þessu.
Áður fyrr þótti ekkert athugavert
við að börn pössuðu börn gegn gjaldi
og því líklegt að fólk sé ekki með-
vitað um þá beytingu sem hefur orð-
ið. Mörgum þykir þessi aukna með-
vitund ekkert annað en aumingja-
skapur en Herdís telur það úreltan
hugsunarhátt.
Hún segir að Ísland sé eina
landið sem lætur þetta enn viðgang-
ast.
Þrátt fyrir það telur Herdís all-
ar líkur á því að ef tilvik þar sem
barn yngra en 15 ára starfaði við
barnapössun væri tilkynnt til barna-
verndaryfirvalda, yrði brugðist við
því.
„Slík tilvik kæmu líklega einnig
inn á borð Vinnueftirlitsins þar sem
um er að ræða brot á vinnuverndar-
löggjöf,“ segir Herdís.
Námskeið Rauða krossins
Rauði krossinn var lengi vel
með svokallað barnfóstrunámskeið
fyrir börn frá 12 ára aldri. Nám-
skeiðið er enn kennt en hefur borið
heitið Börn og umhverfi frá árinu
2004, eftir að Herdís vakti athygli á
málinu. Herdís segir námskeiðið
gott fyrir eldri systkini en að ekki sé
rétt að líta á það sem vinnuvottorð til
að taka að sér barnapössun gegn
gjaldi.
Gunnlaugur Bragi Björnsson,
upplýsingafulltrúi hjá Rauða kross-
inum, segir námskeiðin ekki hafa
breytt áherslum sínum. Þau gangi út
á að kenna ungu fólki að koma fram
við börn. Þar eru kennd árangursrik
samskipti, agastjórnun og umönnun,
auk þess sem farið er yfir algengar
slysahættur og skyndihjálp. Nám-
skeiðin hafa verið vel sótt um allt
land. Hann segist ekki hafa tilfinn-
ingu fyrir því hvort börnin sæki
námskeiðin í þeim tilgangi að byrja
að taka að sér pössun gegn gjaldi
strax að námskeiðinu loknu.
Foreldrar bera ábyrgð
Herdís vill vekja athygli for-
eldra á þeirri ábyrgð sem hvílir á
þeim ef eitthvað alvarlegt kemur
fyrir barn, sem barnið þeirra er að
passa. Væri þetta lögfræðilegt álita-
efni sem lofsamlega hefur ekki reynt
á hingað til en er þess virði að velta
fyrir sér.
„Það sem vantar á Íslandi er að
barnaverndarlög séu skilgreind bet-
ur. Það myndi hjálpa foreldrum, sem
vilja allir gera vel, að átta sig á því
hvað má og hvað ekki,“ bætir Herdís
við.
Barnungar barnapíur brot á lögum
Morgunblaðið/Ómar
Barnfóstrur Börn undir 15 ára eru að taka að sér barnapössun gegn gjaldi, þótt lögin miði við 15 ára aldurstakmark.
Herdís Storgaard vekur
athygli á því að lög heim-
ili ekki börnum yngri en
15 ára að vinna við
barnapössun þótt ekkert
sé athugavert við að eldri
systkini hjálpi foreldrum
sínum. Þrátt fyrir það
eru börn niður í 8 ára
gömul enn að taka að
sér barnagæslu.
Herdís
Storgaard
KJARTAN
Magnússon
fyrir Reykjavík!
Baráttujaxl á þing
til
sæti