Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 32

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 32
30 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Fjölmiðlaeftirlit ríkisins Það eru fleiri dæmi. Á lista yfir óþarfa ríkis­ stofnanir eru fáar sem komast með tærnar þar sem Fjölmiðlanefnd hefur hælana. Fjölmiðlanefnd tók til starfa haustið 2011 eftir breytingu á fjölmiðlalögum. Á þeim sjö árum sem liðin eru hefur stofnunin gefið út 36 álit og ákvarðanir (skv. heimasíðu). Höfundi er óhætt að halda því fram að engin þeirra hefur bætt líf almennings með nokkrum hætti og í raun skipta þær engu máli – nema að því leyti þar sem einkareknir fjölmiðlar eru sektaðir. Að öllu óbreyttu er stofnunin komin til að vera, með tilheyrandi kostnaði, skrifræði og undarlegum ákvörðunum eins og birt var fyrr á árinu þar sem einkarekinn fjölmiðill var sektaður fyrir „brot á reglum um hlutlægni“. Starfsmenn Ríkisútvarpsins þurfa þó ekki að óttast neitt slíkt. Það er hægt að spyrja sig en svara um leið; ef Fjölmiðlanefnd yrði lögð niður á morgun og starfseminni hætt, myndi það einhverju breyta um líf okkar? En fyrst minnst er á Ríkisútvarpið. Á meðan allir fjölmiðlar landsins hafa þurft að laga sig að breyttum aðstæðum, hagræða í rekstri, sameinast öðrum fyrirtækjum o.s.frv. – passar ríkið vel upp á Ríkisútvarpið. Aldrei hefur verið gerð nein sérstök hagræðingar krafa á Ríkisútvarpið eftir hrun og í þeim fáu til­ vik um sem stofnun inni hefur verið gert að hagræða hefur hún gripið til þess að útvíkka starfsemi sína til að afla sér tekna, nú síðast með lóðabraski og útleigu tækja í samkeppni við einkaaðila sem bjóða upp á sambærilega þjónustu. Að einhverju leyti á að draga úr umfangi stofnunarinnar á auglýsingamarkaði en það verður bætt upp með því að hækka nefskattinn. Skattgreiðendur þurfa með öðrum orðum að bæta ríkisstofnuninni upp tapið. Myndavélar og sektir Tilhneiging ríkisins hefur verið að auka leyfis­ veitingar, þenja út eftirlitið, setja á íþyngjandi reglur, setja á fót nýjar gjaldtökuheimildir og þannig mætti áfram telja. Í vor brást ríkið hratt við kröfu um aukið eftirlit með heima­ gistingu og veitti Sýslumanninum í Reykjavík bæði heimildir og fjármagn til að fylgja því eftir. Í sumar var fjallað um nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða þar sem Fiskistofu verður heimilt að setja upp myndavélar til að fylgjast með einstaklingum og vinnu þeirra um borð í öllum fiskiskipum, höfnum, flutningstækjum og fiskvinnslum auk þess sem ætlunin var að Fiskistofa ræki flota af fjárstýrðum loft­ förum til að tryggja eftirlitið. Frumvarpið er lagt fram af ráðherra Sjálfstæðis flokksins. Annaðhvort styður ráðherrann svo víðtækt eftirlit ríkisins eða embættismennirnir hafa lagt línuna án þess að ráðherrann geri við það athugasemd. Það er erfitt að greina hvort er verra. Verði þetta frumvarp samþykkt setur það slæmt fordæmi og sjálfsagt munu aðrir eftirlitsaðilar fylgja fast á eftir. Þá eru tilvik þar sem alþjóðleg lög hafa verið innleidd hér á landi. Íslenskir stjórnmála­ og embættismenn hafa þó tilhneig ingu til að ganga lengra og finna upp hjólið, svona líkt og þeir séu í keppni við útlenska embættis­ menn þar sem verðlaunin eru mæld eftir blaðsíðum reglugerða. Innleiðing nýrra persónuverndarlaga er gott dæmi um þetta. Loks hefur verið tilhneiging til að setja inn í lög ákvæði sem heimila eftirlitsstjórnvöldum að leggja á stjórnvaldssektir og dagsektir. Viðmiðin eru reglulega hækkuð með tilliti til fordæma annarra laga. Þetta var til að mynda gert við innleiðingu persónuverndarlaga en önnur nýleg dæmi eru breytingar á lögum um siglingavernd og lögum um loftferðir þar sem Samgöngustofa fékk auknar heimildir til að leggja á stjórnvaldssektir og dagsektir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.