Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 56
56 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
✝
Jón Finnur
Ólafsson raf-
virkjameistari á
Selfossi fæddist 28.
október 1953 í
Reykjavík. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands á Selfossi 21.
maí 2021.
Foreldrar hans
voru Arndís Guð-
mundsdóttir, f.
17.6. 1924, d. 19.6. 2001, og
Ólafur Bjarnason, f. 14.5. 1923,
d. 7.11. 2004. Systkini Jóns
Finns eru: a) Helga Ólafsdóttir,
f. 25.4. 1948, b) Ólafur Ólafs-
son, f. 5.7. 1959, c) Kristín Guð-
rún Ólafsdóttir, f. 19.7. 1961.
Jón Finnur kvæntist Þór-
önnu Ingólfsdóttur, f. 12.4.
1952, þann 5.7. 1975. Fyrstu
árin bjuggu þau á höfuðborg-
arsvæðinu og fluttu á Selfoss
árið 1980. Foreldrar Þórönnu
voru Anna Tyrfingsdóttir, f.
28.11. 1928, d. 12.2. 2020, og
Ingólfur Björgvinsson, f. 18.6.
1923, d. 30.9. 2006. Systkini
Þórönnu eru a) Anna Jar-
Jónsdóttir, f. 9.8. 1989, maki
Aðalsteinn Tryggvason. Börn
þeirra eru a) Arndís Embla, b)
Jón Tryggvi.
Jón Finnur fæddist og ólst
upp í Reykjavík. Frá unga
aldri fór hann til sumardvalar í
sveitum, Esjuberg á Kjalarnesi
var honum kærast. Hann byrj-
aði ungur að vinna hjá Al-
mennum tryggingum, nú Sjóvá,
fyrst sem sendill og síðar á
skrifstofu. Hann nam rafvirkj-
un við Iðnskólann í Reykjavík
frá 1972 til 1975, ásamt verk-
legu námi hjá tengdaföður sín-
um í Raforkuvirki. Meistara-
réttindi í rafvirkjun hlaut hann
1981 og löggildingu 1997.
Hann starfaði hjá Raforkuvirki
í Reykjavík til ársins 1980 er
hann hóf störf hjá Árvirkjanum
á Selfossi. Gerðist einn af eig-
endum þess fyrirtækis og starf-
aði þar til æviloka, seinustu ár-
in sem framkvæmdastjóri.
Jón Finnur var virkur félagi
í hinum ýmsu félagasamtökum
í gegnum árin og gegndi for-
mennsku og trúnaðarstörfum
innan þeirra.
Útförin fer fram frá Selfoss-
kirkju fimmtudaginn 3. júní
klukkan 14. Athöfninni verður
streymt á: www.selfosskirkja.is/
Virkan hlekk má einnig
nálgast á: https://www.mbl.is/
andlat/
þrúður, b) Kristín
Brynja, c) Ásgerð-
ur, d) Björgvin
Njáll.
Börn þeirra
Jóns Finns og Þór-
önnu eru: 1) Arn-
dís Hildur Jóns-
dóttir, f. 30.10.
1975, maki Davíð
Örn Ingvason.
Börn Arndísar eru
a) Sara Björk, í
sambúð með Hlyni og eiga þau
Elmar Darra, b) Arnar Freyr,
c) Karen Birta. Börn Davíðs
eru a) Sylvía Anna, í sambúð
með Páli Orra og eiga þau
Alex Leví, b) Díana Ösp, c)
Davíð Mar, í sambúð með Að-
alheiði Skúlu, d) Kristófer
Hrafn. 2) Ingólfur Örn Jónsson,
f. 10.4. 1979, maki Ása Valdís
Árnadóttir. Börn þeirra eru a)
Þóranna Vala, b) Árni Tómas,
c) Víkingur Hrafn. 3) Ólafur
Þór Jónsson, f. 27.10. 1980,
maki Bjarnfríður Laufey Guð-
steinsdóttir. Börn þeirra eru a)
Jón Finnur, b) Kristín Björk, c)
Egill Frosti. 4) Anna Þóra
„Einstakur“ er orð sem notað er þegar
lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðm-
lagi eða sólarlagi eða manni sem veitir
ástúð með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af
rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu
annarra.
„Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og
dýrmætir og hverra skarð verður aldrei
fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez)
Elsku besti pabbi minn, besti
vinur minn og kletturinn minn.
Það er svo erfitt og sárt að þurfa
að kveðja þig núna í hinsta sinn og
hugsa til þess að eiga aldrei eftir
að hitta þig aftur, knúsa þig,
spjalla við þig og leita til þín með
hvað sem er í þessu lífi.
Minningarnar um þig eru svo
ótal margar, allar góðar og
skemmtilegar, og þær styrkja
mig og fjölskylduna alla í sorginni
sem við göngum í gegnum vegna
fráfalls þíns. Ég verð alltaf þakk-
lát fyrir að hafa átt þig að, þú
varst einstakur maður í alla staði
og ég er og verð alltaf mjög stolt
af því að vera dóttir þín. Það er
erfitt að minnast þín án þess að
minnast á mömmu líka því þið
voruð alltaf sem eitt, ást ykkar
hvors til annars og vinátta var svo
falleg og einstök. Þú getur treyst
því elsku pabbi að ég mun gera
mitt allra besta til að standa við
loforð mitt um að hugsa eins vel
um mömmu og ég mögulega get
og vera alltaf til staðar fyrir hana.
Missir hennar er mikill og sorgin
sár, eins og okkar allra.
Þú varst alltaf stoð mín og
stytta, í gleði, sorg og erfiðleik-
um. Þú varst börnunum mínum
svo miklu meira en bara afi, þú
varst hetjan þeirra og þeirra allra
besti vinur. Þú varst heimsins
besti pabbi og afi.
Elsku pabbi minn, ég sakna þín
svo mikið og það er svo sárt. Takk
pabbi fyrir allt og allt. Vegna ykk-
ar mömmu er ég sú manneskja
sem ég er í dag og er ég mjög stolt
af þeirri manneskju, mun hugsa
um hana og rækta eins og þú
hefðir viljað að ég gerði.
Elsku besta mamma mín og
fjölskyldan öll, við höldum þétt
hvert utan um annað í þessari
miklu sorg og þessum mikla sökn-
uði sem við göngum í gegnum.
Pössum upp á að halda áfram að
vera jafn samheldin fjölskylda og
við höfum alltaf verið því það er
það sem aðalkarlinn í lífi okkar
hefði viljað meira en allt.
Ég kveð þig í bili, heimsins
besti pabbi minn, og hlakka til að
hitta þig aftur þegar minn tími
kemur. Ég veit að þú munt alltaf
vaka yfir mér og fjölskyldunni
allri og fylgja okkur hvert sem er.
Ég elska þig meira en mest.
Þín pabbastelpa,
Arndís Hildur.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Takk fyrir allt elsku pabbi.
Ingólfur Örn Jónsson.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Elsku pabbi minn, að sitja hér
við borðið heima og skrifa minn-
ingargrein um þig er svo óraun-
verulegt og erfitt. Að geta ekki
tekið upp símann og hringt í þig
til að leita ráða og finna stuðning
þinn þegar ég er að skrifa um
besta vin minn. En það er það
sem ég þarf einmitt á að halda
núna.
Þó að ég eigi margar og góðar
minningar um þig þá áttu þær að
verða svo miklu fleiri, lífið getur
verið svo ótrúlega óréttlátt.
Ég þarf ekki að segja hversu
góður og frábær þú varst því þeir
sem þekktu þig vita það. Við
systkinin erum svo heppin með
foreldra að orð fá því varla lýst.
Allar góðu og skemmtilegu minn-
ingarnar sem þið mamma bjugg-
uð til með okkur. Þið voruð svo
dugleg að ferðast með okkur,
hvort sem það var innanlands eða
utan.
Eftir að þið byggðuð bústaðinn
ykkar vildir þú helst vera þar og
ætlaðir að eyða þar mörgum
stundum eftir starfslok. Ég er svo
þakklátur fyrir að hafa hvatt ykk-
ur mömmu til að koma upp í bú-
stað nú á vordögum en það reynd-
ist svo vera þín síðasta ferð
þangað.
Þína síðustu daga varstu uppi á
HSu þar sem við fjölskyldan vor-
um hjá þér. Þetta eru erfiðustu
dagar sem ég hef lifað. Eitt af því
síðasta sem þú sagðir við mig var
að passa upp á mömmu og þú
mátt trúa því og treysta að við
systkinin gerum það.
Eilíf ást.
Þinn sonur,
Ólafur Þór.
Elsku pabbi.
Það er fáránlegt að ég sé að
skrifa þessi orð niður á blað, þetta
er svo ósanngjarnt, þetta er sárt
og skrifað með miklum trega. Líf-
ið kemur okkur stöðugt á óvart og
núna er eins og það sé stórt skarð
í hjarta mínu, söknuðurinn og
tómleikinn er gríðarlegur. Ég er
þakklát fyrir þann tíma sem ég
átti með þér og það er ekkert sem
ég sé eftir að hafa ekki gert með
þér, því við erum náin fjölskylda
sem gerir ótrúlega margt saman,
matarboð, útilegur, veiði, bústað-
ar- og utanlandsferðir, þorrablót,
jólahlaðborð og svo margt fleira,
ég ætla að gæta þessara minninga
og minnast þeirra með börnunum
mínum, fjölskyldu og vinum. Þú
varst einstakur maður og varst
alltaf tilbúinn til þess að gera allt
fyrir okkur, með mömmu þér við
hlið fannst þér ekkert geta stöðv-
að ykkur. Ást þín til mömmu og
okkar var ólýsanleg, þú sást ekki
sólina fyrir henni og varst alltaf
stoltur af okkur afkomendum þín-
um sama hvað við tókum okkur
fyrir hendur og stóðuð þið þétt við
bak okkar. Þvílíka jafnaðargeðið
sem þú hafðir, þú skiptir aldrei
skapi og tókst öllu með stökustu
ró, þér fannst þó gaman að vera í
góðu partíi og dansa við Dire
Straits eða Creedence, ekki má
gleyma Ég fer í fríið. Þú gerðir
allt fyrir barnabörnin og elskaðir
að vera eiginmaður, pabbi, afi og
langafi. Ég vil bara þakka þér fyr-
ir allt, ég mun sakna þín alla daga,
hlátursins, gleðinnar og brossins,
ég mun heiðra minningu þína um
ókomna tíð. Við fjölskyldan mun-
um passa upp á mömmu, fara upp
í bústað með henni, ferðast um
landið og fara í utanlandsferðir,
það verður ekkert eins án þín en
ég veit að þú munt fylgja okkur í
öllu sem við gerum og gæta okk-
ar.
Ég elska þig að eilífu, pabbi, þú
ert og verður alltaf aðalmaðurinn
í lífi mínu, þinn ellismellur
Anna Þóra Jónsdóttir.
Elsku Jón Finnur.
En þau forréttindi að hafa
fengið að kynnast þér. Það er ekki
sjálfgefið að manni sé tekið svona
opnum örmum fullum af hlýju og
ást eins og þú og Þóranna hafið
sýnt mér. Mér líður eins og ég
hafi ekki eignast tengdaforeldra
heldur aukasett af foreldrum sem
ég get ávallt leitað til. Þó að árin
okkar saman hafi verið allt of fá,
þá virðast þau samt mun fleiri.
Því það sem ég hef fengið að upp-
lifa með þér og Þórönnu er meira
en margur fær á heilli ævi með
tengdaforeldrum sínum og fyrir
það verð ég alltaf þakklátur. Allt
frá útilegum og veiði um allt land
yfir í afslappaðar kvöldstundir í
Árbakkanum eða Hellalundi.
Umburðarlyndið og hjálpsem-
in sem þú hefur sýnt okkur Önnu
Þóru er óborganleg, sér í lagi á
meðan við byggðum húsið okkar.
Að launum fékkstu litlu stelpuna
þína aftur heim á Selfoss, ég veit
að þér þótti vænt um það. Með
sorg og söknuð í hjarta læðist
samt bros inn á milli þegar hugs-
að er til einhverra þeirra fjöl-
mörgu minninga sem við eigum
saman og munu þær fylgja mér
um ókomna tíð. Ég verð þér æv-
inlega þakklátur fyrir allt sem við
höfum gengið í gegnum saman.
Og mun ég ávallt standa þétt við
bakið á Önnu Þóru, Þórönnu og
öllum hinum sama hvað bjátar á.
Aðalsteinn Tryggvason.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orðið sem best lýsir þér.
(Teri Fernandez)
Það er ómetanlegt að hafa
kynnst þér og átt þig að elsku
tengdapabbi minn.
Ég er þakklát fyrir allar dýr-
mætu minningarnar, ég varðveiti
þær og mun deila þeim áfram með
fjölskyldunni til að halda uppi
minningunni um einstakan mann.
Missir okkar er mikill, við
munum standa þétt saman og
passa hvert upp á annað.
Guð geymi þig og hafðu þökk
fyrir allt og allt.
Þín tengdadóttir,
Bjarnfríður (Benna) Laufey.
Elsku afi okkar, við munum
sakna þín mjög mikið, þú varst
frábær afi.
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar sem við áttum saman og allt
sem þú gerðir fyrir okkur. Við
minnumst þess þegar við fórum í
útilegu á Siglufirði og þú og
amma buðu okkur út að borða,
tjaldsvæðið þar var mjög lítið.
Það var líka mjög gaman þegar
við fjölskyldan fórum öll á Apa-
vatn og tjölduðum þar. Líka þeg-
ar við fórum á Apavatn og gistum
í stóra húsinu, það var svo gaman.
Nú verða engin amma og afi í úti-
legum með okkur. Við eigum líka
margar góðar minningar með þér
úr veiðiferðum.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson)
Við elskum þig.
Jón Finnur, Kristín
Björk og Egill Frosti.
Ég veit að ljósin á þinni strönd
skína skært en skipið færðist óð-
um og kom alltof fljótt nær og
nær. Erfiða sjóferð tók fljótt af en
þú varst svo sannarlega búinn að
puða og púla eins og sönn hetja.
Og núna ertu farinn í fríið … en
þetta var svo langt frá því að vera
það frí sem við óskuðum okkur.
Með virðingu fyrir öllum bestu
mönnum í heimi, þá var afi samt
bestur. Afi var besti vinur minn.
Hann ól mig upp, var leiðbeinand-
inn minn í gegnum lífið og fylgdi
mér hvert sem ég fór. Afi kunni
allt, gat allt og vissi allt best.
Hann var alltaf fyrstur á svæðið
til að rétta hjálparhönd, styðja og
hvetja. Afi var allt, líkt og amma,
því þau voru eitt. Það eru forrétt-
indi að hafa alist upp hjá ömmu og
afa og haft þau alltaf á hliðarlín-
unni í öllu sem ég hef tekið mér
fyrir hendur. Allir sem þekkja
mig þekkja ömmu og afa og það
segir svo mikið um hvað þau eru
stór hluti af mínu lífi.
Afi, þú kunnir allt og þú kennd-
ir mér allt sem ég kann. Þú
kenndir mér að þekkja landið, þó
að ég hafi ekki alltaf nennt að
hlusta á hvað hvert einasta fjall á
Íslandi heitir. Þú kenndir mér að
dansa þegar ég bauð öllum vinum
mínum í partí til ykkar ömmu. Þú
kenndir mér að leggja rafmagn
Jón Finnur
Ólafsson
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is Sálm. 16.11
biblian.is
Kunnan gerðir þú
mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir
augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni
að eilífu.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ARNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Móabúðum í Eyrarsveit,
síðar til heimilis í Efstalandi 6,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn
18. maí. Jarðarförin hefur þegar farið fram í kyrrþey.
Auður Kristrún Viðarsdóttir Guðjón Baldvinsson
Arna Sigrún Viðarsdóttir Haraldur Páll Hilmarsson
Sonja Guðrún Viðarsdóttir Óskar Gísli Óskarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÞORGRÍMUR ÞORSTEINSSON,
trésmiður og bifreiðarstjóri
frá Raufarhöfn,
lést 29. maí á Öldrunarheimilinu Hlíð.
Útför hans mun fara fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Hlíð fyrir hlýja og góða
umönnun.
Elínborg Þorgrímsdóttir Hallsteinn Guðmundsson
Björn Þorgrímsson Drífa Kristjánsdóttir
Anna Guðrún Þorgrímsdóttir Eirik Blix Madsen
afa- og langafabörn