Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 55
MINNINGAR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 ✝ Magnús Bjarnason fæddist að Skála- koti undir Vestur- Eyjafjöllum 4. jan- úar 1942. Hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar á Heilbrigð- isstofnun Suður- nesja 18. maí 2021. Foreldrar hans voru hjónin Bjarni Marínó Ólafsson frá Skálakoti, f. 26.2. 1914, d. 23.1. 1991, og Katrín Marta Magnúsdóttir frá Steinum, f. 22.10. 2018, d. 5.12. 2001. Eftir- lifandi eiginkona Magnúsar er Ásgerður Ásgeirsdóttir, f. 25.5. 1945. Börn þeirra eru: 1) Katrín Marta Magnúsdóttir, f. 26.4. 1966. Sambýlismaður hennar er Steinar Jónsson, f. 8.9. 1972. Börn Katrínar eru: a) Unnur Ósk Pálsdóttir, maki Birgir Hrafn Birgisson, b) Eydís Eva Kristjánsdóttir, f. 21.9. 1975. Börn Bjarna: a) Ingunn Eva Bjarnadóttir, b) Rakel Eva Bjarnadóttir. Því eru barna- börnin orðin ellefu og barna- barnabörnin eru orðin fjögur. Systkini Magnúsar: Stúlka Bjarnadóttir, f. 24.2. 1943, d. 18.4. 1943. Viðar Bjarnason, f. 3.4. 1944. Maki Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir. Rúna Bjarna- dóttir, f. 22.3. 1948. Maki Gísli Norðdahl. Ólafur Líndal Bjarna- son, f. 14.8. 1952, d. 18.4. 1998. Maki Birna Þorsteinsdóttir. Magnús lauk meistaranámi í rafvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann starfaði við iðn sína hjá Kaupfélagi Rangæinga frá 1970 til 1991 og þar af sem rekstrarstjóri þess síðustu 11 árin. Hann starfaði svo hjá Rarik á Hvolsvelli frá 1991 til 2012 er hann hætti störfum sök- um aldurs. Magnús verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, 3. júní 2021, klukkan 13. Jarðsett verður í Kópavogs- kirkjugarði. Pálsdóttir, maki Hilmar Sigur- jónsson, c ) Eyþór Elvar Pálsson, sam- býliskona Sofia Magdalena Gran- lund. d) Björk Sig- ríður Stein- arsdóttir (stjúpdóttir), faðir barna Katrínar er Páll E. Óskarsson, f. 13.10. 1957. 2) Lárus Ingi Magnússon, f. 6.10. 1968, maki Sigþrúður Sigurð- ardóttir, f. 14.6. 1972. Börn Lár- usar: a) Lilja Björg Gísladóttir, móðir Guðbjörg Rósa Björns- dóttir, f. 8.3. 1971, b) Aron Gauti Lárusson, móðir Halla Birna Guðmundsdóttir, f. 17.4. 1969, c) Sigurður Þór Ómarsson (stjúp- sonur). d) Magnús Orri Lár- usson, e) Kristjana Ása Lár- usdóttir 3) Bjarni Magnússon, f. 31.8. 1971, maki Hrafnhildur Ýr Kallið er komið, komin er nú stundin. Stundin sem ég hef ótt- ast hvað mest í lífinu, að þurfa að kveðja þig elsku pabbi minn. Kletturinn minn í gegnum lífið sem alltaf varst með svörin og lausnirnar. Pabbinn sem ég held að allir vildu eiga. Afinn sem barnabörnin elskuðu skilyrðis- laust út fyrir allt, langafinn sem litlu krílin dáðu. Húmoristinn, söngmaðurinn, fróðleikskistan, dugnaðarforkurinn, vinurinn sem þú varst, bara einfaldlega langbestur. Dugnaður og einurð var þitt einkennismerki ásamt tryggð þinni og trú, bæði hvað varðar fjölskyldu og vini. Þú varst alltaf tilbúinn til aðstoðar þeim sem hana þurftu á hvaða tíma sem var. Jafnvel á aðfanga- dag, þó svo að það hafi fallið í grýttan jarðveg á sumum stöð- um. En það að fjölskyldan hefði það gott var þér fyrir mestu. Þið mamma lögðuð oft mikið á ykk- ur til að hlutirnir gengju upp og tókst vel til enda afar samstiga. Þvílík lukka að þið funduð hvort annað. Þú hafðir oft orð á því síðustu vikurnar sem þú lifðir hvað þú værir nú heppinn með börnin þín og alls ekki síður barnabörn- in og barnabarnabörnin. Þetta væri svo flottur hópur af sam- stiga fólki, fullu af góðvild, hóp- ur sem þú værir stoltur af. Og það læra börnin sem fyrir þeim er haft stendur einhvers staðar og það á við í okkar tilviki. Við lærðum öll af þér. Hesta- mennskuna áttum við sameig- inlega, ég og þú. Hún kenndi mér margt um lífið, því að það þurfti að hafa fyrir henni eins og lífinu. Hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér. En þetta veitti mér ómælda ánægju. Minningarnar um þig í Myllu- bakkanum ylja hér eftir í hvert skipti sem ég kem þangað. Samastaður sem fjölskyldan sameinaðist um að koma upp og ég veit að þú verður þar alltaf. Ferðirnar allar sem mér auðnaðist að fara með þér eru ómetanlegar í minningabankan- um. Sumarhúsaferðir víða um land með tilheyrandi skoðunar- ferðum. Og þvílíkur viskubrunn- ur sem þú varst um land og þjóð, staðhætti og allt nærum- hverfi okkar fagra lands. Ferðin til Liverpool verður aldrei topp- uð, ómetanleg minning. Við ætl- uðum aftur. Ferðin ykkar í Fljótin fögru sem þú talaðir endalaust um, þú ætlaðir líka að koma þangað aftur og á sjóinn með „uppáhalds“. Og ferðin sem við ætluðum að fara í saman til Póllands til að upplifa Auschwitz og Birkenau, hún verður öðru- vísi en ætlað var. Við förum samt með mömmu og tökum fullt af myndum sem mamma tekur svo með sér í sumarlandið. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með þér í gegnum öll þín veikindi elsku pabbi minn. Þvílík hetja, þvílíkt æðruleysi. Það er klárt að þú hafðir eitt- hvað sem fæstir hafa í þeim mál- um. Sama hvað á dundi það skyldi afgreitt. Það var erfitt, en dýrmætt, að halda í hönd þína er þú dróst andann í síðasta sinn 18. maí sl. eftir stutta en harða baráttu við krabbann. Þú barðist eins og þér einum var lagið fram á síð- ustu stundu. Og ætlaðir ekki að gefa eftir. En nú ertu laus und- an kvölum og vanlíðan. Það er ljósið í myrkrinu fyrir mér. Hetjan okkar allra, fyrirmyndin okkar allra. Takk fyrir allt elsku pabbi minn, sakna þín og elska þig út fyrir allt. Þín dóttir, Katrín Marta Magnúsdóttir. „Hvað ungur nemur, gamall temur.“ Þau eru ófá handtökin og lífsreglurnar sem þú kenndir mér og eiga eftir að fylgja mér um ókomna tíð. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig, sama hvað gekk á. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um það einstaka samband sem við átt- um. Allar ferðirnar í sveitina til ömmu og afa í Skálakoti, ég að skottast með þér á rafmagns- verkstæðinu, ferðirnar sem sér- legur aðstoðarmaður þinn í við- gerðir á mjólkurtönkum í sveitunum í kring og svo fjöl- margt annað. Þú kenndir mér að hjálpsemi og kærleikur í garð annarra skilar sér til baka í góð- um vinum og virðingu náungans. Þú varst ekki endilega maður sem sýndir þínu fólki ástúð og kærleik í orðum en gerðir það svo sannarlega í verki og um- hyggju. Það þurfti aldrei að kalla meira en einu sinni eftir þinni hjálp. Þú lifðir eftir mot- tóinu að geyma ekkert til morg- uns sem væri hægt að gera í dag, frekar að gera hluti í dag sem betra væri að geyma til morguns. Það var okkur fjölskyldunni mikið fagnaðarefni þegar þið mamma ákváðuð að flytja til okkar í Njarðvíkina fyrir tæpum sex árum. Þú varst nánast dag- legur gestur í Lyngmóanum og það er strax tómarúm að heyra ekki þegar bankað er þrisvar og eftir fylgir „hallóóó“! Þú varst heilu dagana í bíl- skúrnum hjá mér. Þar gerðirðu upp síðasta bílinn, lagaðir ein- hverjar þvottavélar og þurrkara ásamt ótal smærri verkefnum fyrir þig sjálfan, okkur eða eitt- hvert barnabarnið. Hjálpsemi þín var einstök. En síðasta verk- efnið í skúrnum var „drauma- verkefnið“; grár Ferguson, ár- gerð 1954, sem þú varst að dunda þér í að gera upp á síð- ustu árum. Þetta var verkefni sem þig hafði dreymt um lengi og það leyndi sér ekkert hversu heillaður þú varst af þessari vél. Það var því erfitt að horfa upp á það að þú gætir ekki klárað þetta verkefni. Börnin mín finna fyrir mikl- um missi. Afi var ekki bara afi heldur vinur, gleðigjafi og sér- legur einkabílstjóri sem aldrei sagði nei. Ég er þakklátur fyrir að við drifum okkur í ferð á Austur- landið síðasta sumar. Þar varst þú á heimavelli og gast sagt endalausar sögur af hinum og þessum náttúruperlum, bæjum og öðru, svo ekki sé minnst á allt sem viðkom rafmagni. Síðustu daga þína naut ég þeirra forréttinda að geta dvalið hjá þér löngum stundum á spít- alanum. Þar varstu hrókur alls fagnaðar eins og annars staðar sem þú komst. Þú varst fljótur að vinna hug og hjarta starfs- fólksins með þínum skemmtilega húmor. Þessum tíma vörðum við feðgar vel en upp úr stendur að við spöruðum ekkert að segja hvor öðrum hversu mikið okkur þótti vænt hvorum um annan. Sá tími er mér afskaplega dýr- mætur núna og ég veit að hann var þér það einnig. Elsku pabbi. Takk fyrir allt sem þú gafst mér, alla vinátt- una, kærleikann, hjálpina og allt sem þú gerðir fyrir mig. Þín verður sárt saknað en minningin um yndislegan pabba lifir. Ég mun standa við loforðið um að passa mömmu fyrir þig því það var það eina sem þú hafðir áhyggjur af þegar þú féllir frá. Hvíldu í friði elsku pabbi minn, ég elska þig alltaf endalaust. Þinn sonur, Lárus Ingi. Elsku tengdafaðir minn er nú fallinn frá, eftir sitja minning- arnar og þær eru allar góðar og gleðilegar. Ég er full þakklætis að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa kynnst Magga og haft hann í mínu lífi. Margoft hef ég rætt hversu mikið það hefur glatt mig að þau ákváðu að flytja frá Hvolsvelli til Njarðvíkur fyrir sex árum. Í veikindum Magga bættist við gríðarlegt þakklæti bæði fyrir að hafa þau svo nærri og geta verið til staðar á erf- iðum tímum en ekki síður vegna umönnunarinnar sem hann fékk að njóta á HSS, sem var í alla staði til fyrirmyndar. Það sem einkenndi tengda- pabba minn einna mest var húmorinn hans. Hann hafði gaman af fólki, naut þess að spjalla bæði við kunnuga og ókunnuga og skemmta þeim með sögum, vísum eða hnyttn- um tilsvörum. Ekki hafði hann síður gaman af því að hlusta á þeirra sögur einkum og sér í lagi þegar í hlut átti fólk sem eins og hann, sem tók hvorki sig né lífið of alvarlega. Síðustu vik- urnar var ekki óalgengt að hlátrasköllin í gestum og starfs- fólki ómuðu um ganga sjúkra- hússins. Eftir eina hláturrokuna sagði ég að hann væri einn sá allra skemmtilegasti sem ég þekkti og hversu dásamlegt mér þætti að sjá sömu kímnina í mörgum af hans afkomendum. Í framhaldi af því rifjuðum við saman upp nokkur gullkorn barnabarnanna og hlógum dátt. Maggi var einstaklega hjálp- samur og úrræðagóður. Hjálp- semin var slík að maður mátti passa sig að ræða ekki að hon- um áheyrandi um eitthvað sem betur mætti fara eða mann van- hagaði um því þá var hann geng- inn í málið og ævinlega búinn að finna lausn innan skamms. Oft fann hann, með aðstoð verald- arvefsins, eitthvað sem gæti komið að notum og ekki var verra ef til þurfti smá lagfær- ingu eða breytingar, hann naut þess að finna út úr því. Systk- inunum Kristjönu og Magga þótti gott að eiga afa að í bíl- skúrnum eða í næsta nágrenni. Þeim reyndist auðvelt að fá hann til skutla sér út um hvipp- inn og hvappinn, ef við foreldr- arnir ávítuðum þau fyrir það var hann fljótur að gera lítið úr og tala um hversu gaman hann hefði af því. Líklega hafa sprott- ið upp skemmtilegar samræður í þessum bílferðum sem þau geta nú yljað sér við að minnast. Tengdapabbi tjáði ekki mikið með orðum hversu vænt honum þótti um fólkið sitt en sýndi það þeim mun meira í verki. Undir það síðasta var hann hins vegar óspar á orðin og lét fólkið sitt vita hversu mikils virði það var honum og talaði fallega um sam- ferðafólk sitt í gegnum lífið. Við áttum gott spjall um fjölskyld- una, hann var svo óendanlega þakklátur og fullur af stolti af því hvernig hún hefur vaxið og dafnað. Hann talaði líka um hversu marga góða og trygga vini hann og Ása höfðu eignast á lífsleiðinni. Ég sagði hvað það væri dásamlegt að hann gæti nú horft til baka yfir farinn veg án eftirsjár og aðeins finna til þakklætis og gleði, hann sam- sinnti því. Elsku tengdapabbi minn, takk fyrir alla aðstoðina, fróð- leikinn og glettnina sem þú hef- ur deilt með okkur. Ég sakna þín en nýt nú allra dásamlegu minninganna sem þú skildir eftir í huga og hjarta mínu og barnanna minna. Sigþrúður Sigurðardóttir. Kæri Maggi. Nú er komið að hinstu kveðju og ber hana að alltof fljótt. Eftir sitjum við með söknuð en ara- grúa góðra minninga. Mínar fyrstu minningar um þig ná allt að hálfa öld aftur í tímann þegar þú áttir leið um Landeyjarnar í vinnuerindum, þá stundum á Bronco-jeppanum þínum. Þá kynntist ég strax dugnaði þínum og vinnusemi, enda varla búinn að stöðva bíl- inn þegar verkefnið var hafið. Það var einkennandi fyrir þig. Það sem hægt er að gera í dag verður ekki gert á morgun – það er ferlegt að fara svona með tímann. Góð samskipti hafa einkennt okkar samband alla tíð. Þú hefur reynst mér afar vel, gagnkvæm virðing ríkti okkar á milli og gott þótti mér hvað við gátum leitað hvor til annars þegar á þurfti að halda. Minningar um fjölda góðra samverustunda sitja eftir. Mér eru minnisstæðastar samveru- stundirnar þegar við unnum saman í sumarbústaðnum undir fjöllunum. Bústaðnum var púsl- að saman úr öllum mögulegum efnivið (héðan og þaðan af land- inu) en úr varð þetta afbragðs- góða fjölskylduhús, sem góður maður nefndi Betlehem. Mér er einnig minnisstætt þegar við vorum að vinna að bíl- skýlinu á Hvolsveginum. Þér þótti réttast að fara inn til að hella upp á kaffi eina stundina, dreifst þig svo út til að halda vinnunni áfram. Svo var farið inn til að njóta kaffisopans, þá var kaffið út um allt eldhúsgólf. Hafðir þú gleymt að setja kaffi- könnuna undir, enda alltaf með hugann við vinnuna, og þá fylgdu þau orð: „Þetta verður víst ekki notað“ – sagt með þínu einstaka glotti. Þá sitja eftir góðar minningar um ferðalög innan- og utan- lands, þar sem hver einasti dag- ur var skipulagður í þaula. Allt varð að vera samkvæmt plani og dagurinn gott sem ónýtur ef ekki var farið af stað á réttum tíma. Þú varst góður ferðafélagi enda sérlega fróður um stað- hætti, sögu landsins og góður í að lýsa því sem fyrir augu bar. Þú hefur verið mér einstak- lega góður tengdafaðir, góður afi barna minna og langafi barnabarna minna og er ég þér ævinlega þakklátur fyrir það. Góða ferð í sumarlandið, Maggi minn. Þinn Páll (Palli). „Afi þinn er rugludallur“ eru orð sem heyrðust í hvert skipti sem ég kom í heimsókn til ykkar ömmu á Hvolsveginn. Þú varst yfirleitt í skúrnum að brasa þeg- ar við komum í hlað en tókst á móti okkur á planinu brosandi kátur. Dagný systir fékk iðulega hafragraut hjá afa á Hvolsvelli og var alltaf jafn ánægð með það, á góðum dögum var jafnvel settur út á hann svolítill sykur og engu skipti hvort grauturinn væri kaldur eða heitur. Húm- orinn og brosið þitt var það sem einkenndi þig einna mest. Við hin höfðum aldrei roð við brönd- urunum þínum, sama hvað við reyndum. Brandarar og góðlát- legt grín var aldrei langt undan og þú gast alltaf fengið mig til þess að brosa. Ykkur ömmu vantaði reglu- lega ráðskonur yfir helgi á sumrin og fengum við frænk- urnar oft að njóta þeirra forrétt- inda að vera ráðskonur á Hvols- vegi þegar við vorum yngri. Það var ekki mikil vinna fólgin í þeim starfstitli, meira bara dek- ur og dásemd og við fórum ekki vitund þreyttar heim eftir helgina. Það var svo margt sem þú gafst mér í þessu lífi og fyrir það er ég þér endalaust þakklát. Faðmlögin, brandararnir, dásamlegar stundir á Hvolsveg- inum og síðar í Njarðvík, úti- legur í tjaldvagninum og allar hinar minningarnar sem ég mun geyma í hjartanu þar til við hitt- umst aftur. Það skipti þig miklu máli að við, fólkið þitt, vissum hvað þú værir stoltur af okkur og hvað við værum flott og frá- bær. Síðustu vikurnar lést þú okkur svo sannarlega vita hversu mikilvæg við værum þér og hvað við værum flott, það vissi það hver starfsmaður á sjúkrahúsinu að þú áttir gott fólk í kringum þig, líklega það besta. En án þín værum við ekki það fólk sem við erum í dag. Það voru erfið skrefin inn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja kvöldið áður en þú kvaddir. Alla Reykjanesbrautina hlustaði ég á falleg lög sem ég vissi að þú kynnir að meta, söng með hátt og snjallt og bað þess heitt að ég myndi ná í tæka tíð til þess að faðma þig einu sinni enn. Það var erfitt að hugsa til þess að tíminn væri kominn fyrir þig að fara í ferðalagið langa yfir í Sumarlandið; í mínum augum varstu einn af þeim sem mér fannst að ættu alltaf að vera til, einn af þeim sem hafa alltaf ver- ið til staðar og svo erfitt að ímynda sér lífið án. Elsku afi Maggi, það er með sorg í hjarta og tár í augum sem ég kveð þig í hinsta sinn. Minning um ynd- islegan afa lifir í huga mér og hjarta um ókomna tíð. Ég veit þú ert á betri stað, verkjalaus að vaka yfir okkur, fólkinu þínu. Við munum passa ömmu fyrir þig elsku afi, hvíldu í friði. Niður kinnarnar nú tárin streyma, afi þér mun ég aldrei gleyma. Maðurinn með brosið sem alla gleður í sumarlandið fer og okkur hin kveður. Nú landið sumars þín bíður þá sorgin í hjartanu svíður. Í hjarta mér átt þú sérstakan stað, ég mun alltaf elska þig, afi mundu það. (L.B.) Lilja Björg. Elsku afi Maggi. Það er hálf- óraunverulegt að setjast niður og skrifa þessi minningarorð til þín. Kallið kom alltof fljótt. Minningarnar eru endalausar og rúmast seint í einu bréfi. Þegar við hugsum til þín fer hugurinn ósjálfrátt aftur í tím- ann á Hvolsveginn, í heimsóknir í hlýjuna til ykkar ömmu. Minn- ingar um endalaust bras í bíl- skúrnum, þar sem þú grúskaðir allan liðlangan daginn. Þú gast aldrei verið kyrr en alltaf feng- um við að fljóta með. Á meðan þú vannst í Bronco-inum, þvottavélum eða öðru sat litla vinnukonan hjá þér og tálgaði spýtukalla eftir þinni leiðsögn. Það var nóg hægt að brasa og verkefnin óteljandi fyrir okkur systkinin. Þótt afraksturinn væri ekki mikill voru verkin vel launuð enda varstu alltaf stoltur af okkur, sama hvað. Aumingja amma reyndi að halda uppi aga og rútínu, en allt- af gátum við platað þig með okk- ur í vitleysuna. Svo komstu með lúmsku skotin þín á ömmu, maldaðir í móinn og blikkaðir okkur í laumi. „Afi þinn var rugludallur,“ heyrðist þá gjarn- an og í kjölfarið fylgdi þinn ein- staki hlátur. Þú varst einstakur húmoristi og kaldhæðnina erfð- um við klárlega frá þér. Þú varst mikill fjölskyldumað- ur, traustur og tryggur þínu fólki. Ávallt til staðar þegar á þurfti að halda. Eitt orð og þú varst mættur til að leggja fram hjálparhönd. Þetta kom sterkt fram á síðustu samverustundum okkar, „ef það er eitthvað sem vantar, þá talarðu við afa“. Þú varst fram á síðasta dag með hin ýmsu áform um að aðstoða okk- ur í framkvæmdum á heimilum okkar systkina. Þú ætlaðir auð- vitað ekkert að kveðja þetta líf strax, þrátt fyrir að þú hafir allt- af verið að flýta þér (jæja Ás- gerður …). Við erum endalaust þakklát fyrir einlægar og ómetanlegar stundir síðustu vikurnar. Flauelsmjúkur heilræðaafi sá til þess að ekkert væri látið ósagt. Eftir sitja minningar um inni- legar samræður, hlátur og gull- mola að hætti afa og aðdáun- arverða baráttu, sem hjálpa okkur í sorginni. Það var al- gjörlega ómetanlegt að finna fyrir því hversu stoltur þú varst af þínu fólki, hversu þétt við stöndum saman og styðjum hvert við annað. Þú máttir líka vera stoltur, því þetta er frá ykkur ömmu komið. Við söknum þín óbærilega elsku afi. Við erum á sama tíma sannfærð um að þú sért kominn á góðan stað – búinn að finna þér bílskúr, þar sem þú stendur í illa hnepptri skyrtu og með axlabönd, að grúska í alls konar vélum. Við munum halda minningu þinni á lofti, segja langafabörn- unum sögur af þér og gera okk- ar besta í að kenna þeim kvæði og vísur að hætti afa Magga. Þangað til næst, Unnur, Eydís og Eyþór. Magnús Bjarnason - Fleiri minningargreinar um Magnús Bjarnason bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.