Morgunblaðið - 03.06.2021, Side 50
GRINDAVÍK50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Ferðasumarið í Grindavík virðist
ætla að byrja mjög vel. Eftir að
hafa verið lokað í kórónuveiru-
faraldrinum fór starfsemi Hótel
Volcano (áður Geo Hotel) aftur af
stað í byrjun maí.
Herborg Hjelm, framkvæmda-
stjóri hótelsins, segir viðtökurnar
hafa verið vonum framar og júní-
mánuður næstum
uppbókaður.
„Það gengur al-
veg lygilega vel
en bókanirnar
koma einkum frá
Bandaríkjunum.
Flestir vilja
koma hingað til
að upplifa eld-
gosið í Fagradal
og fólk er ekki að
koma bara í eina nótt heldur 2-4
nætur að jafnaði og notar Grindavík
þá sem bækistöð til að skoða
Reykjanesið og suðvesturhornið.“
Hótel Volcano er miðsvæðis í
Grindavík í byggingu sem á árum
áður hýsti samkomuhúsið Festi.
Var byggingin fyrst opnuð almenn-
ingi á sjómannadaginn 1972 og var
starfsemin þar lengi vel undir
stjórn Tómasar Tómassonar ham-
borgarafrömuðar. „Hér voru haldin
böll með allt að 600 til 700 manns
þar sem Hljómar og aðrar stór-
hljómsveitir spiluðu fyrir dansi,“ út-
skýrir Herborg.
Húsið hafði lengið staðið autt og
var í niðurníðslu þegar því var
breytt í hótel en tekið var á móti
fyrstu gestunum árið 2015. Hús-
næðið er um 1.500 fermetrar að
stærð og hentar vel fyrir hót-
elrekstur: „Gluggarnir eru stórir og
gerir það herbergin björt. Þá eru
allir innanstokksmunir nýlegir og
hótelið með hreint og snyrtilegt yf-
irbragð,“ segir Herborg en hótelið
er enn að þróast og núna um
helgina opnar þar nýr veitinga-
staður. Veitingastaðurinn er tengd-
ur Fjárhúsinu sem er með útibú í
mathöllunum á Hlemmi og úti á
Grandagarði. „Gaman er að opna
veitingastaðinn sléttum 49 árum
eftir að starfsemi hófst í Festi en
um verður að ræða bistró og bar
með léttum réttum. Við hefjum
helgina á tónleikum þar sem Jógv-
an og Vignir Snær syngja fyrir
gesti, og endurvekjum þannig þann
anda sem var í húsinu þegar það
var samkomuhús.“
Fara aftur og aftur
að eldgosinu
Herborg segir mjög þægilegt að
heimsækja gosstöðvarnar frá
Grindavík. Aðeins er sjö mínútna
akstur að bílastæðinu næst Fagra-
dal og þaðan tekur um eina til eina
og hálfa klukkustund að fara fót-
gangandi að eldgosinu. „Það er
greinilegt að eldgosið er það sem
laðar að erlendu ferðamennina og
þeir eru duglegir að hringja og
senda pósta með spurningum um
hvernig best er að skoða eldgosið,
hverju ætti að klæðast og hvað
þurfi að varast.“
Fyrir innlenda gesti mælir Her-
borg með því að njóta alls þess sem
Grindavík hefur upp á að bjóða um
leið og gosstöðvarnar eru heimsótt-
ar. Hún segir líka gaman að upplifa
eldgosið á ólíkum tímum dags og
mikill munur á því að sjá svæðið í
dagsbirtu og í rökkri. „Við sjáum
það hjá erlendu gestunum sem þeg-
ar eru komnir til okkar að þeir fara
flestir tvisvar og jafnvel þrisvar að
eldgosinu því upplifunin er svo
mögnuð.“
Ætti fólk að gefa sér góðan tíma,
taka með nesti og gefa sér ráðrúm
til að upplifa krafta og hljóð náttúr-
unnar. „Algengt er að heimsóknin
taki á bilinu þrjá til fimm tíma en
búið er að vinna mjög gott starf til
að tryggja gott aðgengi og á flestra
færi að fara fótgangandi að gos-
stöðvunum,“ segir Herborg og legg-
ur til heimsókn í sundlaug Grinda-
víkurbæjar eða Bláa lónið, og máski
málsverð á einum af veitingastöðum
bæjarins til að næra sál og líkama
eftir útivistina.
Upplifi bæði Grindavík og gosið
Morgunblaðið/Ásdís
Logandi Herborg mælir með að upplifa eldgosið á ólíkum tímum dagsins.
Þægindi Svítan á hótelinu skartar stóru listaverki innblásnu af bæjarlífinu.
Herborg Hjelm
Breyting Gamall ballstaður er núna orðinn að björtu og snyrtilegu hóteli.
! Bókunarstaðan er mjög góð hjá Hótel Volcano og erlendir ferðamenn áhugasamir um að skoða eld-
gosið ! Hægt er að tvinna saman eldgos og t.d. heimsókn á veitingastað og ferð í sundlaug bæjarins.
Mikil samheldni þykir einkenna
samfélagið í Grindavík og sést til
dæmis á því að þeir sem flytja í
burtu finna að sterkar taugar draga
þá aftur heim. Starf kvennakórsins
Grindavíkurdætra sýnir þetta vel en
kórinn er að hluta til skipaður brott-
fluttum Grindvíkingum sem láta sig
ekki muna um að
aka frá Reykjavík
og til baka nokkr-
um sinnum í mán-
uði til að komast
á æfingu.
Berta Dröfn
Ómarsdóttir er
stjórnandi kórs-
ins: „Ég og þrír
kórmeðlimir ferð-
umst frá höf-
uðborgarsvæðinu
til að komast á æfingar. Það skiptir
okkur miklu máli að viðhalda tengsl-
unum og rækta þau vinasambönd
sem við eigum í Grindavík,“ segir
hún.
Kórinn var stofnaður í ársbyrjun
2019 en á sér þó langa sögu: „Kórinn
er skipaður konum fæddum 1977 til
1987. Margar úr hópnum hafa sung-
ið saman á ýmsum æviskeiðum, s.s. í
barnakór bæjarins og unglingakórn-
um. Þegar ég sneri til baka úr tón-
listarnámi á Ítalíu leituðu meðlimir
hópsins til mín og báðu mig að ger-
ast kórstjóri,“ útskýrir Berta en hún
lagði stund á nám í kirkju- og ljóða-
söng við Claudio Monteverdi-
tónlistarakademíuna í Bolzano.
Útvarpsstöðin K-100 heimsækir
Grindavík um helgina og kemur kór-
inn í heimsókn til að syngja nokkur
vel valin lög. Þá verða haldnir stuttir
tónleikar – eða „gigg“ eins og Berta
vill kalla það – í Salthúsinu í Grinda-
vík kl. 20.30 á morgun, föstudag, til
að marka endalok vetrarstarfs kórs-
ins.
Nirvana og Spice Girls
Segja má að starf Grindavík-
urdætra snúist jafnmikið um fé-
lagsskapinn og um sönginn og ekki
að furða að félögum kórsins hafi
fjölgað úr 24 við stofnun upp í 33 í
dag. „Kjarninn í kórnum er rótgró-
inn vinahópur, sem tekur vel á móti
nýliðum og það er einstaklega góður
andi innan kórsins. Hjálpar þar ef-
laust til að við erum allar á svipuðum
aldri og deilum því áhugamáli að
syngja.“
Til að gera starfið enn skemmti-
legra er listræn stefna kórsins mót-
uð með lýðræðislegum hætti. Í stað
þess að kórstjórinn taki allar
ákvarðanir eru það kórfélagar sem
velja þau lög sem eru æfð og flutt.
„Efnisskráin um þessar mundir ein-
kennist af fortíðarþrá og syngjum
við lög sem við þekkjum úr æsku.
Þetta eru smellir á borð við „Not-
hing Else Matters“, valin verk úr
smiðju Spice Girls og lagið úr
Friends-þáttunum.“
Formúlan virðist falla í kramið hjá
tónlistargestum sem eru kannski
öllu vanari því að heyra klassískari
verk á kórtónleikum. „En umfram
allt finnst okkur þetta skemmtilegt
sjálfum,“ segir Berta og bætir við að
þótt um dægurlög sé að ræða séu út-
setningarnar oft og tíðum flóknar. „Í
þeim tilvikum sem ekki tekst að
finna lögin í kórútsetningu hef ég
annaðhvort sjálf útsett lögin eða leit-
að til Eddu Bjarkar Jónsdóttur við
að gera útsetningarnar. Hún Edda á
til dæmis heiðurinn að mjög
skemmtilegri útsetningu á lagi
strákabandsins Backstreet Boys og
frábærri útsetningu af Friends-
laginu, sem við ætlum að syngja fyr-
ir hlustendur K100.“
Berta hefur gaman af kórstarfinu
og þykir alltaf gott að koma til
Grindavíkur þótt heimili hennar sé í
dag í Reykjavík, eins og fyrr segir.
„Ég ólst upp í Grindavík frá sex ára
aldri. Hér búa systir mín, pabbi og
æskuvinirnir. Hér þekkjast allir og
maður upplifir mikinn kærleik og
vináttu í bæjarfélaginu,“ segir hún.
„Þess utan er Grindavík einfaldlega
skemmtilegur áfangastaður, þar
sem margt er um að vera. Mikil
gróska er í starfi menningar-
miðstöðvarinnar Kvikunnar, hér eru
framúrskarandi veitingastaðir, fal-
leg blómabúð, smart fataverslunin
og Vigt hönnunarverslun sem á fáa
sína líka.“ ai@mbl.is
Finnur vináttu og kærleik í bæjarfélaginu
Gleði Konurnar í kórnum eru á svipuðum aldri og taka vel á móti nýliðum.
Morgunblaðið/Ómar
Fjör Kátir krakkar á bæjarhátíð. Samfélagið í Grinadvík er lifandi og litríkt.
Berta Dröfn
Ómarsdóttir
! Einstaklega góður andi er í kórstarfi Grindavíkurdætra og lagavalið ekki eins og hjá öðrum kórum