Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 10

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 10
8 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 II. Bjarni Benediktsson, efnahags­ og fjár mála­ ráðherra, lagði fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2019 í upphafi þings 11. september 2018 og ræddi það síðan 14. september. Frum varpið ber sterkri stöðu ríkissjóðs og ríkisfjármálanna gott vitni. Heildarskuldir ríkissjóðs hafa lækkað um 658 milljarða króna á sex árum og hlutfall þeirra af lands­ framleiðslu lækkað úr 86% þegar það var hæst árið 2011 í 31% í lok þessa árs. Útlit er fyrir að hrein vaxtagjöld verði um 26 milljörðum lægri árið 2019 en árið 2011. Kaupmáttur launa hefur aukist um 25% á fjórum árum. Stefna ríkisstjórnarinnar er að verja þá stöðu en fram undan er gerð viða­ mikilla kjara samninga. Fastur liður í umræðum á alþingi um ríkis­ fjármál undir forystu sjálfstæðismanns er að minna hann á gamalt kjörorð flokksins: Báknið burt! Frá því að það var kynnt til sögunnar á áttunda áratugnum hefur alltaf verið til þess vitnað við framlagningu fjárlaga frumvarps sjálfstæðismanns. Nú árið 2018 svaraði Bjarni Benediktsson áminningu í þessa veru á þann veg að allir töluðu um stórkostlegan vöxt ríkisútgjalda þótt útgjöldin hefðu lækkað sem hlutfall af vergri landsframleiðslu niður undir 30% úr því að hafa verið um 35%. Fjármálaráðherra sagði: „Þetta er auðvitað stórkostlegur árangur, að við getum lagt meira til heilbrigðis­ kerfisins og velferðarmála, stutt betur við barnafjölskyldur og tekjulægri, að við skulum geta sett meira í innviði, borað göng í gegnum fjöll, styrkt vegakerfið, keypt nýjan Herjólf, nýjar þyrlur o.s.frv., án þess að það íþyngi okkur hlutfallslega meira. Þetta er stórkostlegur árangur og er til vitnis um það að við erum að nýta efnahagslegan uppgang í landinu til þess að gera betur fyrir alla landsmenn. Um það snúast m.a. þessi fjárlög, um þá réttu forgangsröðun að búa í haginn fyrir framtíðina og fara ekki fram úr sér, skila góðum afgangi á fjárlögum, vera með langtímasýn um það hvernig þessir hlutir þróast.“ Í umræðunum sagði Bjarni Benediktsson einnig: „Mætti ég spyrja: Hvernig hefur gengið? Hvernig gekk að bæta stöðu heimilanna eftir fall fjármálafyrirtækjanna? Staðan er þessi: Fjárhagur heimilanna hefur umbreyst til hins betra. Eiginfjárstaða heimilanna er meiri. Færri eru í vanskilum. En eftir stendur áskorun sem sérstaklega snýr að fyrstu íbúðarkaupum. Þar [þarf ] fjölþættar aðgerðir sem snúa að öllu frá auknu lóðaframboði og þar með meira framboði af smærri íbúðum. Leiðir til þess að lækka byggingarkostnað skipta líka máli. Stöðugleikinn [...] með lægri vaxta­ kostnaði skiptir verulegu máli. Hver er staðan varðandi þann þáttinn? Staðan er sú að fyrir Íslendinga sem hafa tekið húsnæðis lán til að fjárfesta í eigin fasteign hafa raunvextir húsnæðislána aldrei í sögunni verið lægri en einmitt í dag.“ Þarna er vikið að atriði sem verið hefur þunga­ miðja í stefnu sjálfstæðismanna; að auðvelda ungu fólki að eignast eigið húsnæði. Í fram­ kvæmd hefur þessi stefna hopað, eins og dæma má af vexti leigufélaga. Bjarni Benediktsson, efnahags­ og fjármálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.