Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Söngur sófakartöflunnar var lengi vel vinnutitill bókarinnar,“ segir Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir um nýútkomna bók sína sem nefnist Dæs. Bókin sem er um 320 blaðsíður hefur að geyma 366 teikningar Lóu frá árinu 2020. „Dæs varð fyrir valinu þar sem það lýsir vel þema bókarinnar. Segja má að árið 2020 hafi verið ár and- varpsins þar sem við neyddumst til að lifa í núinu og takast á við eirðarleysið. Ég teiknaði því reglulega myndir af konum að dæsa á ólíkum stöðum.“ En hvernig er hugmyndin að bók- inni til komin? „Í lok árs 2019 ákvað ég að prófa að segja nei við öllum þeim illa laun- uðu stundakennslustörfum og leiðin- legum teikniverkefnum sem mér bjóðast. Mér fannst betra að vera blönk en óhamingjusöm. Samtímis setti ég mér því það markmið að teikna eina mynd á dag árið 2020 til að virkja sjálfa mig. Tæknilega lærði ég mjög mikið á því að gera svona margar myndir á svona stuttum tíma,“ segir Lóa og tekur fram að fyrir fram hafi hún samt ekki gert sér grein fyrir því hversu mikil vinna og pressa fælist í því að skapa 366 myndasögur á aðeins einu ári. „Þegar ég fékk loks bókina í hend- ur fékk ég ákveðið áfall yfir því hvað hún er þykk og þung. Ég var í alvör- unni ekki búin að fatta hvað þetta var manískt verkefni og ógeðslega mikið af myndum,“ segir Lóa, en þess má geta að tvær til fimm mynd- ir eru birtar á hverri opnu í bókinni. „Ég hafði reyndar gert atrennu að svona verkefni áður, en það var árið 2018. Þá endaði ég á því að gefast upp einhvern tímann í maí, enda var ég mjög hörð við sjálfa mig ef ég missti úr dag. Í fyrra lækkaði ég því þröskuldinn og leyfði mér að vinna upp teikningar ef ég hafði misst dag úr hér og þar,“ segir Lóa og tekur fram að eftir á að hyggja sé auðvitað áhugavert að hafa skrásett hið sögu- lega ár 2020 þar sem daglegt líf heimsbyggðarinnar fór svo eftir- minnilega úr skorðum út af kófinu. „Mig grunaði auðvitað ekki að árið 2020 yrði árið sem við sætum öll föst heima hjá okkur. Bókin varð þannig óvart minnisvarði um þetta annus horribilis,“ segir Lóa og viðurkennir fúslega að hún viti ekki hvort hún hefði lagt í verkefnið ef hún hefði vit- að hvað biði hennar. Sökuð um að njósna um fólk „Þegar maður er fastur heima hjá sér mánuðum saman hefur maður nógan tíma til að horfa á sjónvarpið, borða nammi og hugsa um einhver ómerkileg smáatriði og æsa sig yfir smávægilegum hlutum. Það er svo fyndið að skoða myndirnar eftir á og sjá hvernig hlutirnir breytast. Fyrstu mánuði ársins er ég fyrst og fremst upptekin af einhverju skammdegisrövli og svo allt í einu er hversdagurinn yfirtekinn af heims- plágu með vísunum í þríeykið og úrvinnslusóttkví,“ segir Lóa og bætir hugsi við: „Það er reyndar umhugsunarvert hversu auðvelt fólk hefur átt með að læra og tileinka sér ný orð á borð við úrvinnslusóttkví á sama tíma og það hrekkur í baklás við að heyra orð á borð við hán.“ En hvernig koma hugmyndirnar að myndasögunum til þín? „Flestar sögurnar eru byggðar á minni upplifun eða samtölum sem ég hef átt við annað fólk. Stundum liggja hlutirnir bara í loftinu. Oft er ég að vinna með og festa á blað hug- myndir og hugsanir sem álitnar eru svo ómerkilegar að það dytti engum í hug að gera eitthvað með þetta efni,“ segir Lóa og bendir á að stundum sé hún sökuð um að njósna um fólk þeg- ar hún sé hittin á ástand. „Mig lang- ar oft að geta samlagast veggfóðrinu og hlustað ósýnileg á það sem fram fer. Í raun er ég alltaf bara að reyna að skilja hlutina, því það er svo margt sem mér finnst undarlegt. Ég ofhugsa alltaf allt, eins og kannski sést í myndunum,“ segir Lóa og viðurkennir fúslega að líta megi á myndirnar sem ákveðna sjálfs- þerapíu. „Í myndunum fæ ég útrás fyrir alls konar gremju sem mig langar ekki að miðla með öðrum hætti. Eftir að ég einsetti mér að teikna mynd á dag tók ég líka eftir því að ég skrifaði miklu færri stöðu- færslur á samfélagsmiðlum vegna þess að allt sem mér lá á hjarta fór í myndirnar mínar.“ Óhætt er að segja að sundmyndir séu áberandi á síðum bókarinnar. Hvað veldur? „Ég eyði stórum hluta af mínum vökutíma í sundi. Ég er mikið ein þegar ég er að vinna, sem er ekki alltaf hollt fyrir persónuleikann. Ég get í alvörunni orðið hrikalega reið við einhvern gamlan karl í sundi sem í frekju sinni virðir ekki hægriregl- una. Réttlætiskennd minni er stund- um misboðið, en ég á mjög erfitt með að mótmæla svona yfirgangi í eigin persónu. Í staðinn teikna ég bara mynd til að fá útrás fyrir gremjuna sem kraumar undir niðri. Í raun mætti segja að ég sé bara rosalega passive aggressive.“ Ekki heimskulegt drasl Í grein sem Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur skrifaði fyrir Tímarit Máls og menningar í fyrra sagði hún að skopmyndir þínar væru rammpólitískar og benti á að samfé- lagsgagnrýnin sem í myndunum birtist spanni allt frá fegurðar- kröfum til ádeilu á stjórnmál, en í forgrunni sé ávallt reynsluheimur kvenna. Hvað finnst þér um að fá svona greiningu? „Mér finnst það ógeðslega skemmtilegt, ekki síst þar sem ég hef gegnum tíðina þjáðst af FB- minnimáttarkennd gagnvart MR- ingum. Það er mjög gott fyrir neðri hluta sálarinnar að fá staðfestingu á því að myndirnar mínar séu ekki heimskulegt drasl. Það er alltaf gam- an að fá faglega umfjöllun og viður- kenningu, en þetta var líka eins og að lesa minningargrein um sjálfa sig,“ segir Lóa og hlær. Leit hjarðhegðun hornauga Dæs er skipt í kafla eftir mán- uðum þar sem hver mánuður hefur sína sérstöku litapallettu með mis- mörgum litum. Hver var hugsunin þar að baki? „Það að setja sér takmarkanir þvingar mann til að hugsa myndrænt í nýjum lausnum, sem er spennandi. Ég hlakkaði alltaf svo mikið til að byrja nýjan mánuð með nýrri pallettu,“ segir Lóa og tekur fram að hún hafi valið litina út frá alls kyns ólíkum forsendum. „Ég fékk margar ábendingar frá fólki sem fylgdist með verkefninu mínu,“ segir Lóa og tekur fram að sér hafi þótt sérstak- lega vænt um að fá ábendingar frá gömlum nemendum sínum. En áttu þér uppáhalds-pallettu? „Já, það er apríl,“ segir Lóa, en lit- ir þess mánaðar eru tyggjóbleikur, ljósblár og appelsínugulur. „Þessi palletta kom óvænt til mín þegar ég sá fréttabíl í myndinni Honey, I Blew Up the Kid í þessum litum sem fang- aði litasamsetningu æsku minnar,“ segir Lóa og bendir á að október sé líka í uppáhaldi, en þar er bleiki lit- urinn auðvitað allsráðandi. „Mér fannst fyndið að sökkva mér á bóla- kaf í bleika mánuðinum vegna þess að ég kem úr umhverfi þar sem litið er niður á hjarðhegðun. Það gengur svo langt hjá mér að ég á í alvörunni erfitt með að taka þátt í hvers kyns samfélagsviðburðum óháð því hversu jákvæðir þeir eru. Það er auðvitað eitthvað ótrúlega einmanalegt, hrokalegt og furðulegt við þessa afstöðu mína og ég er í alvörunni að reyna að breyta þessu.“ Sérðu fyrir þér að endurtaka leik- inn einhvern tímann og skrásetja aft- ur heilt ár með myndasögum? „Já, kannski. En þá myndi ég vilja prófa að deila teikningunum ekki jafnóðum á samfélagsmiðlum eins og ég gerði í fyrra. Það er örugglega allt öðruvísi að teikna bara fyrir sjálfan sig meðan á verkefninu stendur í stað þess að vera alltaf með opið inn til sín gegnum netið. Í vissum skiln- ingi er það auðvitað svolítið barna- legt að sýna verk sín alltaf sam- stundis í von um að fá klapp og hrós frá öðrum. Ég væri til í að prófa hitt bara fyrir sjálfa mig,“ segir Lóa. Árið 2020 var ár andvarpsins - Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir sendir frá sér bókina Dæs sem hefur að geyma 366 myndasögur frá kófárinu 2020 - Teiknar myndir „til að fá útrás fyrir gremjuna sem kraumar undir niðri,“ segir Lóa Á slopp „Í hvert sinn sem ég opna ísskáp á kvöldin hugsa ég um hina kyn- þokkafullu Nigellu í silkislopp að laumast í afgangana.“ Birtist 8. janúar. Útsending „Þegar kófið var í algleymingi voru hinir og þessir með beinar útsendingar úr stofunni hjá sér,“ segir Lóa. Myndin birtist fyrst 31. mars. Sund „Þessi tengist tíðum sundferðum og deilum við eldri menn,“ segir Lóa sem eyðir talsverðum tíma í sundi í viku hverri. Myndin birtist 2. júlí. Lifur eða Leifur „Þessi saga á uppruna sinn í félagsfærni minni,“ segir Lóa um myndasögu sem birtist fyrst á samfélagsmiðlum þann 31. október. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.