Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
Jón Pétur Zim-
sen hefur verið
ráðinn skóla-
stjóri Melaskóla.
Jón Pétur lauk
B.Ed-prófi frá
Kennaraháskóla
Íslands árið 1999
og M.Ed-námi í
stjórnun mennta-
stofnana við Há-
skóla Íslands.
Hann kenndi við Réttarholts-
skóla frá árinu 1998 auk þess að
vera aðstoðarskólastjóri og skóla-
stjóri. Jón Pétur var aðstoðar-
maður menntamálaráðherra í eitt
ár, m.a. til að sinna endurskoðun
aðalnámskrár og vinna við nýja
menntastefnu. Eftir ár í ráðuneyt-
inu sneri hann aftur í Réttarholts-
skóla.
Jón Pétur mun stjórna ásamt
tveimur aðstoðaskólastjórum, þeim
Helgu Jónu Pálmadóttur, sem hef-
ur starfað í Melaskóla um árabil, og
Hörpu Reynisdóttur, sem verður
staðgengill skólastjóra. Harpa vann
með Jóni Pétri í Réttarholtsskóla
en hefur undanfarinn áratug starf-
að við kennslu og skólastjórnun í
Svíþjóð, í Helsingborg og í Knivsta.
Í Melaskóla eru um 580 nem-
endur og 85 starfsmenn. Jón Pétur
er mættur til starfa í Melaskóla auk
þess að klára skólaárið í Réttar-
holtsskóla, að því er fram kemur á
vef Reykjavíkurborgar. sisi@mbl.is
Ráðinn
skólastjóri
Melaskóla
Jón Pétur
Zimsen
Teymi sem fóru í gegn hjá sprota-
verkefninu Icelandic Startups á
þessu og seinasta ári eru áberandi
í vorúthlutun Tækniþróunarsjóðs.
Tæpur þriðjungur verkefna sem
fengu úthlutun í flokknum Sproti
fóru í gegnum fjóra svonefnda
hraðla, auk þess sem eitt verkefni
tók þátt í frumkvöðlakeppninni
Gullegginu.
Alls fengu 15 verkefni úthlutun í
flokknum Fræ, þar af Krakka-
kropp og Surova. Nítján verkefni
fengu úthlutun í flokknum Sproti
og þar af eru Marea og Horseday,
Hemp pack, SoGreen, SVAI og
Showdeck.
Hraðallinn Vöxtur veitir lengra
komnum verkefnum styrki og þar
fá styrki Nordverse og Genki, sem
fóru í gegnum Startup Reykjavík á
sínum tíma, og Icewind, sem tekur
þátt í hraðlinum Hringiðu á þessu
ári.
Í fréttatilkynningu er vitnað í
Kristínu Soffíu Jónsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Icelandic Startups,
sem segir árangur verkefnanna
flottan. Nú séu þau búin að tryggja
sér nauðsynlega fjármögnun.
Sprotar styrktir
Lokakynning Fulltrúar nýsköpunarverkefnanna hjá Icelandic Startups, þegar úthlutun var kynnt.
- Úthlutað úr Tækniþróunarsjóði
Borgarstjórn hefur samþykkt til-
lögu borgarstjóra um að lækka
gjaldskrá fyrir hundahald. Mark-
miðið með þessum breytingum er að
hækka hlutfall skráðra hunda í
Reykjavík en um tímabundið til-
raunaverkefni er að ræða til þriggja
ára, segir í tilkynningu frá borginni.
Núverandi gjaldskrá fyrir ný-
skráningu hunds er í dag 20.800
krónur en verður eftir gjaldskrár-
lækkun 2.000 krónur. Með eftirlits-
gjaldi, sem er 9.900 krónur, mun
gjaldið fyrsta árið verða kr. 11.900
sem er lækkun upp á 42,8 prósent.
Lækka gjöld
fyrir hunda
Í Morgunblaðinu síðastliðinn mánu-
dag, 31. maí, var ranglega sagt í um-
fjöllun um athöfn við leiði Páls Ólafs-
sonar skálds, að Ágúst H. Bjarnason
hefði rakið ævi Páls í stuttu máli.
Hið rétta er að það gerði Jón Bene-
dikt Guðlaugsson en Ágúst, skipu-
leggjandi athafnarinnar, rakti ferlið
við leitina að leiði Páls, sem hafði
verið týnt í Hólavallagarði áratugum
saman.
Þetta leiðréttist hér með og er beðist
velvirðingar á rangherminu.
LEIÐRÉTT
Jón rakti ævi Páls