Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
Riga miðaldaborg frá 12. öld.
Gamli tíminn og nýi mætast í borg sem ekki
á sinn líka. Miðstöð menningar og lista við
Eystrsaltið.
Vissir þú að Riga er ein mesta Jólaborg Evrópu ?
Fyrsta jólatréð í heiminum sem var skreytt, var í
Riga fyrir rúmum 500 árum eða árið 1510.
Aðventutíminn er svo sannarlega rétti tíminn til
að heimsækja Riga þar sem stór hluti borgar-
innar hefur verið skreyttur og skapar einstakt
andrúmsloft sem fangar alla sem þangað koma á
þessum tíma ársins.
Jólamarkaðir eru í gamla sögulega hluta borgar-
innar en sá hluti er á minjaskrá UNESCO.
Síðast en ekki síst má nefna allar verslunar-
miðstöðvarnar og aðrar verslanirnar sem kaup-
þyrstir íslendingar ættu ekki að láta fram hjá
sér fara. Þar má finna gæðavörur, merkjavörur,
allt það sem fólk er vant frá Íslandi og meira til.
Gerðu góð kaup fyrir jólin
Síðumúli 29, 108 Reykjavík | Sími 588 8900
info@transatlantic.is | www.transatlantic.is
.
Aðventuferð tilRiga
Innifalið: Flug ásamt
öllum sköttum og
gjöldum, hótel með
morgunmat, akstur
til og frá flugvelli,
íslensk fararstjórn.
95.600
á mann í 2ja manna
herbergi
27. til 30. nóvember og
4. til 7. desember 2021
Jólahátíðin í Riga
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það að fella tillöguna þrátt fyrir að
fyrir liggi fjórir úrskurðir um að það
sé lögbrot að bjóða þessi atriði ekki
út er borginni ekki sæmandi. Á síð-
asta ári keypti borgin rafmagn og
þjónustu frá Orkuveitu Reykjavíkur
fyrir 826 milljónir. Allt er þetta eitt-
hvað sem hægt er að kaupa af öðrum
aðilum og rétt að benda á að verð-
munur á raforku er um 25% á mark-
aði. Hér er því um gríðarlega fjár-
muni að ræða, auk þess sem borgin
brýtur lög og hindrar eðlilega sam-
keppni á markaði,“ segir Eyþór Arn-
alds, oddviti sjálfstæðismanna í
borgarstjórn Reykjavíkur.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks
og Miðflokks lögðu fram tillögu í
borgarstjórn á þriðjudag um útboð á
raforku, ljósastýringum og LED-
lýsingu gatna. Tillagan var felld en í
staðinn samþykkt breytingartillaga
meirihlutans um að borgarlögmanni
verði falið að greina og leggja til við-
brögð við úrskurðum kærunefndar
útboðsmála sem hafa fallið um að
fyrirkomulag borgarinnar sé ólög-
mætt. Þá er innkaupastjóra falið að
skoða leiðir til sparnaðar við raf-
orkukaup og LED-væðingu.
Í harðorðri bókun sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn kom fram að
frá árinu 2018 hefðu fulltrúar meiri-
hlutans barið hausnum við steininn í
þessu máli. Ranglega hefði verið
fullyrt að viðskipti borgarinnar við
Orkuveitu Reykjavíkur um raforku-
kaup féllu hvorki undir ákvæði laga
um opinber innkaup né innkaupa-
reglur Reykjavíkurborgar. „Hér í
dag fékk borgin tækifæri til að leið-
rétta þennan ranga kúrs. Í staðinn
er afneitun borgarstjórnarmeiri-
hlutans alger þegar áfram er haldið
að brjóta lög og reglur með því að
fara ekki í útboð í þessum efnum án
tafar,“ sagði í bókuninni.
Munu hagræða í innkaupum
„Við útilokum ekki að þessir úr-
skurðir leiði til breytts fyrir-
komulags,“ segir Dagur B. Eggerts-
son borgarstjóri í svari til
Morgunblaðsins. „Eins og fram kom
á fundi borgarstjórnar er verið að
greina þá af embætti borgarlög-
manns, bæði út frá beinu umfjöll-
unarefni þeirra og hugsanlegra al-
mennra áhrifa eða fordæma. Það er
ekki ábyrgt að bregðast við þeim
fyrr en að þeirri vinnu lokinni og á
grundvelli rökstuddrar ráðgjafar.
Sama verklag er einnig viðhaft þeg-
ar dómar falla, svo dæmi sé tekið.“
Dagur segir ennfremur að ný
staða innan borgarkerfisins kunni
einnig að boða breyttar áherslur.
„Reykjavíkurborg auglýsti nýver-
ið eftir innkaupastjóra borgarinnar
með það að markmiði að sækja fram
á sviði innkaupa, m.a. með hagræð-
ingu, og nýta enn betur hagkvæmni
stærðarinnar, þar sem við á. Verk-
efni eins og raforkukaup verða einn-
ig rýnd í því samhengi,“ segir
borgarstjóri.
„Brýtur lög og
hindrar eðlilega
samkeppni“
- Tillaga um raforkukaup í útboð felld
- Úrskurðir í greiningu, segir Dagur
Eyþór
Arnalds
Dagur B.
Eggertsson
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Ný bifreið Frú Ragnheiðar, skaða-
minnkandi verkefnis Rauða kross-
ins, var í gær vígð og tekin í notk-
un eftir kraftmikla söfnun.
„Í október í fyrra var farið af
stað með söfnun fyrir nýrri bifreið
þar sem gamla var orðin mikið
keyrð og átti stutt eftir. Fyrir utan
það hafði gamli bíllinn þjónustað
okkur ótrúlega vel og ekkert sem
við hefðum viljað breyta þar,“ seg-
ir Elísabet Herdísar Brynj-
arsdóttir, verkefnastýra Frú Ragn-
heiðar. Komið var þó upp óöryggi
hvort gamli bíllinn færi í gang í
hvert skipti sem sjálfboðaliðar
mættu á vakt. „Því þurftum við
stundum að starfrækja nála-
skiptaþjónustu okkar á litlum
fólksbíl ef gamli bíllinn vildi ekki
vinna með okkur,“ segir Elísabet
og hrósar sjálfboðaliðum fyrir
þrautseigju sína á erfiðum tímum.
„Á gömlum bíl og í heimsfar-
aldri tókst okkur að láta vaktirnar
rúlla án þess að ein einasta vakt
félli niður allt árið 2020,“ segir
hún.
10 milljónir á einni viku
„Þegar söfnunin fór af stað í
október var markmiðið sett að
safna 10 milljónum á einni viku og
við náðum því og gott betur, fórum
fram yfir markmið okkar. Þetta
gátum við því að samfélagið kom
saman og lagði okkur lið,“ segir
hún og á við alls konar fólk úr sam-
félaginu sem lagði þeim lið.
Aðspurð hvernig nýi bíllinn
muni breyta starfinu, segir hún:
„Það verður í raun engin breyt-
ing á þjónustu okkar, einungis sú
breyting að starfsumhverfi okkar
verður öruggara og bíllinn traust-
ari. Við getum því haldið ótrauð
áfram að veita þjónustu í nær-
umhverfi notenda okkar, svarað
kallinu og brugðist við þörfinni
þar sem hún er mest en þau hjálp-
uðu við bólusetningu heim-
ilislausra við Covid-19.“
Frú Ragnheiður er verkefni á
vegum Rauða krossins sem snýr að
því að draga úr skaða löglegra og
ólöglegra vímuefna án þess endi-
lega að draga úr vímuefnanotkun.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Frú Ragnheiður Fjöldi fólks kynnti sér nýju bifreiðina í gær fyrir utan húsakynni Rauða krossins.
Frú Ragnheiður fær
bíl eftir mikla söfnun
- Aukið öryggi sjálfboðaliða - Engri vakt aflýst árið 2020
Ari Páll Karlsson
ari@mbl.is
Um eins og hálfs metra há trégirð-
ing hefur verið sett upp við enda
Fagrahjalla við Fífuhjalla í Kópa-
vogi. Börn þurfa nú að ganga króka-
leið í skólann sem íbúar í botnlang-
anum segja hættulegri. „Þegar við
sáum að þetta var yfirvofandi þá
bentum við á að það væri nú ekki
kjörið að loka götunni svona. Börn
þurfa að komast yfir þessa götu,“
segir Hrefna Lind Ásgeirsdóttir,
íbúi í Fagrahjalla. Talsmaður Kópa-
vogsbæjar segir að um sé að ræða
framkvæmd sem dragi úr slyshættu
og að beiðni hafi komið frá einum
íbúa botnlangans. Ekki sé gert ráð
fyrir umferð gangandi vegfarenda
samkvæmt skipulagi. Um botnlanga
sé að ræða og því engin gangstétt
sem skapi slysahættu, meðal annars
vegna nálægðar við gatnamót.
Nýja leiðin hættulegri
Handan götunnar er gangstéttin
sem liggur í átt að skólanum en nú
þurfa börnin að ganga yfir bæði
fleiri og hættulegri götur til að kom-
ast að gangstéttinni. Í svari Kópa-
vogsbæjar segir að nýja leiðin sé að
mestu á gangstéttum en stöku sinn-
um þurfi að ganga framhjá bílastæð-
um og þvera húsagötur. Hrefna seg-
ir þetta ekki rétt og ljóst að bærinn
hafi hvorki kynnt sér aðstæður fyrir
eða eftir framkvæmdina. Til þess að
komast yfir götuna þurfa börnin að
ganga eftir sjálfri götunni til að
komast að hraðahindrun sem endar í
trévegg öðrum megin og innkeyrslu
hinum megin. Þá geta þau einnig
farið yfir tvær götur við krossgötu
þar sem útsýni er takmarkað vegna
skjólveggja og legu gatnamótanna.
„Við erum vissulega þakklát bænum
fyrir að hugsa um öryggi íbúa en því
miður er þessi aðgerð að gera illt
verra,“ segir Hrefna og er ósátt við
framgöngu Kópavogsbæjar. „Manni
finnst maður svo varnarlaus sem
borgari þegar hið opinbera gerir
eitthvað á manns hlut án þess að tala
við mann og hlustar svo ekki þegar
maður reynir að útskýra mál sitt,“
segir hún, en Kópavogur hélt ekki
grenndarkynningu á verkefninu.
Morgunblaðið/Eggert
Kópavogur Nýtt grindverk við Fífuhjalla og Fagrahjalla er komið upp.
Girðing í vegi gangandi
- Íbúar furða sig á
grindverki við Fífu-
hjalla og Fagrahjalla