Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 80

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 80
78 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Íslensku liðin nú Íslenska liðið í opnum flokki skipa stór­ meistararnir Héðinn Steingrímsson, Jóhann Hjartarson, Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Áss Grétarsson ásamt alþjóðlega meistaran um Guðmundi Kjartanssyni. Helgi Áss, sem varð óvænt Íslandsmeistari í skák fyrr á árinu, er að tefla á fyrsta Ólympíuskákmóti sínu í 16 ár. Helgi Ólafsson er liðsstjóri. Íslenska kvennaliðið skipa Lenka Ptácníková, stórmeistari kvenna, Guðlaug Þorsteinsdóttir, Nansý Davíðsdóttir, Jóhanna Björg Jóhanns­ dóttir og Sigurlaug R. Friðþjófsdóttir. Nansý, sem er aðeins 16 ára, er að tefla á fyrsta Ólympíuskákmóti sínu. Guðlaug tefldi á Ólympíuskákmótinu árið 1978, fyrir 40 árum, þegar kvennaliðið tók fyrst þátt, þá á svipuðum aldri og Nansý nú. Björn Ívar Karlsson er liðsstjóri. Íslenska liðið í opnum flokki er í kringum 40. sæti á styrkleikalistanum af um 180 þjóðum. Kvennaliðið er í um 60. sæti af um 150 þjóðum sem taka þátt. Ingvar Þór Jóhannesson er fararstjóri hópsins. Greinarhöfundur mun sitja fund alþjóðaskák­ sambandsins. Ísland á þrjá skákstjóra á mótinu. Omar Salama, varaforseti Skák­ sambandsins, er einn yfirdómara mótsins en að auki eru Kristján Örn Elíasson og Ingibjörg Edda Birgisdóttir meðal skákstjóra á mótinu. Flestir sterkustu skákmenn heims nema heimsmeistarinn Í opnum flokki eiga Bandaríkjamenn stiga­ hæstu sveitina. Slíkt heyrir til mikilla tíðinda, en Rússar og þar áður Sovétmenn hafa átt stigahæsta liðið frá upphafi skákstiga. Rússar eru næststigahæstir og Kínverjar þeir þriðju. Kínverjar eru stigahæstir í kvennaflokki, Úkraínukonur næststigahæstar og heima­ menn í Georgíu í þriðja sæti. Mikil hefð er fyrir kvennaskák í Georgíu. Nánast allir sterkustu skákmenn heims tefla í Batumi. Heimsmeistarinn, hinn norski Magnús Carlsen, situr þó heima. Hann kýs að tefla frekar á Evrópumóti taflfélaga í október með norskum skákklúbbi sínum, en hann teflir heimsmeistaraeinvígi við Fabiano Caruana í London í nóvember næstkomandi. Meira að segja indverski tígurinn Vishy Anand teflir á Ólympíuskákmótinu, en hann hefur ekki teflt á slíku móti síðan 2004. Baráttan utan skákborðsins Í síðasta tölublaði Þjóðmála sögðum við frá baráttunni um forsetaembætti FIDE. Þar berjast þrír um forsetastöðuna. Þar kljást Grikkinn Georgios Makropoulos, Rússinn Arkady Dvorkovich og enski stórmeistarinn Nigel Short um vegtylluna. Helgi Ólafsson, liðsstjóri íslenska liðsins á Ólympíuskák­ mótinu, hefur æðstu þjálfaragráðu FIDE og er skólastjóri Skákskóla Íslands. Helgi hefur áður þjálfað og stýrt liðum í báðum flokkum á Ólympíuskákmótum og Evrópumótum með góðum árangri. Nansý Davíðsdóttir, sem er aðeins 16 ára, er að tefla á fyrsta Ólympíuskákmóti sínu, sem fram fer í Georgíu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.