Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 6

Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 MADEIRA BLÓMAEYJAN 28. SEPTEMBER - 07. OKTÓBER BEINT FLUG TIL MADEIRA FLUG & 4* GISTINGMEÐ MORGUNVERÐI 10 DAGAR VERÐ FRÁ 139.900 KR.Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA NÁNARI UPPLÝSINGAR Á UU.IS | INFO@UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. Barnadagar í verslun og netverslun Dimmalimmreykjavik.is 20% afsláttur DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 dagana 3.-6. júní „Vel flestir sveitarstjórnarmenn gera sér góða grein fyrir því að það sé erfitt að velta svona mikl- um hækkunum beint út í fast- eignagjöldin, hvort sem það er hjá fyrirtæki eða einstaklingum. Þess vegna erum við á sífelldum hlaup- um með álagningarprósentuna og margir lækka hana hækki fast- eignmat fram úr hófi. Við í Hvera- gerði til dæmis reynum að miða við að þessi hækkun fari ekki um- fram verðlagsþróun og svipað hafa fjölmörg sveit- arfélög gert. Það get ég fullyrt,“ segir Aldís Haf- steinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Hveragerði. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, tek- ur undir þetta. Bærinn sé bæði búinn að lækka álagningarprósentu fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnu- húsnæði. Kópavogsbær hafi verið að lækka álagn- ingarprósentuna á atvinnuhúsnæði síðan 2014. „Ég skil óánægjuna vel þegar það verða miklar hækkanir vegna þess að aðferðafræðin á fast- eignamati ríkisins breytist. Við höfum komið til móts við þetta sjónarmið með því að lækka fasteignagjöld síðustu ár, úr 1,64% niður í 1,47%, og ég á von á því að við munum ganga lengra á næsta ári,“ segir Ár- mann. Vantar gegnsæi í fasteignamat Aldís segir að bréfið sem kom frá Félagi atvinnurekenda verði haft til hliðsjónar þegar sveitarfélög ákveða álagningarprósentuna í haust, og bætir við að aðferðafræðin sem fasteignamat á atvinnu- húsnæði byggist á sé óskýr. „Ég get auðvitað tekið undir það sjónarmið að gegnsæið við ákvörðun á fasteignamati atvinnu- húsnæðis er lítið. Það er jafn snúið fyrir okkur sveitarstjórnarmenn að skilja og gera áætlanir á grundvelli þeirra upplýsinga sem við höfum eins og fyrir atvinnurekendur sjálfa, því auðvitað er fast- eignamatsaðferðin sérkennileg og það er lítill fyrir- sjáanleiki í henni,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir enn- fremur. logis@mbl.is Sveitarfélög hafa komið til móts við hækkanir BÆJARSTJÓRAR BREGÐAST VIÐ GAGNRÝNI FASTEIGNAFÉLAGANNA SVIÐSLJÓS Logi Sigurðarson logis@mbl.is Forstjórar fasteignafélaganna Eikar og Reita eru ósáttir við áframhald- andi hækkanir á fasteignamati, sem leiða til aukinna útgjalda fyrir fyrir- tækin, þar sem fasteignagjöld hækka. Benda þeir á það að álagningarpró- sentan hefur lítið lækkað á atvinnu- húsnæði miðað við álagningarpró- sentuna á íbúðarhúsnæði. Garðar Hannes Friðjónsson, for- stjóri Eikar, segir þessa þróun engan veginn í takt við það sem er að gerast í þjóðfélaginu, og bendir á að það hafi verið mikill samdráttur í hagvexti síð- astliðið ár. „Fyrir íbúðarhúsnæði er enginn vafi á því að þarna breytti fjármögnun öllu en atvinnuhúsnæðismarkaðurinn fór ekki af stað, það er alveg ljóst. Við skiljum ekki niðurstöðuna; við trúum því ekki að skattarnir eiga að fara að hækka út af þessu. Svo erum við að sjá að meira að segja hótelin okkar hækka. Hvernig í ósköpunum er hægt að komast að því að markaðs- virði hótela hafi hækkað á þessu tíma- bili og meira að segja umfram verð- lag?“ segir Garðar Hannes. Breytt aðferðafræði leiddi til hækkana Hann bætir við að það sé ekki vin- sælt hjá sveitarfélögunum að lækka álagningarprósentu á fasteignagjöld- um og eftir að Þjóðskrá breytti að- ferðafræðinni til þess að meta fasteign- ir hafi fasteignagjöldin hjá fyrirtækinu hækkað um 35% frá árinu 2016. Fasteignaskattur á atvinnuhús- næði á seinustu sex árum hefur hækkað um 68%. Álagður fasteigna- skattur hefur farið úr tæpum 17 millj- örðum í rúmlega 28 milljarða, á tíma- bilinu 2015-2020. Þá er áframhaldandi þynging á skattbyrði fyrirtækjanna talin draga mátt úr atvinnulífinu og hægja á efnahagsbata eftir kórónu- veirufaraldurinn. Þetta kemur fram á vef Félags atvinnurekenda. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, tekur í sama streng og Garðar og seg- ist ekkert skilja í hækkununum. Hon- um finnst aðferðafræðin sem er notuð til þess að leggja mat á fasteignir vera gölluð og segir að hún leiði bæði til leiguhækkana og verðbólgu. „Auðvitað vekur það spurningar að í árferði þegar þú ert í einni dýpstu efnahagskreppu sem hefur riðið yfir landið, þá heldur fasteignamat áfram að hækka og jafnvel eru sum hótelin að hækka umfram verðlag. Þannig að það er eitthvað stórskrítið við þetta.“ Guðjón bendir á að þegar fasteigna- mat hækkar þá hækki fasteignagjöld hjá fyrirtækinu og fyrirtækið þurfi að hækka leiguverð. Þá þurfi leigutakar að hækka verðið á sínum vörum þann- ig að að lokum skili þessi hækkun sér aftur til neytenda. Þjóðskrá breytti aðferðafræðinni til þess að meta fasteignir árið 2015 úr kostnaðarmati í tekjumat og segir Guðjón að þá hafi óheyrilegar hækk- anir á fasteignamarkaðinum byrjað. Fasteignagjöld 20% af veltu „Þegar matið hækkar leiðir það á endanum undir eðlilegum kringum- stæðum til þess að leiguverð hækki. Auðvitað reyna menn að halda aftur af sér en fasteignagjöld sem voru fyr- ir fimm árum um 12% af veltu félags- ins eru um 20% í dag. Þetta er orðið vítahringur sem er verðbólguhvetj- andi. Ég hef ekkert á móti aðferða- fræðinni sem slíkri en að hún skuli sjálfvirkt vera grunnur til skattlagn- ingar með óbreyttri álagningarpró- sentu eins og hefur verið að mestu leyti hingað til er auðvitað galið. Ég hef oft sagt að þegar Þjóðskrá breytti um aðferðafræði þá unnu sveitarfélög landsins í lottóinu og eru búin að vinna í lottóinu á hverju ári síðan,“ segir Guðjón Auðunsson. Ekki náðist í talsmenn fasteigna- félagsins Regins við vinnslu fréttar- innar. Ósátt við hækkun fasteignamats - Fasteignafélögin segja hækkanir á fasteignagjöldum „stórskrítnar“ - Fasteignamat á hótelum hækkað umfram verðlag - „Verðbólguhvetjandi vítahringur“ - Mun leiða til hækkunar á leiguverði Morgunblaðið/Árni Sæberg Atvinnuhúsnæði Fasteignafélög eru ósátt við hækkanir á fasteignagjöldum. Forstjórar félaganna Reita og Eikar eru gagnrýnir á aðferðafræði Þjóðskrár við fasteignamat. Hækkunum á fasteignagjöldum hefur ekki verið mætt með lækkunum, að sögn forstjóra fasteignafélaganna. Ármann Kr. Ólafsson Aldís Hafsteinsdóttir Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í skimunum í fyrradag. Tveir þeirra voru í sóttkví en einn ekki. Þá greindust tveir með virkt smit við seinni skimun á landa- mærunum. Einn var með mótefni. Í gær voru alls 44 í einangrun og 211 til viðbótar í sóttkví, en 1.629 manns voru í skimunar- sóttkví. Þá voru tveir á sjúkrahúsi með Covid-19. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagði í samtali við mbl.is í gær að bólusetningar og sótt- varnaaðgerðir hefðu leikið lykil- hlutverk í því að halda faraldr- inum í skefjum. Sagði hann jafnframt að smitið sem hefði greinst utan sóttkvíar væri mögu- lega gamalt, en ekki var búið að rekja það saman við önnur smit í gær. Þá tengdust smitin tvö sem greinst hefðu innan sóttkvíar öðr- um smitum sem ekki hefðu verið rakin til landamæranna. Einn utan sóttkvíar og 44 í einangrun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.