Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 32 Til hamingju - þú hefur fundið happatöluna! Farðu inn á mbl.is/happatala, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland Vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að tala þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Veitingamennirnir Kormákur Geir- harðsson og Skjöldur Sigurjónsson á Ölstofunni fagna því í þessari viku að ellefu ár eru síðan húsbjór þeirra, Bríó, var fyrst reiddur fram. Óhætt er að segja að afmælinu sé fagnað með stæl því nú kynna þeir til leiks sumarútgáfu bjórsins vinsæla, Bríó de Janeiro. „Þetta var hugmynd sem Skjöldur fékk fyrir nokkrum árum. Okkur langaði að gera annan bjór og þetta nafn kom upp úr honum. Því miður var Ölgerðin of sein að kveikja á þessu fyrir Ólympíuleikana í Rio de Janeiro en stjórnendur þar stukku á vagninn með okkur núna. Ég held að þeir sjái ekki eftir því, ekki frekar en öðru sem þeir gera með okkur,“ seg- ir Kormákur. Þeir félagar eru þekktir fyrir að klæðast sígildum herrafötum og því er léttur bjór og sumarstemning ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar nafn þeirra ber á góma. „Nei, en ég fer nú samt ekki í sterkari bjóra en Bríóinn, ég sæki frekar í léttari bjóra. Það er gott að fá kalda og ferska bjóra við þorsta og Bríó de Janeiro er þannig. Ég held að við höfum hitt á eitthvað með bruggmeisturunum hjá Borg, þetta er alger negla. Hann er hættulega ferskur þessi og kallar á hrað- drykkju, helvítið á honum. Ætli við getum ekki kallað það lúxusvanda- mál?“ Það er tímanna tákn að Bríó de Ja- neiro kemur á markað í tveimur út- gáfum. Þeirri hefðbundnu og áfengu sem komin er í sölu á Ölstofunni ein- um staða í þessari viku. Og svo er það óáfeng útgáfa sem nálgast má í matvöruverslunum. Óáfengir bjórar njóta sífellt meiri vinsælda hér á landi og Kormákur segir þá félaga taka þeirri þróun opnum örmum. „Ég þekki marga alkóhólfría menn sem finnst gaman að sitja á bar. Þeim finnst leiðinlegt að sitja bara með vatn, klaka og sítrónu en eru frekar til í þennan fíling að fá bjór í glasi án þess að eiga það á hættu að þurfa að fara aftur í með- ferð. Ég er sjálfur farinn að drekka áfengislausa bjóra heima þegar Bríó- inn er búinn. Það er gott að klára kvöldið þannig, þá finnur maður ekki muninn.“ Ellefu ára afmæli Bríós er ekki eina tilefnið sem þeir Kormákur og Skjöldur hafa til að fagna í ár. „Við fögnum 20 ára afmæli Ölstofunnar í nóvember og sama dag fögnum við 25 ára afmæli herrafataverslunar- innar. Það verður mikið fagnað í ár,“ segir veitingamaðurinn. Hann bætir við að það veiti kannski ekki af eftir erfiða tíma síð- ustu misseri. Kórónuveiran og sam- komutakmarkanir hafa sett svip sinn á veitingareksturinn. „Við misstum úr marga mánuði og þegar það hefur verið opið höfum við misst stærstu söluklukkutímana. Af þeim sökum hirðum við alla bitlinga sem koma frá Þórólfi en mér líst ekki á þessar hug- myndir sem eru á lofti um að stytta afgreiðslutíma á skemmtistöðum. Man enginn hvernig þetta var einu sinni? Heldur fólk virkilega að ungir Íslendingar nenni heim klukkan eitt eða tvö á nóttunni? Við getum ekki breytt drykkjumynstrinu svo glatt. En það er nú svo skrítið með lýðræð- ið að ef yfirvaldið tekur eitthvað af þér getur verið rosalega erfitt að fá það til baka,“ segir Kormákur sem kveðst þó, þrátt fyrir þessar áhyggj- ur, vera léttur og hress nú þegar vikulokin nálgast og nýr og spenn- andi Bríó de Janeiro renni úr dæl- unum á Ölstofunni. „Já, nú fögnum við. Sumarið er komið og lífið er ynd- islegt!“ Það verður mikið fagnað í ár - Kormákur og Skjöldur á Ölstofunni ánægðir með sumarbjórinn Bríó de Janeiro á afmælisári sínu Ljósmynd/Hari Sumarstemning Félagarnir Kormákur og Skjöldur klæddu sig í sumarfötin í gær og skáluðu í Bríó de Janeiro. Skrifstofu- og frumkvöðlasetur sem opnað var í Stykkishólmi annan dag hvítasunnu fékk nafnið Árna- setur og vísar það til og heiðrar minningu Árna Helgasonar sem vann á árum sínum mikið frum- kvöðulsstarf í Stykkishólmsbæ. Húsnæðið, gamla Arionbanka- húsið, er í eigu Sæfells hf. í Stykk- ishólmi en rekstur Árnaseturs er á vegum Suðureyja ehf. Í tilefni vígslu setursins var efnt til samkeppni um nafn á starfsem- inni. Alls bárust 66 tillögur og var nafnið Árnasetur valið. Það var Hanna Jónsdóttir sem hreppti fyrstu verðlaun en hún var dregin út af þeim fjórum sem lögðu nafnið til. Fjölmenni var við opnun Árna- seturs. Í upphafi dagskrár lék lúðrasveit Tónlistarskóla Stykk- ishólms. Ávörp voru flutt og gest- um boðið að skoða húskynnin. Að sögn Gunnlaugs Árnasonar, sonar Árna Helgasonar og fram- kvæmdastjóra Sæfells, var félagið Suðureyjar stofnað sl. haust með það að markmiði að auðvelda frum- kvöðlastarf og tækifæri til fjar- vinnu, óháð aðsetri vinnuveitanda, og stuðla að því að fjölga íbúum Stykkishólms. Einnig verður boðið upp á skrifstofurými fyrir minni fyrirtæki eða stofnanir. Húsnæðið er stórt, á þremur hæðum, og getur því hýst fjöl- breytta starfsemi þar sem leigj- endur hafa sameiginlega kaffistofu og fundarherbergi. Innan þessara veggja getur fólk sem stundar mis- munandi störf notið samveru- stunda og fengið hvatningu hvað frá öðru. Gerbreyttar aðstæður Búnaðarbanki Íslands byggði húsið og hóf starfsemi árið 1968. Síðan þá hefur verið rekið þar bankastarf undir nokkrum nöfnum þar til í síðasta mánuði að Arion banki flutti í minna húsnæði. Áður fyrr voru starfsmenn bankans margir en undir það síðasta voru þeir orðnir tveir, að sögn Gunn- laugs. Hann segir þetta dæmi um hvernig tækni, framfarir og tölvu- vinnsla hafi gjörbreytt aðstæðum. Ný störf skapist sem krefjist menntunar og frumkvæðis. Það sé von þeirra sem að verkefninu standa að Árnasetur skapi nýjan vettvang fyrir frjóar hugsanir og í þessu húsi muni áræði og aflið til framkvæmda ráða ríkjum. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér starfsaðstöðuna í Árnasetri geta haft sambandi við forsvars- menn Suðureyja. Árnasetur tekur til starfa í Stykkishólmi Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Forsvarsmenn Suðureyja Sigríður Jóhannesdóttir, Sigþór Einarsson, Steinunn Helgadóttir og Halldór Árnason. Nýtt hlutverk Bankinn hefur kvatt húsið og Árnasetur tekið við. - Markmiðið að auðvelda frumkvöðla- starf og gefa tækifæri til fjarvinnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.