Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
arfsmannafatnaður
rir hótel og veitingahús
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is
Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Hótelstjórnandann
Hótelrúmföt
Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði
og öðru líni fyrir hótel
Ferðumst
innanlands
í sumar
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Útgerðir farþegaskipa hafa undan-
farið verið að afbóka komur skipa
sinna til Faxaflóahafna í sumar. Nú
er orðið ljóst að ekkert hinna stóru
skemmtiferðaskipa, sem taka 2.000
farþega eða fleiri, munu leggja leið
sína til Íslands í sumar.
Risaskipin hafa legið meira og
minna í höfn eftir að heimsfaraldur
kórónuveirunnar kom upp í fyrra.
Þau eru að hefja siglingar hvert af
öðru á vinsælustu leiðunum, t.d. í
Karabíska hafinu og Miðjarðarhaf-
inu. Væntanlega mun skipunum
fjölga þegar heimurinn hefur náð
betri tökum á faraldrinum.
Í byrjun janúar 2021 voru 198
skipakomur farþegaskipa bókaðar
til Faxaflóahafna í sumar með um
217 þúsund farþega. Bókunarstaðan
byggði á væntingum skipafélaganna.
Staðan breytist hratt
„Staðan er hins vegar önnur nú í
byrjun júní, áætlaðar eru 99 skipa-
komur með 71 þúsund farþega,“ seg-
ir í frétt á heimasíðu Faxaflóahafna.
Þar kemur enn fremur fram að
margt geti breyst fram að hausti.
Og strax daginn eftir birtingu
fréttarinnar varð breyting á stöð-
unni. Afbókun barst vegna farþega-
skipsins AIDAluna, sem átti að
koma til Reykjavíkur 22. júní og 1.
og 9. júlí, samkvæmt upplýsingum
Ernu Kristjánsdóttur markaðs-
stjóra Faxaflóahafna. Þetta er 69
þúsund brúttótonna skip, sem tekur
2.050 farþega og í áhöfn eru 650.
AIDAluna átti að verða fyrsta far-
þegaskip sumarsins en sá heiður
fellur í skaut Viking Sky, sem vænt-
anlegt er að Skarfabakka í Sunda-
höfn 24. júní. Skipið er 48 þúsund
brúttótonn, tekur 930 farþega og í
áhöfn eru 545.
Fimm útgerðir hafa tilkynnt að
þær ætli að sigla til Íslands og við
landið í sumar. Þetta eru Crystal
Cruises, Iceland ProCruises, Lind-
blad Expedition, Ponant og
Viking Cruises.
Samkvæmt upplýsingum Ernu
gera flest skipafélaganna út svoköll-
uð leiðangursskip sem sigla hring-
ferðir um Ísland og taka um 200 far-
þega. Þeir koma með flugi til
Keflavíkurflugvallar og fara um
borð í Reykjavík. Farið verður al-
gjörlega eftir fyrirmælum frá land-
lækni og almannavörnum og engar
undantekningar gerðar, segir Erna.
Gert er ráð fyrir að farþegarnir
verði allir búnir að fá bóluefni.
Árið 2021 lítur strax betur út en
árið 2020. Í fyrra voru aðeins sjö
komur farþegaskipa til Faxaflóa-
hafna með 1.346 farþega.
„Bókunarstaða fyrir árið 2022 er
mjög góð og lítur út fyrir að það ár
verði metár hvaða varðar skipakom-
ur og farþegafjölda ef allt gengur
eftir,“ segir á heimasíðu Faxaflóa-
hafna.
Vegna heimsfaraldursins varð al-
gert hrun í tekjum hafna um allt
land í fyrra. Leiðangursskipin munu
koma við á nokkrum stöðum í hring-
ferðunum um landið svo væntanlega
verða tekjurnar talsvert meiri í ár
en í fyrra. Skipafélögin, sem bjóða
upp á þessa þjónustu, leggja áherslu
á að gefa farþegunum kost á að
kynnast landinu, náttúrunni og ís-
lenskri menningu.
Faxaflóahafnir fóru ekki varhluta
af tekjusamdrætti í samfélaginu
vegna kórónuveirufaraldursins, eins
og fram kom í samtali við Magnús
Þór Ásmundsson hafnarstjóra í Við-
skiptamogganum fyrir skömmu.
Tekjur fyrirtækisins af skemmti-
ferðaskipum voru nærri 800 millj-
ónir króna árið 2019. Þegar farald-
urinn skall á hurfu tekjurnar nær
alveg, enda lögðust ferðalög af um
allan heim. En nú sjá Faxaflóahafnir
fram á bjartari tíma.
Risaskipin koma ekki í sumar
- Skipafélögin hafa undanfarið verið að afbóka komur skipa til Faxaflóahafna - Fimm útgerðir
hafa tilkynnt komu sína - Verða aðallega leiðangursskip - Fyrsta skipið er væntanlegt 24. júní
Morgunblaðið/RAX
Komið til hafnar Þetta var algeng sjón áður en faraldurinn skall á, risaskip að sigla inn í Sundahöfn. Vonir standa til að ástandið verði eðlilegt á næsta ári.
Viking Sky Stærsta skipið sem væntanlegt er til Reykjavíkur í sumar. Það
er bókað í Sundahöfn 24. júní. Það verður fyrsta skipakoman á þessu sumri.
Dagur samstöðu vegna heimsfarald-
urs Covid-19 verður næsta laugar-
dag, 5. júní. Trú- og lífsskoðunar-
félög sem standa að átakinu munu
sjá um viðburði samkvæmt sínum
siðum og venjum.
„Verum samhuga og minnumst
fórnarlamba faraldursins, stöndum
nær þeim sem þjást, réttum hjálp-
arhönd þar sem þörfin eru mest og
þökkum fyrir fórnfúst starf svo
margra, sem standa víða um heim í
víglínunni í baráttu gegn farsótt-
inni,“ sagði í tilkynningu.
Séra Jakob Rolland, kanslari kaþ-
ólsku kirkjunnar, sagði að þessi við-
burður sé sprottinn upp úr Samráðs-
vettvangi trú- og lífsskoðunarfélaga
á Íslandi. Á þeim vettvangi tali trú-
og lífsskoðunarfélögin saman og
miðli upplýsingum sín á milli. Spurð-
ur um dæmi nefndi hann að bæna-
stund verði um hádegið í Landakots-
kirkju og í messum dagsins. „Við í
kaþólsku kirkjunni munum biðja
Guð um að binda endi á faraldurinn,“
sagði Jakob. Hann sagði að önnur
trú- og lífsskoðunarfélög muni sýna
samstöðu hvert með sínum hætti.
Þeir sem standa að átakinu eru: Ása-
trúarfélagið, Bahá’í-samfélagið,
Búddistasamtökin SGI á Íslandi,
DíaMat – félag um díalektíska efn-
ishyggju, Fjölskyldusamtök heims-
friðar og sameiningar, Fríkirkjan í
Hafnarfirði, Fríkirkjan í Reykjavík,
Hjálpræðisherinn, Íslenska Krists-
kirkjan, Kaþólska kirkjan á Íslandi,
Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga
heilögu, Menningarsetur múslima á
Íslandi, Óháði söfnuðurinn, Rúss-
neska rétttrúnaðarkirkjan, Sam-
félag Gyðinga á Íslandi, Siðmennt,
Stofnun múslima á Íslandi, Söfnuður
sjöunda dags aðventista í Reykjavík
og þjóðkirkjan.
gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Faraldur Fórnarlamba verður
minnst og framlínufólki þakkað.
Dagur samstöðu
á laugardaginn
- Trú- og lífsskoðunarfélög ætla að
sýna samstöðu vegna faraldursins