Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 26

Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 26
VIÐTAL Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Fyrsta framleiðslan var tilbúin 12. maí. Þá fór ég með fyrstu sending- arnar í Vínbúðir ÁTVR. Fólk reif þetta út svo verslanirnar höfðu varla undan að panta meira. Ég fór nokkr- ar ferðir og í síðustu ferð þurfti ég að hafa sendiferðabíl,“ segir Pétur Pét- ursson, mjólkurfræðingur og frum- kvöðull, sem hefur hafið framleiðslu á rjómalíkjörnum Jöklu úr íslenskri mjólk. Hann er ánægður með fyrstu viðtökur vörunnar sem hann hefur lengi verið að þróa. Þetta er í fyrsta skipti sem áfeng- ur drykkur er unninn úr íslenskri mjólk. Raunar er stærsti hluti hrá- efnisins úr mjólk því vínandinn er gerður úr ostamysu, vonandi ís- lenskri mysu innan tíðar. Verið er að koma þannig framleiðslu upp í nýrri verksmiðju sem Kaupfélag Skagfirð- inga og Mjólkursamlag KS eru að koma upp á Sauðárkróki. Þar til hún verður tilbúin er notaður innfluttur vínandi. Hugmynd fæddist á Ítalíu „Ég hef gengið með þetta í mag- anum í langan tíma. Fékk hugmynd- ina þegar ég var í skíðaferð á Ítalíu um áramótin 2007 og 2008 og við borðuðum á veitingastað hjá kúa- bónda. Hann kom með hrímaða könnu úr frystinum og sagði að allir sem borðuðu hjá sér fengju að smakka heimagerðan mjólkurlíkjör. Ég spjallaði mikið við bóndann. Hann var með kýr í fjósi og ræktaði sítrónur og notaði þessi hráefni í líkjörinn. Þetta var heimilislegt og ég fór strax að hugsa að þetta væri eitt- hvað fyrir okkur heima,“ segir Pétur. Pétur fór að skoða málið, byrjaði að hræra eitthvað saman í pottum í eldhúsi sínu í Mosfellsbæ til að finna réttu bragðefnin og blönduna. Þar kom menntun hans og starfsreynsla að góðum notum. Á árinu 2012, eftir ófá matarboð þar sem gestirnir sögðu álit sitt á drykknum, taldi hann sig vera kominn á bragðið og fór að huga að framleiðslu. Hann varð að ljúka rannsóknunum erlendis og fullhanna vöruna þar. Framleitt á Sauðárkróki Mjólkursamsalan var ekki með réttu tækin til að framleiða þessa vöru en Pétur segir að mjólkur- samlagið á Sauðárkróki hafi ákveðið að koma til móts við hann með því að breyta tækjum og taka framleiðsluna að sér. Þar er Jökla rjómalíkjörinn framleiddur. Segist Pétur bíða spenntur eftir því að framleiðsla hefj- ist þar á alkóhóli úr ostamysu. Þá verði nánast allt hráefnið íslenskt. Rjómalíkjörinn er með 15% alkó- hólinnihaldi. Hann er talinn sér- stakur, ólíkur öllum öðrum líkjörum og hefur að sögn Péturs mælst vel fyrir. Notaður er nýr rjómi við fram- leiðsluna. Pétur leitar ekki langt yfir skammt með bragðefnin, notar lakkrís og súkkulaði sem fellur vel að bragðlaukum flestra Íslendinga. Vinna saman að verkefninu Pétur og Sigríður Sigurðardóttir, kona hans, standa að fyrirtækinu Jöklavin sem framleiðir drykkinn. „Við hjónin vinnum þetta saman. Það er skemmtilegt og auðvelt að vera frumkvöðull. Hitt er miklu meira mál að halda utan um pappírana og kostnað. Sigríður er viðskiptafræð- ingur og sér um þá þætti á kvöldin, eftir vinnu,“ segir Pétur. Viðtökurnar hafa veitt honum orku til að færa út kvíarnar. Rjómalíkjör- inn er á boðstólum í sex Vínbúðum ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi og á örfáum veitinga- stöðum og vonast Pétur til að hann muni fara víðar. Sniðugt sé fyrir veit- ingastaði að bjóða upp á íslenskan líkjör. Þá telur hann að Jökla sé það sér- stök vara að hún gæti átt möguleika á erlendum markaði. Það sé mikið verkefni og bíði síðari tíma að huga að möguleikum á þeim vettvangi. „Við erum í því núna að koma þessu skammlaust á markað hér heima,“ segir Pétur. Líkjör úr íslenskri mjólk á markað - Notaður er íslenskur rjómi í líkjörinn Jöklu og vínandinn verður brátt einnig framleiddur úr íslenskum mjólkurafurðum - Frumkvöðullinn hefur gengið með hugmyndina í maganum í 13 ár Morgunblaðið/Golli Með afurðina Sigríður Sigurðardóttir og Pétur Pétursson eru ánægð með rjómalíkjörinn sinn Jöklu. Tilraunir Pétur Pétursson þurfti að gera óteljandi tilraunir í eldhúsinu heima í Mosfellsbæ, áður en hann datt niður á réttu uppskriftina. 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is LÉTTU ÞÉR LÍFIÐ Fagfólk STOÐAR veitir nánari upplýsingar og ráðgjöf. Sturtustólar og kollar í miklu úrvali með og án snúningsdisks. Einfaldir í notkun, með hæðarstillanlegum og stöðugum fótum. Verð frá: 9.350,- Opnuð var í Tryggvaskála á Selfossi í gær sögusýning á ýmsu því sem teng- ist þessari elstu byggingu bæjarins. Elsti hluti hússins var reistur árið 1891, sem vinnubúðir verkamanna sem þá dvöldust á Ölfusárbökkum og reistu fyrstu brúna yfir ána. Tryggva- skáli var húsið nefnt eftir Tryggva Gunnarssyni bankastjóra, sem hafði tekið brúarsmíðina að sér. Laust eftir aldamótin 1900 var opnuð veitinga- sala í húsinu, þar var gististaður og svo framvegis. Sú starfsemi varði í áratugi. Selfossbær eignaðist Tryggvaskála árið 1974 og þar var ýmis starfsemi. Þrefað var um framtíðarhlutverk hússins, sem var þegar fram liðu stundir komið í bágborið ásigkomu- lag. Sveitarfélagið taldi sér ekki fært að ráðast í endurgerð, og því varð úr að stofnað var Skálafélagið og seinna Sjálfseignarstofnunin Tryggvaskáli. Formleg stofnun hennar var vorið 1998 og þá hófst endurgerð hússins, sem bræðurnir Gísli og Guðmundur Kristjánssynir á Eyrarbakka stýrðu. Verkefnið var tekið í áföngum en reynt var að taka hluta hússins í notk- un eftir því sem verkinu vatt fram. Árið 2013 var svo gerður samningur við Sveitarfélagið Árborg um leigu- og framleigurétt þess. Nú er veitinga- staður í húsinu, auk þess sem salar- kynnin eru leigð út til mannamóta og fundahalda. Sögusýning er á neðri hæð Tryggvaskála, verður uppi um óákveðinn tíma. Hönnuður hennar er Björn G. Björnsson hjá Leikmynd ehf. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tryggvaskáli Stendur við Ölfusárbrú og elsti hlutinn er frá árinu 1891. Sagan í Skálanum - Sýning í elsta húsi Selfossbæjar Á upphafsárunum var Pétur að gera tilraunir með vanillukorn og rjóma. Þegar hann hristi til- raunaglasið sá hann fyrir sér hvítfyssandi jökulá með sand- kornum. „Þá hugsaði ég að þetta væri eins og stórbrotin jökulá á Íslandi og nafnið kom sjálfkrafa upp í kollinn á mér; Jökla,“ segir Pétur. Tilvísunin til jökulárinnar hélst þótt skipt væri um bragðefni. Líkt hvítfyss- andi jökulá NAFNIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.