Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 59
MINNINGAR 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
✝
Ásgeir fæddist
10. ágúst 1941 í
Reykjavík. Hann
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
23. maí 2021.
Foreldrar hans
voru Jóhanna Jóns-
dóttir, f. 29.7. 1910,
d. 20.5. 1993, og
Gunnlaugur Pétur
Holm, f. 5.7. 1901,
d. 3.1. 1984. Hann
átti tvö eldri hálfsystkini, Hreið-
ar Holm og Guðbjörgu Gunn-
laugsdóttur Holm samfeðra, og
eldri systur Herdísi Holm og
yngri bróður Reyni Holm.
Hann ólst upp á Bragagötu í
Reykjavík og gekk í Miðbæjar-
Gunnarsdóttir og eiga þau eina
dóttur. 2) Rós Ásgeirsdóttur,
maki hennar er Gísli Friðrik
Magnús Grétarsson og eiga þau
einn dreng. 3 og 4) Tvíburana
Dagnýju Björk Ásgeirsdóttur og
Elísu Rut Ásgeirsdóttur.
Fyrir átti Fríða Pálína einn
son, Vilhjálm Svein Björnsson,
fæddan 3. nóvember 1968, maki
hans er Jóna Bryndís Gísladóttir
og eiga þau fjögur börn: 1) Guð-
rún Lilja Vilhjálmsdóttir, maki
Róbert Már Blöndal, eiga þau
þrjá drengi. 2) Gísli Lárus Vil-
hjálmsson, maki Rebekka Þórný
Gottskálksdóttir, eiga þau einn
dreng. 3) Fannar Páll Vilhjálms-
son, maki Alda Björk Arnar-
dóttir. 4) Bergdís Ósk Vilhjálms-
dóttir.
Útför Ásgeirs fer fram frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag,
3. júní 2021, klukkan 13.
barnaskólann.
Ásgeir starfaði
alla tíð við versl-
unarstörf og einnig
sem tónlistarmaður
og minnast hans
margir úr þeim
störfum.
Ásgeir gekk að
eiga Fríðu Pálínu
Vilhjálmsdóttur, f.
14.7. 1947, d. 5.5.
2013, þann 9. júlí
1971. Ásgeir átti með Fríðu Pál-
ínu einn son, Ásgeir Helga Ás-
geirsson, fæddan 25.5. 1971,
maki Ásgeirs er Eygló Brá
Schram. Ásgeir á fjögur börn,
þau: 1) Ara Frey Ásgeirsson,
maki hans er Guðný Björk
Þá er ferðalagi okkar pabba
saman lokið, síðustu tvö árin
okkar saman voru svolítið erfið
og pabbi sjálfsagt hvíldinni feg-
inn. Ég vil nota þetta tækifæri
og þakka pabba mínum fyrir allt
það sem hann gaf mér, við erum
sem betur fer ekki öll steypt í
sama mótið og má segja það að
hann faðir minn hafi ekki bundið
bagga sína sömu hnútum og
flestir.
Við erum það sem við erum og
því ber bara að fagna. Takk
pabbi minn. Þangað til við
sjáumst næst.
Elska þig endalaust.
Þinn sonur
Ásgeir.
Þegar ég var að alast upp í
Kópavogi kynntist ég Ásgeiri
Hólm, strák sem var nokkru
eldri en ég sem átti heima við
Álfhólsveg. Með okkur tókst
traustur vinskapur og ekki síður
með mér og foreldrum hans,
þeim Jóhönnu og Gunnlaugi
Hólm. Það sem sameinaði okkur
Ásgeir í fyrstu var flugmódel-
smíði. Þar stóð hann mér miklu
framar. Ásgeir keypti erlend
módelblöð og tók upp úr þeim og
stækkaði teikningar af þekktum
flugvélum sem hann lagði síðan
mikla vinnu í að smíða og mála.
Ásgeir naut þess að hafa stórt
kvistherbergi sem einskonar
vinnustofu þar sem við dvöldum
löngum stundum við módelsmíði.
Ásgeir hafði ungur mikinn áhuga
á tónlist. Elvis Presley, Bill Ha-
ley, Chuck Berry og Little Rich-
ard voru hans menn. Kanaút-
varpið var í gangi öllum
stundum og þannig urðum við
allvel að okkur um nýjustu
strauma í dægurtónlistinni. Jail-
house Rock með Presley og
Rock Around the Clock með Bill
Haley and his Comets voru kvik-
myndir að okkar skapi. Ég held
að það hafi verið eftir að við
komum af sýningu á Rock Aro-
und the Clock að Ásgeir sagði
við mig að nú ætlaði hann að
kaupa sér saxófón og hefja hljóð-
færanám. Þetta gekk eftir og hóf
hann fljótlega nám hjá Gunnari
Ormslev, sem gekk með afbrigð-
um vel og náði hann fljótt góðum
tökum á hljóðfærinu. Í kjölfarið
breyttist smekkur okkar á tón-
list. Djass varð málið, John
Coltrane, Gene Crupa, Charlie
Parker og þeim líkir urðu okkar
menn. Við fórum að venja komur
okkar á „jam sessions“ í Tjarn-
arkaffi og víðar síðdegis á
sunnudögum. Vinur minn vildi
nú stofna hljómsveit og lagði
hart að mér að fá mér hljóðfæri
og slást í hópinn. Ég reyndi svo
sannarlega en tónlistargyðjan og
ég áttum ekki samleið því miður.
Ásgeir gekk síðan í hljómsveit
og fyrr en varði var hann farinn
að leika með henni á Keflavík-
urflugvelli og víðar við góðan
orðstír. Mér er minnisstætt þeg-
ar hann bauð mér með hljóm-
sveitinni suður á völl. Ég sat úti í
sal meðal hundraða hermanna
og borðaði hamborgara og
franskar í fyrsta sinn á ævinni.
Hljómsveitinni var mjög vel
fagnað af hinum erlendu áheyr-
endum og þegar Ásgeir tók sóló
á saxinn við glymjandi lófatak
vissi ég að vinur minn var á
grænni grein. Upp úr þessu varð
samgangur okkar minni. Ég
kom þó alltaf reglulega við í Mál-
aranum í Bankastræti, þar sem
Ásgeir starfaði, til að ræða mál-
in. Vík varð milli vina. Samskipt-
in urðu strjálli og lögðust síðan
smátt og smátt af. Aftur á móti
naut ég þess að heimsækja for-
eldra hans, Gunnlaug og Jó-
hönnu, nokkuð reglulega. Gunn-
laugur hafði verið í siglingum á
yngri árum fylgdist vel með
heimsmálunum og hlustaði dag-
lega á BBC World Service í út-
varpinu. Ég hafði mikla ánægju
af að ræða við hann um allt milli
himins og jarðar meðan hans
naut við. Um árabil var það síð-
an venja hjá mér ásamt börnum
mínum að heimsækja Jóhönnu í
aðdraganda jóla og eiga með
henni góða stund og njóta veit-
inga sem þar biðu okkar.
Blessuð sé minning Ásgeirs
Hólm og foreldra hans, Jóhönnu
og Gunnlaugs. Takk fyrir sam-
fylgdina og góðar minningar.
Færi ég öllum aðstandendum
hugheilar samúðarkveðjur.
Erling Ásgeirsson.
Smákveðja frá okkur sem vor-
um svo heppin að vera í hljóm-
sveitum með Ásgeiri Holm og
fjölskyldum okkar. Við minn-
umst Ásgeirs, sem stundum var
kallaður Geiri sax, sem glaðsinna
manns sem gjarnan var með blik
í auga og spaugsyrði á vör. Áður
en við fórum að starfa með Geira
hafði hann verið í ýmsum hljóm-
sveitum, oftar en ekki spilandi
fleiri kvöld í viku í hinum ýmsu
klúbbum á Keflavíkurflugvelli.
Áður en hljómsveitarnafnið Ex-
periment kom til sögunnar var
Ásgeir í Hljómsveit Önnu Vil-
hjálms en Anna var mágkona
hans. Þegar Anna hvarf af landi
brott var ákveðið að gera tilraun
með að halda áfram hljómsveit-
arstarfinu án söngkonunnar og
af því að hljómsveitin spilaði að-
allega á Miðnesheiðinni hjá
enskumælandi fólki varð tilraun-
in að Experiment. Í þeirri sveit
komu margir við sögu; Gunnar
Bernburg, bræðurnir Gunnar og
Guðmundur Ingólfssynir, Ólafur
Torfason, Páll Valgeirsson, Ingvi
Þór Kormáksson og fleiri og síð-
ar meir Oddur Garðarsson,
bræðurnir Sigurður og Sveinn
Björgvinssynir, Pjetur Pjeturs-
son, Pétur Hallgrímsson,
Mummi Hermanns og fleiri. Eft-
ir Experiment varð til hljóm-
sveitin Goðgá með fyrrnefndum
Ingva og Pjetri, Braga Björns-
syni og söngkonunni Mjöll
Hólm. Síðar bættust þar við
Hilmar Sverrisson, Stefán Gísla-
son, Már Elíson, Ólafur Kol-
beins, Helgi Sigurjónsson og
Guðjón Guðmundsson. Síðasta
hljómsveitin sem Geiri spilaði
með var Stuðbandalagið en með
þeirri sveit lék Geiri til ársins
2008 og hafði þá spilað á dans-
leikjum í yfir fimmtíu ár.
Ásgeir hlustaði mikið á músík
og átti stórt plötusafn. Þar fór
mest fyrir svala djassinum og
fönki; Cannonball Adderley, The
Crusaders, Tower of Power og
fleiru af slíku tagi, en einnig var
rokk í hávegum haft enda var
Geiri fyrst og fremst rokk-saxó-
fónleikari. Hann las mikið um
músík og kunni ótal sögur af lif-
andi og liðnum hljómlistarmönn-
um.
Ásgeir starfaði lengst af sem
verslunarmaður í versluninni
Málaranum í Bankastræti og við
Grensásveg og undir það síðasta
í Húsasmiðjunni. Margir sem
þar voru í viðskiptum þekkja
hann að góðu. Geiri var vina-
margur. Það var líka alltaf hægt
að stóla á Geira. Alltaf var hann
tilbúinn til hjálpar, að aðstoða ef
aðstoðar var þörf, til dæmis að
lappa upp á græjur enda hand-
laginn mjög. Hljómsveitalífið
snerist ekki bara um að spila
fram eftir nóttu á öldurhúsum
eða hinum og þessum árshátíð-
um og þorrablótum. Við fórum
stundum í sunnudagskaffi til
Fríðu og Geira og var ætíð tekið
fagnandi. Þau hjón voru einstak-
lega gestrisin og vildu hvers
manns vanda leysa. Fyrst og
fremst voru þau bara alltaf svo
kát og skemmtileg.
Það er sjónarsviptir að Geira
og minningarnar hlaðast upp. Of
langt mál yrði að telja upp allar
sögurnar. Einn var sá frasi sem
hann lét oft flakka og þurfti þá
jafnan að rifja upp söguna sem
honum tengdist: „Ekki meiri
tangó!“ Það verða ekki fleiri
tangóar eða fönkdansar spilaðir
með Geira úr þessu. Hafðu þökk
fyrir samveruna, félagi.
Bragi, Guðmundur,
Guðjón, Ingvi, Mjöll,
Pjetur, Sigurður,
Sveinn (og allir hinir).
Ásgeir Holm
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir
og systir,
SÓLEY ÓMARSDÓTTIR
barnalæknir,
verður jarðsungin frá Silverdalskapellet í
Stokkhólmi miðvikudaginn 9. júní klukkan
10.30 að íslenskum tíma.
Athöfninni verður streymt á tinyurl.com/soley2021
Guðjón G. Kárason
Ómar Kári Guðjónsson Sara Tanner
Íris María Guðjónsdóttir Sara Kristín Guðjónsdóttir
Ragnheiður Blöndal Ómar Kjartansson
Róbert Ómarsson Anna Thorsell
Saga Ómarsdóttir Matthías H. Johannessen
Sturla Ómarsson Anna Hulda Sigurðardóttir
Kjartan Már Ómarsson Inga Maren Rúnarsdóttir
Elskuleg móðir mín,
RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Deildartungu,
Birkigrund 63, Kópavogi,
sem lést 11. desember sl., verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn
10. júní klukkan 15.
Öll velkomin, streymi verður auglýst síðar.
Björn Friðgeir Björnsson
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HILMA HÓLMFRÍÐUR
SIGURÐARDÓTTIR,
Sjávarborg, Húsavík,
lést á dvalarheimilinu Hvammi, Húsavík,
22. maí. Útför fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 5. júní
klukkan 14. Útförinni verður streymt af facebooksíðu kirkjunnar.
Guðrún Þórsdóttir Ívar Geirsson
Stefán Þórsson Helga Sigurgeirsdóttir
Hafliði Þórsson Hulda Emilsdóttir
Sigurður Þórsson Jóhanna Kristín Maríusdóttir
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, afi, langafi
og vinur,
ÓSKAR BERG SIGURJÓNSSON
bílamálari,
lést á bráðamóttöku Landspítalans í
Fossvogi 25. maí. Útförin fer fram í Odda á
Rangárvöllum laugardaginn 5. júní klukkan 13.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ag. Ólöf Óskarsd. Thorarensen
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ODDHILDUR BENEDIKTA
GUÐBJÖRNSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
laugardaginn 29. maí. Útför hennar fer fram
frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 9. júní
klukkan 13.
Dýrfinna H. Sigurðardóttir Oddur Theódór Guðnason
Guðrún Birna Sigurðardóttir Kristján Gunnar Pálsson
Ingibjörg Erla Sigurðardóttir
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÞORSTEINN SVANUR JÓNSSON
húsasmíðameistari,
andaðist á heimili sínu í Kópavogi að
morgni laugardagsins 29. maí.
Minning hans lifir.
Útförin fer fram í Digraneskirkju miðvikudaginn 9. júní
klukkan 11.
Torfi Þorsteinn og Sólveig Kolfinna Von
Jón Ágúst og Hildur Þorsteinn Svanur
Kolfinna B. og Stephen Páll Ásgeir
Kristín og Bjarni Bríet Inga
Áslaug R. Bjarni Þorgeir
Áslaug T. Kolfinna Bergþóra
Sigrún Hildur Melkorka Ýr
Björg og barnabarnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sonur,
bróðir og mágur,
JÓHANN ÓLAFUR LÁRUSSON,
lést á hjúkrunarheimilinu Nausti, Þórshöfn,
mánudaginn 31. maí.
Útförin fer fram frá Þórshafnarkirkju
laugardaginn 5. júní klukkan 11.
Lárus Konráð Jóhannsson Gíslína Björg Tyrfingsdóttir
Jóna Jóhannsdóttir
Aðalbjörg Jónasdóttir
Jónas Lárusson
Sigurður Lárusson Guðný Harpa Óladóttir
Kristinn Lárusson Sólveig Sveinbjörnsdóttir
og aðrir aðstandendur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SVANFRÍÐUR GUÐRÚN
INGVARSDÓTTIR
frá Bjalla í Landsveit,
til heimilis að Urðarstekk 12, lést á
Landspítalanum við Hringbraut 28. maí.
Hún verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ þriðjudaginn
8. júní klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni og slóðin verður
aðgengileg á www.mbl.is/andlat
Katrín Sæmundsdóttir Halldór Ólafsson
Þóra Fríða Sæmundsdóttir Baldur Pálsson
Signý Sæmundsdóttir
Soffía Sæmundsdóttir Sveinn Erlendsson
og fjölskyldur
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
KRISTJANA FRIÐBERTSDÓTTIR,
Systa,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 24. maí. Útförin fer fram frá
Þorlákskirkju í Þorlákshöfn laugardaginn
12. júní klukkan 13.
Hafsteinn Sigmundsson
Elías Hafsteinsson Sølvi Karin Iversen
Kristjana E. Hafsteinsdóttir Winfried Mende
Kári Hafsteinsson Hafdís Þorgilsdóttir
ömmubörn og langömmubörn