Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.06.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚNÍ 2021 Skipholti 29b • S. 551 4422 TRAUS Í 80 ÁR T Sumar- dressin hjá Laxdal Skoðið laxdal.is Skoðið hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Hörskyrtur 4 litir • St. 36-48 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is Flott föt, fyrir flottar konur Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Við erum á facebook Skyrtur kr. 10.900 Str. 36-48 Skyrtukragar kr. 6.500 3 stærðir Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sér- greinadýralæknir dýravelferðar og gæludýra hjá Matvælastofnun, segir mikilvægt að kettir séu ör- merktir og skráð- ir því ef þeir týn- ast og eru svo fundnir af sveit- arfélaginu skiptir máli að hægt sé að ná í eiganda sem fyrst. Skrán- ing gæludýra sé dýravelferðarmál miklu frekar en hagkvæmnismál fyrir sveitarfélögin og því mikilvægt að dýraeigendur séu meðvitaðir um áhrif þess. Ef dýrið er ekki merkt þá er sveit- arfélaginu jafnvel heimilt að aflífa það eða ráðstafa eftir tvo sólar- hringa. Ef dýr er merkt fær eigandi viku til að vitja dýrsins eftir tilkynn- ingu, og sveitarfélagið verður að vista dýrið í tvær vikur ef ekki tekst að hafa upp á eiganda. Hvað lausagöngu katta varðar þá segir hún að okkur beri skylda til að sýna nærgætni gagnvart villtum dýrum og búsvæðum þeirra. Þó hvíli einnig skylda á þeim sem halda dýr en þau bera ábyrgð á velferð og vel- líðan dýra sinna. Þóra telur að hægt sé að koma til móts við þessar skyldur með því að dýraeigendur taki sérstakt tillit á varptíma. Á þeim tíma eru ungarnir ófleygir og því gæti verið skyn- samlegt að láta lausagöngubann ná til þess tíma. Á öðrum tímum bendir hún hins vegar á að til séu úrræði eins og bjöllur, hálskragar og eins konar smekkir sem gera köttum erf- iðara fyrir að veiða fleyga fugla. „Þetta verður að taka mið af að- stæðum á hverjum stað hverju sinni til þess að við getum varðveitt vel- ferð villtra dýra sem og okkar gælu- dýra,“ segir Þóra. „Ef við ætlum að breyta öllum köttum í inniketti er það mikil skerð- ing á þeirra velferð og frelsi. Þó er- um við skyldug til að taka tillit til umhverfisins á viðkvæmum tíma eins og varptíma fugla. Væri því eðlilegra að beita lausagöngubanni tímabundið þegar aðstæður krefjast þess.“ Þóra á sjálf kött og kýs að halda honum inni yfir varptímann. Á öðr- um tímum setur hún bjöllu eða kraga um hálsinn á honum til að tak- marka veiðigetu hans. Höfum skyldur gagnvart gæludýrum og villtum - Skráning velferðarmál - Lokar sinn kött inni á varptíma Þóra Jóhanna Jónasdóttir Morgunblaðið/Eggert Hljómsveitin Stuðmenn, sem oft hefur verið nefnd hljómsveit allra landsmanna, kemur fram á Bræðslunni í sumar, ásamt Ragn- hildi Gísladóttur. Bræðslan féll niður á síðasta ári vegna heims- faraldursins, en hátíðin í sumar verður sú sextánda sem haldin er á Borgarfirði eystra. Hún fer fram laugardagskvöldið 24. júlí næst- komandi en dagana á undan fer fram fjöldi tónleika á Borgarfirði, auk þess sem þar verður boðið upp á skipulagðar gönguferðir og ýmiss konar afþreyingu. Aðrir listamenn sem fram koma eru Bríet, Sigrún Stella, Aldís Fjóla og Mugison. Miðasala hefst í dag, fimmtudag, kl. 11 á braedsl- an.is. Takmarkað magn miða er í boði líkt og áður, segir í fréttatilkynn- ingu. Þar segir að öllum sótt- vörnum verði fylgt, sem í gildi verða á þessum tíma sumars.Falli hátíðin niður aftur vegna Covid-19 verði keyptir miðar endur- greiddir. Morgunblaðið/Eggert Stuðmenn Hljómsveitin verður meðal listamanna á Bræðslunni í sumar. Stuðmenn ætla að mæta á Bræðsluna ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI? Fasteignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.