Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 57
MINNINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 þegar þú hjálpaðir mér að koma upp mínu fyrsta húsi. Þú kenndir mér að ganga alltaf frá í eldhús- inu áður en maður færi að gera eitthvað annað. Þú kenndir mér að ná árangri með því að styðja mig. Þú kenndir mér að tjá mig með því að hlusta. Og svona gæti ég talið endalaust áfram því þú kenndir mér á lífið með því að leiðbeina mér í gegnum það. Takk fyrir að þreytast aldrei á mér þeg- ar þú lékst við mig, hjálpaðir mér með heimavinnuna, keyrðir með mér í æfingaakstri, fylgdir mér á fótboltaleiki, sóttir mig í skólann, spurðir hvernig ég hefði það og nú síðast sóttir okkur litlu fjöl- skylduna á fæðingardeildina. Allt þetta daglega sem er mér svo dýrmætt. Þú varst mér allt ásamt hinum helmingnum okkar, henni ömmu. Lífið getur svo sannarlega ver- ið ósanngjarnt, eins og það er núna, og það er skrítið að takast á við svona stórt og þungt verkefni án þess að hafa þig innan handar. Við verðum samt að halda áfram, eins og þú hefðir viljað. Ég veit líka að þú fylgir okkur áfram hvert sem er, en ég vildi óska að þú hefðir fengið lengri tíma á lífi með okkur og Elmari Darra lang- afastráknum þínum. Þú hlakkaðir til að takast á við nýtt hlutverk sem langafi og ég hlakkaði til að sjá þig kenna honum allt sem þú kenndir mér, en hann fær að kynnast þér á annan hátt í stað- inn. Elsku amma, nú er afi farinn frá okkur í bili og það er erfitt að hugsa til þess að nú sé hann ekki lengur hjá okkur hér. Mundu að styrkur þinn er mikill þar sem þú átt marga góða að og við fjöl- skyldan stöndum saman. Amma, ég elska þig af öllu hjarta, líkt og afa, og ég geri mitt allra besta til að halda jafn þétt utan um þig og þið afi hafið alltaf haldið utan um mig. Elsku afi minn, ég kveð þig með óbærilegum söknuði og trega. Þú varst og verður alltaf minn allra besti vinur. Ég elska þig að eilífu. Þín Sara Björk. Lífið stundum ósanngjarnt er, hann afi minn alltof snemma fer. Þessu erfitt er að trúa, nú við skulum að ömmu hlúa. Skrifa vil ég niður hvað afi var mér kær, yndislegur maður sem guð nú fær. Dugnaðarmaður mikill, hann gerði svo margt, í fáum orðum get ég ekki nefnt það allt. Afi var góður, afi var klár, söknuðurinn er mikill og söknuðurinn er sár. Við afi áttum góðar stundir saman í öll þessi ár, það var nú gaman. Í hjarta mínu alltaf verður hann afi minn besti sem ég ann. Á himnum hann dvelur nú, nú líður honum vel, það er mín trú. (Karen Birta Jónsdóttir) Elsku afi minn. Þú hefur verið fastur punktur í allri tilveru minni. Ég mun aldrei geta sætt mig við að nú sértu farinn og kom- ir ekki aftur, en fyrir þig ætla ég að halda lífinu áfram og læra að lifa með þessu. Það var alltaf gaman í kringum þig, þú varst alltaf hress og til í einhvern fíflagang. Þú varst mér svo mikils virði og verður það allt- af. Þið amma Þóranna hafið mót- að mig að þeirri manneskju sem ég er í dag og það er ég ævinlega þakklát fyrir. Það er ekki annað hægt að segja en ég hafi verið af- skaplega heppin að alast upp hjá ykkur og mömmu. Þið eruð því- líkar fyrirmyndir í einu og öllu og verðið það alltaf. Afi, þú ert besti vinur minn, hefur alltaf verið það og verður það alltaf. Takk fyrir að kenna mér á lífið með þolinmæði og ná- kvæmni því ég veit að ég hef ekki alltaf verið sú auðveldasta. Takk fyrir að vera til staðar á öllum stundum og hlusta á mig þegar ég þurfti. Takk fyrir að hafa alltaf trú á mér og síðast en ekki síst takk fyrir að vera afi minn, ég datt algjörlega í lukkupottinn með þig og ömmu. Alveg sama hvað, þá hafið þið alltaf staðið þétt við bakið á mér eins og klettar. Þegar ég lít til baka á allar skemmtilegu stundirnar okkar saman fæ ég hlýju í hjartað. Það er fátt sem ég hef gert í líf- inu án þess að gera það með þér og ömmu Þórönnu. Ég tala nú ekki um öll ferðalögin okkar, hvort sem þau voru innan- eða ut- anlands, það var alltaf jafn gaman hjá okkur og þú varst stór partur af því þar sem þú varst algjör stuðpinni. Þú vaktir fjölmörg áhugamál hjá mér, svo sem að ferðast og veiða. Allar veiðiferð- irnar okkar saman voru alltaf jafn skemmtilegar og þá sérstaklega þær í Veiðivötnum þar sem öll fjölskyldan kom saman. Að sitja niðri við vötnin með þér og spjalla saman um allt og ekkert á meðan beðið var eftir að fiskur myndi bíta á. Þú veiddir alltaf stærstu fiskana. Nú er komið að kveðjustund, alltof fljótt. Ég trúi að nú líði þér vel, þú sért laus við óvin okkar og vakir yfir okkur öllum. Ég sakna þín meira með hverj- um deginum sem líður og ég hugsa til þín stanslaust. Ég elska þig skilyrðislaust og við sjáumst aftur þegar minn tími er kominn. Þín afastelpa, Karen Birta. Við hjónin viljum minnast Jóns Finns með hlýju og þakklæti. Við vorum svo heppin að sonur okkar og yngsta dóttir þeirra hjóna rugluðu saman reytum sínum og eiga saman tvo gullmola sem koma til með að sakna afa sárt, og sagði Jón Tryggvi fjögurra ára við mig um daginn: „Ég sakna svo afa míns, hann er dáinn en verður alltaf í hjarta mínu.“ Jón Finnur tók syni okkar sem sínum eigin, sumarbústaðaferðir, allar útilegurnar og veiðiferðirnar fara í minningabankann og veit ég að ýmislegt var brallað, og verður hans sárt saknað í árlegum ferð- um. Þau hjón Jón Finnur og Þór- anna voru einstaklega samheldin með góða nærveru og alltaf stutt í húmorinn og nutum við þess bæði hér heima og erlendis. Það er vandfundin samheldn- ari fjölskylda og skarðið stórt og bið ég guð að leiða þau í gegnum þá erfiðu tíma sem eru fram und- an og gefa þeim styrk. Kærleikskveðjur, Aðalbjörg (Alla) og Tryggvi. Með ólýsanlegri sorg í hjarta og söknuði kveðjum við hann Jón Finn okkar, mág minn og svila. Eftir stutta baráttu við veikindin varð hann að játa sig sigraðan þrátt fyrir baráttuhug eins og alltaf. Það sem þetta kennir okk- ur er að við skulum ekki taka líf- inu sem sjálfsögðum hlut og muna að njóta hvers dags sem við fáum með okkar ástvinum og þeim sem standa okkur næst. Í raun var Jón Finnur okkur sem bróðir frekar en mágur og svili, enda kynntumst við mjög snemma á lífsleiðinni og áttum svo margar skemmtilegar sam- verustundir í gegnum tíðina. Eðli- lega fækkaði þeim með árunum sem liðu enda allir meira upp- teknir af börnum og barnabörn- unum, en alltaf þegar við hittumst var gaman og ekki spillti fyrir hvað hann var uppátektarsamur og bráðskemmtilegar, alltaf. Hann var líka höfðingi heim að sækja og gjafmildur með ein- dæmum. Endalausir brandarar og óvæntar uppákomur með til- heyrandi búningum og skemmti- legheitum var nokkuð sem hann hafði unun af – alltaf til í allt sem gæti glatt og gert lífið skemmti- legra. Þegar svo brá við þá vant- aði heldur ekki upp á hjálpsem- ina, umhyggjusemina og aðstoð við allt sem á þurfti að halda. Þeg- ar hann kynntist Þórönnu systur og kom inn í fjölskylduna var ég sjálfur bara smágutti og hann varla kominn með hár undir hendur né annars staðar – reynd- ar á höfðinu, svo ungur var hann. Hann hefur því verið einn af okk- ur alla tíð og þau Þóranna svo samheldin að það er nánast ekki talað um hann né Þórönnu systur án þess að nefna þau í sömu andrá. Þau voru óaðskiljanleg og þannig sáum við þau alltaf sem eitt. Í gegnum tíðina höfum við átt svo margar ógleymanlegar sam- verustundir sem við erum óend- anlega þakklát fyrir og metum mikils. Vinnandi saman hjá pabba í rafmagninu, í hestamennskunni í Mosfellsbænum, sleppitúrar í Landeyjarnar, veiðiferðir í Veiði- vötn, bændaferðir til útlanda, Krikahátíðar um verslunar- mannahelgi, skötupartí í Tungu, sumarbústaðaferðir m.a í Hella- lund þeirra dásamlega, útilegur hingað og þangað og endalausar gleðistundir sem ylja um hjarta- ræturnar og skilja eftir svo óend- anlega margar góðar minningar um elsku Jón Finn okkar. Hann elskaði Ísland, var mjög fróður um landið sitt og þekkti nánast hverja þúfu enda voru þau Þóranna systir dugleg að ferðast saman – fyrst með börnin, síðan barnabörnin og stundum, en sjaldnast, ein. Það var jú ásókn í að vera með þeim og þau svo ótrú- lega vinmörg. Jón Finnur þekkti nánast alla. Ef maður var að velta því fyrir sér hver einhver var þá var nánast undantekningarlaust að hann þekkti viðkomandi eða forfeður hans eða vini hans eða eitthvert skyldmenni. Jón Finnur var einstakur og engum líkur. Elsku Þóranna systir og fjöl- skyldan öll, missir ykkar er mikill og ótímabær. Það að Jón Finnur okkar sé farinn frá okkur segir okkur hvað lífið getur verið ótrú- lega ósanngjarnt. Því miður get- um við ekki breytt því en það besta sem við getum gert er að minnast allra góðu stundanna sem þið og við áttum með honum. Hann lifir í hjarta okkar allra. Björgvin Njáll og Sóley. Elskulegur mágur og svili er fallinn frá. Horfinn er á braut traustur og góður vinur sem sárt er saknað. Það er erfitt að kveðja góðan vin sem átti svo margt ógert. Þóranna kynnti Jón Finn fyrir fjölskyldunni þegar ég var aðeins 12 ára gömul. Síðan þá hefur hann verið kletturinn í lífi Þórönnu, traustari og heiðarlegri mann er erfitt að finna. Fjölskyldan var ávallt í fyrsta sæti og hann elskaði börnin sín og barnabörn af öllu hjarta. Jón Finnur var mikill gleðigjafi og ávallt stutt í grínið. Oftsinnis mættu þau Jón Finnur og Þór- anna í mannfagnaði uppábúin í ýmsum grínklæðnaði sjálfum sér og öðrum til skemmtunar. Hann var hrókur alls fagnaðar og minn- umst við margra gleðistunda á Hólastekknum. Þar var oft stig- inn dans á stofugólfinu við eitt af uppáhaldslögum Jóns Finns, ég fer í fríið, og hljómtækin skrúfuð í botn. Jón Finnur kunni að njóta lífs- ins. Hann átti sér mörg áhugamál og skipuðu ferðalög þar stóran sess. Þau hjónin ferðuðust mikið bæði innanlands og erlendis. Jón Finnur þekkti allar koppagrundir og naut þess að segja frá staðhátt- um og örnefnum hvar sem hann kom. Hestar léku einnig stórt hlutverk og var farið í marga út- reiðartúra. Minnisstæðar eru ár- legar hestaferðir í Þórsmörk þar sem fjölskyldan átti yndislegar stundir. Á ferðalögum var hann aðalkarl á öllum sviðum. Ef upp kom vandamál var Jón Finnur ekki lengi að finna svarið. Hann var einstaklega úrræðagóður og bjó yfir reynslu og þekkingu sem við fengum oft að njóta. Við eigum margar minningar um heimsóknir í bústað þeirra hjóna, bæði í Úthlíð og í hreiður þeirra að Hellum. Í bústaðnum jafnt sem heima var Jón Finnur afar liðtækur í eldhúsinu. Var þá oft og tíðum borið á borð ljúffengt lambalæri eða kótelettur. Mörg ættarmót fjöslkyldunnar voru haldin við bústaðinn og átti Jón Finnur stóran þátt í allri skipu- lagningu eins og honum var ein- um lagið. Elsku Þóranna, börn og barna- börn, missir ykkar er mikill og sorgin sár. En lífið heldur áfram. Við höldum minningu um Jón Finn best á lofti með því að vera lífsglöð eins og hann var og njóta hverrar stundar. Við hjónin minnumst Jóns Finns með mikilli hlýju og þökk- um samfylgdina og trausta vin- áttu alla tíð. Blessuð sé minning hans. Ásgerður og Pálmi. - Fleiri minningargreinar um Jón Finn Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri Útför í kirkju Hvernig á að standa að undir- búningi útfarar? utforikirkju.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNÍNA INGIMARSDÓTTIR, Flúðabakka 2, Blönduósi, sem andaðist mánudaginn 24. maí, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn 5. júní og hefst athöfnin klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni á facebooksíðu Blönduóskirkju. Karlotta Sigr. Sigurðardóttir Sverrir Valgarðsson Ingimar Sigurðsson Svetlana Björg Kostic Jóhann Sigurðsson Edda Rún Sigurðardóttir Auðunn Steinn Sigurðsson Magdalena Berglind Björnsd. Steingerður Ingimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, EINAR HANNESSON, fulltrúi, lést miðvikudaginn 26. maí á Hrafnistu Sléttuvegi. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 8. júní klukkan 13. Birgitta Puff Hannes Einarsson Linda Saennak Buanak Pétur Einarsson Kristín Sigurþórsdóttir Margrét Rósa Einarsdóttir Sigurður Ólason og aðrir ástvinir Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HILMA HÓLMFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Sjávarborg, Húsavík, lést á dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík, 22. maí. Útför fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 5. júní klukkan 14. Útförinni verður streymt af facebooksíðu kirkjunnar. Guðrún Þórsdóttir Ívar Geirsson Stefán Þórsson Helga Sigurgeirsdóttir Hafliði Þórsson Hulda Emilsdóttir Sigurður Þórsson Jóhanna Kristín Maríusdóttir barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn Elsku maðurinn minn, bróðir, mágur og frændi, FINNUR BÁRÐARSON iðjuþjálfi, lést á líknardeild Landspítalans 23. maí. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 10. júní klukkan 15. Iréne Jensen Leifur Bárðarson Vilborg Ingólfsdóttir Margrét María Leifsdóttir Guðmundur Pálsson Inga María Leifsdóttir Kristbjörn Helgason og börn þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.