Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 40

Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 www.gilbert.is Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum við okkur í úrsmíði, hönnun og framleiðslu úra Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöð- unnar í Ísrael, náði að mynda nýja samsteypustjórn á elleftu stundu í gær, en hann tilkynnti Reuven Rivl- in, forseta landsins, um myndun stjórnarinnar skömmu fyrir mið- nætti að ísraelskum tíma, en þá átti að renna út sá tímafrestur sem flokk- arnir höfðu til þess að mynda stjórn. Stjórnin mun binda enda á stjórn- artíð Benjamíns Netanjahús, sem verið hefur forsætisráðherra undan- farin tólf ár. Lapid fékk umboð í byrjun maí til að reyna að mynda stjórn en Netanjahú hafði þá skilað því eftir fjögurra vikna árangurs- lausar tilraunir. Eiga fátt sameiginlegt Lapid myndaði stjórnina með Naf- tali Bennett, fyrrverandi varnar- málaráðherra og flokki hans, Nýja hægriflokknum, en einnig sitja í henni ísraelskir þingmenn af arab- ískum uppruna. Nýja stjórnin spannar því pólitískt litróf Ísraels frá hægri til vinstri, en flokkar Bennetts og Lapids eiga fátt annað sameigin- legt en að vilja koma Netanjahú frá völdum. Bennett mun verða forsætisráð- herra á undan Lapid samkvæmt samkomulagi þeirra á milli, og verð- ur hann í tvö ár, áður en Lapid tekur við seinni tvö árin af kjörtímabilinu. Stjórnarkreppa hefur ríkt í Ísrael um árabil þar sem fernar kosningar hafa verið haldnar á síðustu tveimur árum en flokkunum ekki tekist að mynda ríkisstjórn, þar sem ekki lágu fyrir skýr úrslit um sigurvegara eða hreinn meirihluti. Herzog nýr forseti Þá var Isaac Herzog kjörinn for- seti Ísraels í gær og verður hann ell- efti forseti landsins. Herzog tekur við af Reuven Rivlin sem hefur verið við völd frá 2014. At- kvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima ísraelska þingsins og hafði Herzog betur gegn andstæð- ingi sínum, Miriam Peretz. Herzog er 60 ára gamall og til- heyrir þekktri fjölskyldu. Faðir hans, Chaim Herzog, var forseti Ísr- aels á árunum 1983 til 1993 og frændi hans, Abba Eban, var fyrsti utanrík- isráðherra Ísraels. Þá var afi Her- zogs fyrsti æðsti rabbíni landsins. Herzog var formaður Verkalýðs- flokks Ísraels og leiðtogi stjórnar- andstöðunnar en hann bauð sig fram gegn Netanjahú í þingkosningum ár- ið 2015. Herzog tekur formlega við embættinu 9. júlí og er kjörtímabilið sjö ár. AFP Ísrael Netanjahú, fráfarandi forsætisráðherra (t.h.), og Herzog, nýr forseti. Stjórn Netanjahús fellur - Stjórnarandstæðingar hafa náð að mynda samsteypustjórn - Flokkarnir eiga fátt annað sameiginlegt en að vilja koma Netanjahú af forsætisráðherrastóli Danmörk hefur átt gott samtal við bandalagsþjóðir sínar í Evrópu og ekki er þörf á því að tjasla saman sambandi ríkisins við Frakkland og Þýskaland. Þetta sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, í gær um uppljóstranir danska ríkisút- varpsins DR um helgina þess efnis að leyniþjónusta danska hersins, FE, hefði haft milligöngu um njósnir Bandaríkjamanna um leiðtoga nokk- urra Evrópuríkja á árunum 2012- 2014, en hún hafði ekki tjáð sig um málið áður. Hún tjáði sig ekki beint um ásak- anirnar sem lagðar voru fram um helgina, en sagði að almennt séð ættu ekki að tíðkast kerfisbundnar njósnir um bandamenn. Meðal þeirra sem njósnað var um voru Angela Merkel Þýskalands- kanslari og háttsettir ráðamenn í Noregi, Svíþjóð og Frakklandi. „Mér finnst ekki rétt að segja að það þurfi að laga samband okkar við Frakka eða Þjóðverja. Við höfum átt í góðu samtali við þessar þjóðir, þar á meðal um njósnastarf,“ sagði Mette Frederiksen. Enn er ekki vitað hvaða vitneskju dönsk stjórnvöld höfðu um samstarf FE við bandarísku þjóðaröryggis- stofnunina NSA, en stofnunin nýtti sér aðgang að dönskum sæstrengj- um til þess að fá aðgang að samskipt- um ráðamanna í Frakklandi, Þýska- landi, Svíþjóð og Noregi. Talsmenn stjórnarandstöðuflokk- anna gagnrýndu afstöðu Fredriksen í samtali við DR, og sögðu ummæli hennar benda til að ríkisstjórnin tæki málinu ekki af þeirri alvöru sem viðbrögð bandamanna hefðu gefið tilefni til. oddur@mbl.is Hefur ekki skað- að bandalögin - Fredriksen tjáir sig um njósnamálið AFP Danmörk Fredriksen segir málið ekki hafa skaðað bandalög Dana. Malasía hefur kallað eftir fundi með sendiherra Kína eftir að 16 kínverskar herflugvélar flugu yfir umdeilt loftsvæði í Suður-Kínahafi. Yfirvöld í Malasíu sökuðu Kínverja um að hafa brotið gegn fullveldi landsins en yfirvöld í Kína segja að vélarnar hafi verið í reglubundinni þjálfun og að öllum alþjóðalögum um lofthelgi hafi verið fylgt. Kína hefur gert tilkall til loft- helginnar um nær allt Suður- Kínahaf sem Malasía, Filippseyjar, Brúnei, Taívan og Víetnam hafa mótmælt. Krafan hefur leitt til nokkurrar spennu í samskiptum Kínverja við nágranna sína á Suð- ur-Kínahafi. MALASÍA AFP Lofthelgi Flogið var nærri Malasíu. Kalla sendiherra Kína á teppið Afríku- sambandið hefur vísað Malí úr sambandinu eftir annað valdarán landsins á níu mánuðum. Þá hefur sambandið hótað að beita landið við- skiptaþving- unum. ECOWAS, efnhagssamband Vest- ur-Afríkuríkja, hefur einnig vísað Malí úr sambandinu. Mikill óstöð- ugleiki hefur verið í ríkinu vegna uppgangs íslamista. Herinn hefur nú rænt völdum í annað sinn á tæpu ári undir stjórn hershöfðingjans Assimi Goita. Malí er eitt af fátæk- ustu ríkjum heims og hafa refsiað- gerðir vegna fyrra valdaránsins haft mikil áhrif á landið. MALÍ Vísað brott úr Afríkusambandinu Assimi Goita Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, var viðstaddur minningarathöfn til heiðurs fórnarlömbum fjöldamorð- anna í Tulsa í Oklahoma árið 1921 en þetta er í fyrsta skipti sem forseti Bandaríkjanna er viðstaddur minn- ingarathöfn um atburðina. Hundrað ár eru frá því hvítir íbú- ar bæjarins beindu spjótum sínum að þeldökkum íbúum og réðust inn í Greenwood-hverfið. Að minnsta kosti þrjú hundruð létu lífið en átök- in hófust í kjölfar þess að svartur maður var ásakaður um að hafa mis- notað hvíta konu. Lítið hefur verið minnst á at- burðina opinberlega síðan þeir gerð- ust en Biden sagði að nú væri komin tími til að fylla í þá þögn og að fjölda- morðin hefðu gleymst of lengi. Meðal þeirra sem hlýddu á ræðu Bidens voru þau þrjú fórnarlömb sem lifðu árásina af en þau eru á aldrinum 101-107 ára. Biden sagði að nú væri kominn tími til að þess að einblína á sögu þeirra. Lessie Randle var aðeins sex ára gömul þegar hún varð vitni að morðunum. Hún segist enn muna eftir að hafa séð brennandi hús og stafla af líkum. Minntist fórnarlamba kynþáttaóeirða - Biden er fyrsti forseti Bandaríkj- anna til að minnast fjöldamorðanna AFP Ræða Biden hélt ræðu á minningarathöfninni og minntist fórnarlambanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.