Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 arfsmannafatnaður rir hótel og veitingahús Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Hótelstjórnandann Hótelrúmföt Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði og öðru líni fyrir hótel Ferðumst innanlands í sumar Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Útgerðir farþegaskipa hafa undan- farið verið að afbóka komur skipa sinna til Faxaflóahafna í sumar. Nú er orðið ljóst að ekkert hinna stóru skemmtiferðaskipa, sem taka 2.000 farþega eða fleiri, munu leggja leið sína til Íslands í sumar. Risaskipin hafa legið meira og minna í höfn eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar kom upp í fyrra. Þau eru að hefja siglingar hvert af öðru á vinsælustu leiðunum, t.d. í Karabíska hafinu og Miðjarðarhaf- inu. Væntanlega mun skipunum fjölga þegar heimurinn hefur náð betri tökum á faraldrinum. Í byrjun janúar 2021 voru 198 skipakomur farþegaskipa bókaðar til Faxaflóahafna í sumar með um 217 þúsund farþega. Bókunarstaðan byggði á væntingum skipafélaganna. Staðan breytist hratt „Staðan er hins vegar önnur nú í byrjun júní, áætlaðar eru 99 skipa- komur með 71 þúsund farþega,“ seg- ir í frétt á heimasíðu Faxaflóahafna. Þar kemur enn fremur fram að margt geti breyst fram að hausti. Og strax daginn eftir birtingu fréttarinnar varð breyting á stöð- unni. Afbókun barst vegna farþega- skipsins AIDAluna, sem átti að koma til Reykjavíkur 22. júní og 1. og 9. júlí, samkvæmt upplýsingum Ernu Kristjánsdóttur markaðs- stjóra Faxaflóahafna. Þetta er 69 þúsund brúttótonna skip, sem tekur 2.050 farþega og í áhöfn eru 650. AIDAluna átti að verða fyrsta far- þegaskip sumarsins en sá heiður fellur í skaut Viking Sky, sem vænt- anlegt er að Skarfabakka í Sunda- höfn 24. júní. Skipið er 48 þúsund brúttótonn, tekur 930 farþega og í áhöfn eru 545. Fimm útgerðir hafa tilkynnt að þær ætli að sigla til Íslands og við landið í sumar. Þetta eru Crystal Cruises, Iceland ProCruises, Lind- blad Expedition, Ponant og Viking Cruises. Samkvæmt upplýsingum Ernu gera flest skipafélaganna út svoköll- uð leiðangursskip sem sigla hring- ferðir um Ísland og taka um 200 far- þega. Þeir koma með flugi til Keflavíkurflugvallar og fara um borð í Reykjavík. Farið verður al- gjörlega eftir fyrirmælum frá land- lækni og almannavörnum og engar undantekningar gerðar, segir Erna. Gert er ráð fyrir að farþegarnir verði allir búnir að fá bóluefni. Árið 2021 lítur strax betur út en árið 2020. Í fyrra voru aðeins sjö komur farþegaskipa til Faxaflóa- hafna með 1.346 farþega. „Bókunarstaða fyrir árið 2022 er mjög góð og lítur út fyrir að það ár verði metár hvaða varðar skipakom- ur og farþegafjölda ef allt gengur eftir,“ segir á heimasíðu Faxaflóa- hafna. Vegna heimsfaraldursins varð al- gert hrun í tekjum hafna um allt land í fyrra. Leiðangursskipin munu koma við á nokkrum stöðum í hring- ferðunum um landið svo væntanlega verða tekjurnar talsvert meiri í ár en í fyrra. Skipafélögin, sem bjóða upp á þessa þjónustu, leggja áherslu á að gefa farþegunum kost á að kynnast landinu, náttúrunni og ís- lenskri menningu. Faxaflóahafnir fóru ekki varhluta af tekjusamdrætti í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins, eins og fram kom í samtali við Magnús Þór Ásmundsson hafnarstjóra í Við- skiptamogganum fyrir skömmu. Tekjur fyrirtækisins af skemmti- ferðaskipum voru nærri 800 millj- ónir króna árið 2019. Þegar farald- urinn skall á hurfu tekjurnar nær alveg, enda lögðust ferðalög af um allan heim. En nú sjá Faxaflóahafnir fram á bjartari tíma. Risaskipin koma ekki í sumar - Skipafélögin hafa undanfarið verið að afbóka komur skipa til Faxaflóahafna - Fimm útgerðir hafa tilkynnt komu sína - Verða aðallega leiðangursskip - Fyrsta skipið er væntanlegt 24. júní Morgunblaðið/RAX Komið til hafnar Þetta var algeng sjón áður en faraldurinn skall á, risaskip að sigla inn í Sundahöfn. Vonir standa til að ástandið verði eðlilegt á næsta ári. Viking Sky Stærsta skipið sem væntanlegt er til Reykjavíkur í sumar. Það er bókað í Sundahöfn 24. júní. Það verður fyrsta skipakoman á þessu sumri. Dagur samstöðu vegna heimsfarald- urs Covid-19 verður næsta laugar- dag, 5. júní. Trú- og lífsskoðunar- félög sem standa að átakinu munu sjá um viðburði samkvæmt sínum siðum og venjum. „Verum samhuga og minnumst fórnarlamba faraldursins, stöndum nær þeim sem þjást, réttum hjálp- arhönd þar sem þörfin eru mest og þökkum fyrir fórnfúst starf svo margra, sem standa víða um heim í víglínunni í baráttu gegn farsótt- inni,“ sagði í tilkynningu. Séra Jakob Rolland, kanslari kaþ- ólsku kirkjunnar, sagði að þessi við- burður sé sprottinn upp úr Samráðs- vettvangi trú- og lífsskoðunarfélaga á Íslandi. Á þeim vettvangi tali trú- og lífsskoðunarfélögin saman og miðli upplýsingum sín á milli. Spurð- ur um dæmi nefndi hann að bæna- stund verði um hádegið í Landakots- kirkju og í messum dagsins. „Við í kaþólsku kirkjunni munum biðja Guð um að binda endi á faraldurinn,“ sagði Jakob. Hann sagði að önnur trú- og lífsskoðunarfélög muni sýna samstöðu hvert með sínum hætti. Þeir sem standa að átakinu eru: Ása- trúarfélagið, Bahá’í-samfélagið, Búddistasamtökin SGI á Íslandi, DíaMat – félag um díalektíska efn- ishyggju, Fjölskyldusamtök heims- friðar og sameiningar, Fríkirkjan í Hafnarfirði, Fríkirkjan í Reykjavík, Hjálpræðisherinn, Íslenska Krists- kirkjan, Kaþólska kirkjan á Íslandi, Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, Menningarsetur múslima á Íslandi, Óháði söfnuðurinn, Rúss- neska rétttrúnaðarkirkjan, Sam- félag Gyðinga á Íslandi, Siðmennt, Stofnun múslima á Íslandi, Söfnuður sjöunda dags aðventista í Reykjavík og þjóðkirkjan. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Faraldur Fórnarlamba verður minnst og framlínufólki þakkað. Dagur samstöðu á laugardaginn - Trú- og lífsskoðunarfélög ætla að sýna samstöðu vegna faraldursins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.