Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 30
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Er í lagi að bílastæði við ný fjölbýlis-
hús séu færri en fjöldi íbúða í hús-
inu?
Eiga nútímafjölskyldur einn bíl,
tvo bíla eða engan? Um þetta var
deilt í borgarkerfinu þegar greidd
voru atkvæði um deiliskipulags-
breytingu fyrir lóðina Hraunbæ 133.
Svo fór að lokum að breytingin var
samþykkt og því verða 0,9 stæði pr.
íbúð í húsum sem þar verða reist.
Eins og fram kom í frétt í Morg-
unblaðinu 27. maí var á fundi bygg-
ingfulltrúa Reykjavíkur nýlega tekin
fyrir umsókn Bjargs íbúðafélags um
leyfi til þess að byggja 4-5 hæða fjöl-
býlishús með 39 íbúðum á lóðinni
Hraunbær 133. Borgin úthlutaði
Bjargi lóðinni í fyrra. Stærð hins
nýja fjölbýlishúss verður 3.240 fer-
metrar. Bjarg hyggst reisa tvö önn-
ur hús á lóðinni og því verða á henni
alls 64 íbúðir og heildarbygg-
ingamagn verður 8.436 fermetrar.
Ósk um nýtt deiliskipulag fyrir
lóðina hefur verið til afgreiðslu í
borgarkerfinu undanfarna mánuði.
Það hefur verið afgreitt í ágreiningi
og kom til fullnaðarafgreiðslu í borg-
arstjórn. Þar var deiliskipulagið
samþykkt með 13 atkvæðum borg-
arfulltrúa Samfylkingarinnar, Við-
reisnar, Pírata, Sósíalistaflokks Ís-
lands og Vinstri grænna gegn 9
atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins og Miðflokksins. Borg-
arfulltrúi Flokks fólksins sat hjá.
Í hinu nýsamþykkta deiliskipulagi
var íbúðum fjölgað um sex, úr 58
íbúðum í 64 íbúðir og „bílastæða-
krafa er lækkuð lítillega úr einu
stæði í 0,9 stæði pr. íbúð,“ eins og
segir orðrétt.
Fram kemur í erindi umhverfis-
og skipulagssviðs Reykjavíkur að
deiliskipulagsbreytingin taki aðeins
til reits A (Hraunbær 133), innan
deiliskipulags fyrir Bæjarháls –
Hraunbær. Bjarg íbúðafélag hefur
nú þegar byggt íbúðarhús á reit C
(Hraunbær 153). „Skilmálar þess
reits voru aðlagaðir að óskum Bjargs
á sínum tíma til að mögulegt væri að
byggja húsin innan þess kostn-
aðarramma sem reglugerð HMS
(Húsnæðis- og mannvirkjastofn-
unar) setur félaginu. Nú óskar Bjarg
eftir sambærilegum skilmálabreyt-
ingum á reit A,“ segir í erindinu.
Þegar hið nýja skipulag var aug-
lýst bárust þrjár athugasemdir, m.a.
frá fulltrúum íbúa í nágrenninu, þ.e.
bílastæðasjóðs Hraunbæjar 118-140
og húsfélagsins að Hraunbæ 144. Í
greinargerð verkefnisstjóra skipu-
lagsfulltrúa Reykjavíkur kemur
fram að allar þrjár athugasemdirnar
séu vegna bílastæða.
Vildu eitt bílastæði áfram
„Telja þau að ekki sé forsvar-
anlegt að minnka bílastæðakröfu
niður í 0,9 bílastæði á íbúð og telja
frekar að það þurfi að lágmarki að
vera eitt bílastæði á íbúð,“ segir þar.
Verkefnastjórinn segir að inn-
komnar fyrirspurnarteikningar lóð-
arhafa Hraunbæjar 133 sýni bókhald
komandi íbúðagerða. Út frá fjölda
herbergja sé hægt að reikna viðmið
um fjölda bílastæða á lóðinni.
Tveggja herbergja íbúðir hafi kröf-
una 0,75 bílastæði á íbúð sem viðmið
á meðan stærri íbúðir hafi eitt bíla-
stæði á íbúð. Samtals verði bíla-
stæðaviðmið lóðarinnar 0,75 x 19 + 1
x 45 = 59,25 bílastæði, eða samtals
60 bílastæði.
„Staðsetning lóðarinnar í næsta
nágrenni við góðar almennings-
samgöngur í hjarta Hraunbæjar gef-
ur tilefni til að lækka bílastæðakröfu
frá viðmiði reglna um fjölda bíla- og
hjólastæða,“ segir verkefnastjórinn
m.a. og leggur til að deiliskipulags-
tillagan verði samþykkt óbreytt. Á
þetta féllst meirihluti borgarfulltrúa.
Duga 0,9 bílastæði fyrir hverja
íbúð í nýjum fjölbýlishúsum?
- Nýtt deiliskipulag fyrir lóð í Hraunbænum var samþykkt - Nágrannarnir gerðu athugasemdir
Morgunblaðið/sisi
Hraunbær Á lóðunum 153-163 hefur Bjarg reist íbúðahús með 99 íbúðum Þar voru gerðar sömu kröfur um bíla-
stæðafjölda. Myndin er tekin snemma morguns og sýnir ljóslega að bílafjöldinn er meiri en bílastæðin rúma.
Morgunblaðið/Baldur
Hraunbær 133 Lóðin er milli Hraunbæjar og Bæjarháls, skammt frá húsunum sem Bjarg lauk við að byggja í fyrra.
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
Nýtt lyfjaform gegn malaríu fyrir
börn, sem ekki þarf að gefa á
sjúkrahúsum, bar sigur úr býtum í
árlegri samkeppni um Vísinda- og
nýsköpunarverðlaun Háskóla Ís-
lands sem veitt voru í gær. Þrjú
önnur verkefni sem snúast um
breytilega stífni gervifóta, sjónræna
framsetningu á hopun jökla og hug-
búnað til að geta notað íslensku bet-
ur í stafrænum heimi fengu einnig
verðlaun.
Alls bárust 50 tillögur og hafa
aldrei verið fleiri. Veitt voru verð-
laun fyrir bestu hugmyndirnar í
fjórum flokkum: Heilsa og heil-
brigði, Tækni og framfarir, Sam-
félag og Hvatningarverðlaun. Sig-
urvegari keppninnar var valinn úr
hópi verðlaunahafa úr ofangreind-
um flokkum.
Sigurvegari í fyrstnefnda flokkn-
um og samkeppninni í heild var
verkefnið Meðferð við heilahimnu-
bólgu af völdum malaríu sem hlaut
samtals 3 milljónir króna í verð-
launafé.
Dómnefnd telur verkefnið hafa
göfugt markmið sem falli vel að
Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóð-
anna. Þá hafi það möguleika á að
skapa mikil og jákvæð áhrif fyrir
viðkvæman hóp, sé nýnæmi og falli
vel að stefnu og starfi HÍ.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Verðlaun F.v.: Kristinn Andersen, prófessor og formaður dómnefndar,
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda, þá lyfjafræðifólkið
Bergþóra S. Snorradóttir, Ellen K. G. Mhango, Sveinbjörn Gizurarson,
Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson, og Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ.
Göfugt markmið
- Nýsköpun og verðlaun veitt í HÍ
Bolholti 4 • 105 Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Úrval aukahluta:
Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur,
Minniskort, USB lyklar og fleira
VIÐ GERUM VIÐ
allar tegundir síma,
spjaldtölva, tölva og dróna
Körfur
frá 25.000 kr.
Startpakkar
frá 5.500 kr.
og margt
fleira
Bolholt 4, Reykjavík | www.frisbigolfbudin.is
Allt fyrir frisbígolf
Töskur
frá 3.990 kr.
Diskar
frá 2.500 kr.
Fjarlægðarmælir
24.990 kr.