Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 39

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 39
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 37 „Mér finnst samstarfið hafa farið vel af stað. Þetta hefur ekki alltaf verið auðvelt, stjórnar andstaðan hefur veitt okkur aðhald í mörgum málum en það var alveg viðbúið að það yrði ákveðin brekka til að byrja með,“ segir Bjarni spurður um samstarf flokksins í ríkisstjórn við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð og Framsóknarflokkinn. „Aðalatriðið er að við erum að ná góðri niður­ stöðu um stóru málin og fyrir Sjálfstæðis­ flokkinn hef ég ekki áhyggjur af áherslum í stjórnarsamstarfinu eða samstarfi flokkanna. Í stað þess að hafa áhyggjur af því ætti Sjálfstæðisflokkurinn að líta inn á við og fram veginn. Gæta að því að við séum, á grund­ velli þeirra gilda sem flokkurinn hefur ávallt starfað eftir, að draga fram þær áherslur sem skipta mestu fyrir þá tíma sem við lifum.“ Og hverjar eru þessar áherslur helst? „Við búum í mjög breyttu samfélagi, opnara samfélagi, og í hverjum kosningum koma inn stórir hópar af nýjum kjósendum,“ segir Bjarni. „Það er margt að breytast og með meiri hraða en áður var. Atvinnutækifæri sem ungt fólk er spennt fyrir eru önnur en þau voru fyrir 40­50 árum og jafnvel allt önnur en þau voru fyrir tíu eða tuttugu árum. Við allt þetta fólk þurfum við að tala. Það er gríðarleg áskorun að halda úti stóru stjórnmálaafli sem stöðugt er í takt við tímann. Sagan geymir mörg dæmi þess að flokkum hafi mistekist það.“ Bjarni segir að áherslur Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum hafi verið réttar og að hann hafi alltaf haft trú á því að stuðningur við flokkinn myndi aukast þegar árangurinn af verkum hans yrði ljós. „Mér finnst að við höfum verið ein á sviði stjórnmálanna að ræða um mikilvægi þess að lækka skatta og gera þá sanngjarnari. Það höfum við gert á sama tíma og við höfum styrkt innviðina – framlög til heilbrigðis­ mála, almannatrygginga, samgangna og menntamála hafa vaxið,“ segir Bjarni. „Ég fagna því að nú eru fleiri og fleiri að verða sammála okkur um mikilvægi þess að horfa meira á árangur í opinberum rekstri, að hann verði ekki bara mældur í fjárheimildum. Í fyrsta sinn í mörg ár kemur nú fram fjárlaga­ frumvarp þar sem viðtökurnar einkennast ekki af því að það þurfi miklu meiri útgjöld. Stefna okkar hefur miðað að því að láta samfélagið allt njóta þess árangurs sem við höfum náð í efnahagsmálum á síðustu árum. Við höfum styrkt stóru kerfin okkar en áhersla á húsnæðismálin hefur einnig skipt miklu, fyrst að koma fólki til hjálpar vegna skuldavandans en síðan að veita kaupendum fyrstu íbúða stuðning. Við höfum alltaf verið flokkur sem ber framgang og fjölbreytni atvinnulífsins fyrir brjósti og ég er ánægður með þá áherslu sem við höfum lagt á ný sköpun og þróun á undanförnum árum, á störf framtíðarinnar auk þeirra skrefa sem við erum að taka í umhverfismálum.“ Bjarni segir að við séum nú í betri stöðu en við höfum áður verið í. Þannig sé skuldastaða heimilanna gjörbreytt og það sama eigi við um fyrirtæki. „Við stöndum á miklu sterkari og fjölbreytt ari stoðum sem efnahagskerfi. Um leið er samtalið við fólk gerbreytt. En þessu samtali er aldrei lokið, við þurfum að koma árangri okkar betur á framfæri, fara yfir það á hverju árangur undanfarinna ára byggist og ekki síst hvert við stefnum,“ segir Bjarni. „Við þurfum að vera duglegri að nýta allar þessar nýju samskiptaleiðir sem standa okkur til boða og hafa gjörbreyst á skömmum tíma. Flokkurinn þarf að laga sig að miklu meiri hraða í samskiptum en áður tíðkaðist.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.