Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 74
74 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
Minningarsjóður um Jean-Pierre Jacquillat, fyrrum
aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, mun á
þessu ári veita efnilegum tónlistarmanni styrk til
framhaldsnáms erlendis á skólaárinu 2021-2022.
Veittur er einn styrkur að upphæð 1.500.000 kr.
Umsóknir, með upplýsingum um námsferil
og framtíðaráform, sendist til formanns
sjóðsins á netfangið: jpj@i8.is fyrir 20. júní nk.
Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár
frumsaminna verka eða önnur gögn sem sýna
hæfni umsækjenda.
2019GeirþrúðurA.Guðmundsdóttir- selló
2018HrafnhildurM.Guðmundsdóttir-selló
2017 Sölvi Kolbeinsson-saxófón
2016BaldvinOddsson-trompet
2015RannveigMarta Sarc-fiðla
2014Sólveig Thoroddsen-harpa
2013Hulda Jónsdóttir-fiðla
2012BenediktKristjánsson-söngur
2011Matthías I. Sigurðsson-klarinett
2010GunnhildurDaðadóttir-fiðla
2009Helga ÞóraBjörgvinsdóttir-fiðla
2008 JóhannNardeau-trompet
2007MelkorkaÓlafsdóttir-flauta
2006Elfa RúnKristinsdóttir-fiðla
2005ÖgmundurÞór Jóhannesson-gítar
2004VíkingurHeiðarÓlafsson-píanó
2003BirnaHelgadóttir-píanó
2002LáraBryndís Eggertsdóttir-orgel
2001PálínaÁrnadóttir-fiðla
2000HrafnkellOrri Egilsson-selló
1999UnaSveinbjarnardóttir-fiðla
1998ÁrniHeimir Ingólfsson-píanó
1997ÞórðurMagnússon-tónsmíðar
1996 IngibjörgGuðjónsdóttir-söngur
1995 SigurbjörnBernharðsson-fiðla
1994GuðniA. Emilsson-hljómsveitarstjórn
1993TómasTómasson-söngur
1992ÞóraEinarsdóttir-söngur
Ím
y
n
d
u
n
a
ra
fl
/
M
-J
P
J
F Y R R UM S T Y R K Þ E G A R
www.minningarsjodur-jpj.is
MINNINGAR
SJÓÐUR
JPJ
Tilkynnt verður samtímis um styrkhafa fyrir 2020 og 2021.
Styrkur til
tónlistarnáms
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Sýningar hófust í gær á nýrri ís-
lenskri gamanmynd, Saumaklúbbn-
um, sem leikstýrt var af Göggu Jóns-
dóttur sem skrifaði einnig handrit
myndarinnar með Snjólaugu Lúð-
víksdóttur, handritshöfundi og uppi-
standara. Í myndinni segir af hópi
vinkvenna í saumaklúbbi sem halda
saman í sumarbústað yfir helgi í
þeim tilgangi að skemmta sér og
hafa það huggulegt. Með í för er
samstarfskona einnar þeirra og
kárnar fljótlega gamanið þegar
gamlar syndir koma upp á yfirborðið
og uppgjör virðist óumflýjanlegt.
Með hlutverk kvennanna fara
Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Elma
Lísa Gunnarsdóttir, Edda Björg
Eyjólfsdóttir, Arndís Egilsdóttir og
Helga Braga Jónsdóttir og nokkrir
karlar koma einnig við sögu í litlum
hlutverkum. Kvikmyndina framleiða
þeir Örn Marinó Arnarson og Þor-
kell Harðarson sem frumsýndu í
fyrra hina mjög svo vinsælu gaman-
mynd Síðustu veiðiferðina og fram-
leiddu einnig Ömmu Hófí. Í Síðustu
veiðiferðinni létu miðaldra karlar
eins og kjánar en nú eru það mið-
aldra konur.
Nauðsynlegt að grínast
Saumaklúbburinn er að mörgu
leyti svar kvenna við karlamyndinni
Síðustu veiðiferðinni og segist Gagga
ekki hafa verið ein um þá hugmynd
að gera þyrfti kvennamynd á móti
karlamyndinni. Hún hafi sent Erni
Marinó og Þorkeli skilaboð degi eftir
að hafa séð myndina og áttuðu þeir
sig strax á því hvað klukkan sló. Nú
eru tökur hafnar á annarri gaman-
mynd þeirra félaga í Veiðiferða-syrp-
unni og fleiri eru fyrirhugaðar.
Saumaklúbburinn er fyrsta kvik-
myndin sem Gagga leikstýrir en hún
hefur áður leikstýrt tveimur þáttum í
gamandramasyrpunni Borgarstjór-
anum. Gagga er spurð að því hvort
húmorinn sé ekki töluvert öðruvísi í
Saumaklúbbnum. „Já og nei,“ svarar
hún, „það eru alveg alvarlegheit
þarna á bak við.“ Henni hafi enda
verið bent á að ekkert sé fyndnara en
óhamingjan. „Það er svolítið þannig,“
segir hún kímin og að hún viti til þess
að fólk í háalvarlegum störfum þurfi
að slá á létta strengi til að draga úr
álaginu.
Miðaldra áhrifavaldar
Gagga segist hafa lagt fram
grunnhugmynd að handritinu og þær
Snjólaug unnið út frá henni og búið
til persónur, ólíkar týpur kvenna.
„Þetta eru konur sem við þekkjum,
smá erkitýpur kannski, gamlar vin-
konur og þetta eru mjög íslenskar
konur, myndi ég segja. Þær eru ólík-
ar. Það er múltítaskarinn sem er
kappsfull og fyrrverandi íþróttakona
sem er alltaf með allt á fullu og
stoppar aldrei. Svo er það verkakon-
an og gamla skutlan.“
– Og fína frúin sem rekur lífsstíls-
eða húsgagnaverslun …
„Já, það er „doer-inn“, sú sem
stoppar aldrei og er alltaf að tappa
inn á nýjasta nýtt.“
– Hún er uppinn í hópnum?
„Já, hún er uppinn í hópnum og
áhrifavaldur,“ svarar Gagga og
blaðamaður nefnir þá að maðurinn
hennar, Þorsteinn Bachmann, hafi
einmitt leikið uppann í hópnum í Síð-
ustu veiðiferðinni. „Já, hún myndi
blikka hann og hún er svona keppn-
ismanneskja, áfram veginn, og það
væri enginn saumaklúbbur ef ekki
væri fyrir hana,“ segir Gagga.
Jóhanna Vigdís leikur þá kapps-
fullu konu, Írisi, og Helga Braga
samstarfskonu hennar, Sif, sem er í
alls konar kukli og nýaldarfræðum.
Þær eru að hasla sér völl á netinu.
„Miðaldra áhrifavaldar, ég er búin að
kynna mér þá og það er mikið að
gera í því úti í heimi, skal ég segja
þér,“ segir Gagga kímin um þær
stöllur. „Okkar kona, uppinn í hópn-
um, nýtir tækifærin í rauninni. Hún
er að gera eitthvað eitt og getur yfir-
leitt snúið því þannig að hún fái eitt-
hvað út úr því á öðrum vígstöðvum
líka. Hún leggur upp með það en
þetta snýst svolítið í höndunum á
henni.“
Kúgaðist yfir fötunum
– Ein af mínum uppáhaldspersón-
um í myndinni er sú sem Elma Lísa
leikur, Eydís, þessi sem hefur búið
erlendis og finnst allt betra þar og
allt ömurlegt á Íslandi. Þetta er týpa
sem við þekkjum.
„Jú, svolítið allir sem flytja til út-
landa og eru svo liggjandi á Face-
book tólf tíma á dag,“ segir Gagga
kímin. „Ég þekki þetta alveg sjálf úr
minni æsku, það var allt svona og
hinsegin og þetta er líka bara
Reykjavík á móti landsbyggðinni.
Henni þykir þær dálítið óuppdregn-
ar, vinkonur hennar, og hún er í allt
öðrum bransa en þær, tískubrans-
anum, og það er líka svolítið spes að
vera í honum.“
Vinkvennahópurinn er trúverð-
ugur í myndinni og segir Gagga að
persónurnar hafi líka mótast á æf-
ingum og við samlestur. „Þær fóru
dálítið vel í sínar konur,“ segir Gagga
um leikkonurnar, baksögur búnar til
um persónurnar og þar fram eftir
götunum.
– Það er líka sögn í klæðaburði
kvennanna, er það ekki?
„Jú og það var svolítið úthugsað
því myndin gerist öll í bústaðnum og
við lögðum mikið í búningana, klæða-
burðinn og týpurnar þar af leiðandi,“
segir Gagga og að förðunin hafi líka
skipt miklu máli. Eydís, sú sem hefur
búið til fjölda ára á Ítalíu og starfað í
tískubransanum, er í áberandi dýrari
og fínni fötum en hinar en Ella, sem
Edda Björg leikur, er hins vegar í
pleðurbuxum og snákaskóm, svo
dæmi séu tekin.
Arndís Hrönn leikur leikskóla-
stjórann Steingerði og segir Gagga
að hún hafi kúgast þegar hún sá fötin
sem hún átti að vera í í myndinni.
„Ég held að hún hafi aldrei verið í
svona ljótum fötum í lífinu því Arndís
er mjög smart. En það eru alveg
konur þarna úti sem hafa áhuga á
öðru en í hverju þær eru og Stein-
gerður er ein af þeim.“
Gagga segir myndina fjalla að
hluta til um að í samtímanum á tím-
um samfélagsmiðla eigi allt að vera
svo gott, skemmtilegt og huggulegt.
Ekkert pláss fyrir einhvers konar
vanlíðan. „Svo gerist eitthvað óhjá-
kvæmilega þarna sem fær þær til að
líða mjög illa en í staðinn fyrir að
opna sig fer allt í bál og brand,“ segir
Gagga um sumarbústaðarferðina og
að vonandi muni sem flestir njóta
hennar í sumar.
Heilun Helga Braga í hlutverki Sifjar að leiðbeina saumaklúbbnum í einhvers konar heilunaræfingu í sumarbústaðarferðinni afdrifaríku.
Ekkert er fyndnara en óhamingjan
- Saumaklúbburinn er fyrsta kvikmynd Göggu Jónsdóttur - Gamanmynd um vinkonur sem fara
í sumarbústað til að njóta lífsins - „Þetta eru mjög íslenskar konur,“ segir Gagga um vinkonurnar
Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir
Leikstjóri Gagga Jónsdóttir.
Listahátíð í Reykjavík 2020 lýkur
formlega síðar í þessum mánuði
og varð að fresta nokkrum við-
burðum á aðaldagskrá sökum
ferða- og samkomutakmarkana og
færast flestir þeirra fyrir vikið yf-
ir á næstu hátið.
Í júní fara fram síðustu þrír við-
burðir hátíðarinnar 2020. Sá
fyrsti er Einangrun, samskotsverk
úr smiðju Leikhópsins Lakehouse
þar sem raðað er saman ljóðum,
örsögum og stuttum leikþáttum,
eins og segir í tilkynningu. Ellefu
höfundar víða af landinu lögðu til
efnivið og úr varð 30 mínútna
verk sem birtist í óvenjulegu um-
hverfi, á flugvöllum í fjórum
landshlutum, í flutningi Guð-
mundar Inga Þorvaldssonar, leik-
ara og tónlistarmanns. Sýningar
fara fram 10. júní á Reykjavík-
urflugvelli kl. 17, 11. júní á Egils-
staðaflugvelli kl. 15:15 og kl.
18.45 hinn 12. júní á Akur-
eyrarflugvelli kl. 13 og 17 og 13.
júní á Ísafjarðarflugvelli kl. 10.20
og kl. 17.
Innsetningin Meira ástandið eft-
ir hljóðlistakonuna Inki, Ingi-
björgu Friðriksdóttur, verður í
Hörpu, verk sem samanstendur af
átta rása hljóðverki, vídeóverki
og bókverki en við rannsókn
verksins safnaði listakonan saman
850 setningum, setningarbrotum
og frösum úr blaðagreinum frá
árunum 1940 til 1945 sem undir-
strika sýn samfélagsins á „ástand-
ið“ svonefnda. Innsetningin verð-
ur opin í fjölnota rými í neðri
bílakjallara Hörpu 12.-19. júní og
aðgangur er ókeypis.
Þriðji og síðasti viðburðurinn
nefnist Hljóðmyndir og segir um
hann að með hjálp tækni sem sé
göldrum líkust séu gestir leiddir
um ómælisvíðáttur hljóðheima þar
sem þeirra bíði ýmislegt óvænt,
áhrifaríkt og hljómmikið. List-
rænir stjórnendur eru Curver
Thoroddsen, Þóranna Dögg
Björnsdóttir, Francisco López,
Barbara Ellison, Ríkharður H.
Friðriksson, Lydía Grétarsdóttir
og Sóley Sigurjónsdóttir.
HljóðMyndir fara fram í Laug-
arásbíói 19. júní kl. 11 og miða-
verð er kr. 1.650.
Lokaviðburðir Listahátíðar
Einangrun Verkið verður í flutningi
Guðmundar Inga Þorvaldssonar.