Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 69

Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 69
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 67 Hagnaður fiskvinnslu sem grundvöllur veiðigjalds á þá sem stunda fiskveiðar Vert er að taka það til sérstakrar umhugsunar hvort það er rétt að telja hagnað af vinnslu fisks til stofns veiðigjalds sem lagður er á þá sem veiða fisk. Lög um veiðigjald byggja á þeim grundvelli að gjaldið sé innheimt sem endurgjald fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni. Þetta kemur fram víðs vegar í lögskýringargögnum með frumvarpi að lögum um veiðigjald nr. 74/2012 og síðari breytingum á lögunum. Gildandi fyrirkomulag felur í sér að hagnaður í óskyldum rekstri, þ.e. vinnslu fisks, kemur til útreiknings á stofni veiðigjalds á þá sem veiða fisk. Í einhverjum tilvikum eru útgerðir og vinnslur reknar sem eitt fyrirtæki eða eru hluti af samstæðu, en það gildir um mikinn minnihluta þeirra sem greiða veiðigjald. Gildandi fyrirkomulag er því ekki ólíkt því ef hagnaður Mjólkursamsölunnar væri reiknaður til grundvallar skatti á mjólkurbændur eða ef hagnaður Sláturfélags Suðurlands kæmi til grundvallar skatti á kjötbændur. Þetta hefur þær afleiðingar að virðisaukning sem verður til hjá fiskvinnslum hækkar stofn veiðigjalds á þá sem veiða fiskinn. Erfitt er að sjá hvernig það samræmist þeirri grundvallarhugmynd laganna að veiðigjald sé endurgjald fyrir aðgang að fiskveiðiauðlindinni. Stofn veiðigjalds byggir í raun á hagnaði í atvinnugrein sem hefur ekkert með aðgang að fiskveiðiauðlindinni að gera vegna þess að fæstar útgerðir eiga vinnslu. Fiskvinnsla er atvinnugrein sem er afleidd af fiskveiðum og byggir hagnað sinn að mestu leyti á því að auka útflutnings­ verðmæti fisks. Það er m.a. gert með því að auka hagkvæmni í vinnslu og markaðssetja íslenskan fisk erlendis. Aukinn hagnaður í vinnslu hefur því ekki alltaf þær afleiðingar að hagnaður aukist hjá útgerðum og kann þetta því að leiða til aukinnar skattheimtu á útgerðir sem tekur ekki mið af afkomu þeirra. Þannig á sér stað form af samsköttun milli tveggja atvinnugreina sem er einsdæmi í skattlagningu á atvinnugrein. Það væri til þess fallið að gera skattlagningu á útgerðir gagnsærri og skýrari að binda stofn veiðigjalds einungis við hagnað af fiskveiðum en ekki hagnað af fiskvinnslu. Við lagasetningu af því tagi þyrfti að huga að því að í sumum tilvikum fer vinnsla fisks fram innan skips og aðskilja þyrfti hagnað af slíkri vinnslu frá stofni veiðigjalds. Breyting af þessu tagi þyrfti ekki að vera flókin og gæti falið í sér talsverða réttarbót. Slík breyting gæti haft í för með sér hvata fyrir aðila innan greinarinnar, sem eiga bæði útgerð og vinnslu, til þess að selja fiskinn til vinnslunnar á lágu verði svo að stofn veiðigjalds lækki. Reglur skattaréttarins um milliverðlagningu ættu þó að taka á slíkum brögðum. Enn fremur þyrfti að hafa í huga við slíka lagasetningu að stærstu einstöku greiðendur veiðigjalds eiga flestir líka vinnslu. Ef innheimta á jafnhátt veiðigjald og gert er í gildandi fyrirkomulagi þyrfti að hækka veiðigjald á útgerðir. Passa þyrfti að sú hækkun skaðaði ekki minni útgerðir um of. Ónákvæmni útreiknings á arðbærni veiða (afkomuígildi) Eins og að framan greinir er stofni veiðigjalds deilt niður á fisktegundir miðað við hversu arðbært er að veiða þær í hlutfalli við þorsk (afkomuígildi). Ákveðinn galli við þá aðferð að reikna út arðbærni við veiðar á hverri fisk­ tegund fyrir sig er að aðferðin þarf töluvert mikið gagnamagn til þess að útreikningarnir taki mið af raunverulegri framlegð við veiðar á hverjum nytjastofni fyrir sig. Þetta hefur þau áhrif að tegundir sem eru veiddar í litlu magni eru með óstöðugt veiðigjald, þ.e.a.s. það breytist með handa­ hófskenndum hætti frá ári til árs, vegna þess að afkomustuðlarnir byggja á litlu og óstöðugu gagnamagni. Þetta á sérstaklega við um tegundir sem eru fyrst og fremst veiddar sem meðafli, eins og t.d. gulllax. Því meira sem nytjastofn er veiddur, þeim mun meira er gagnamagnið og þar af leiðandi útreikningurinn nákvæmari.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.