Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 6

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 6
4 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Í ritstjórnardálkinum Fjölni var í síðasta tölu­ blaði Þjóðmála fjallað um störfin sem kunna að hverfa á næstu árum. Það gerist að miklu leyti vegna fjórðu iðnbyltingarinnar en einnig með sívaxandi kröfum um hærri laun. Fjölnir sagði í grein sinni: „Vinnumarkaðurinn er sífellt að taka breytingum og enginn veit hvernig hann mun líta út eftir nokkur ár. Í dag er til fjöldinn allur af störfum sem voru ekki til fyrir 20 árum og fyrir 20 árum var til mikið af störfum sem eru ekki til í dag. Á þessu virðast stjórnmálamenn hafa takmarkaðan skilning og svo virðist sem forystumenn verkalýðsleiðtoga hafi hann ekki heldur.“ Þetta sýndi sig meðal annars þegar þingmenn og heilu sveitarfélögin fóru að býsnast yfir því að tryggingafélagið VÍS ákvað að loka sumum af útibúum sínum á landsbyggðinni (í framhjáhlaupi má nefna að VÍS rekur eitt þjónustuútibú á öllu höfuðborgarsvæðinu). Samskipti með tryggingar fara að nær öllu leyti fram í gegnum netið nú til dags og þörfin fyrir rekstur sérstakra útibúa verður sífellt minni. Sjálfsagt finnst fólki þægilegt að eiga sinn þjónustufulltrúa þegar eitthvað kemur upp á og enn betra er að vera málkunnugur honum eða henni. En fæstir eru til í að greiða hærri iðgjöld til að halda starfsgildinu í heima­ byggð. Hver á þá að bera kostnaðinn af því? *** Það er líka ákveðin kaldhæðni fólgin í því að sjá stjórnmálamenn býsnast yfir því að fyrirtæki hagræði í rekstri sínum með þessum hætti. Stjórnmálamenn á Alþingi hafa lítið gert til að bæta rekstrarskilyrði fyrirtækja á síðustu árum. Tryggingagjaldið vegur þar þyngst, en það hefur lítið lækkað og mun aðeins lækka í hægum skrefum næstu árin. Tryggingagjaldinu var upphaflega ætlað að fjármagna atvinnuleysisbætur en þegar atvinnuleysið hvarf ákváðu stjórnmálamenn að viðhalda háu tryggingagjaldi og nota fjármagnið í alls konar önnur verkefni. Við þetta bætist ýmiss konar regluverk, eftirlits­ iðnaður og fleira sem kemur á færibandi frá stjórnmálamönnum með tilheyrandi kostnaði fyrir fyrirtæki. Sveitarfélögin eru heldur ekki saklaus. Fasteignagjöld atvinnuhúsnæðis hafa hækkað umtalsvert með hækkandi fasteignamati. Ef það væri einhver alvöru samkeppni á milli sveitarfélaga um að halda fyrirtækjum í heimabyggð myndu þau byrja á því að lækka álagningu fasteignagjalda. Næsta skref yrði að einfalda stjórnsýsluna til að gera hana skilvirkari. Í stuttu máli geta stjórnmálamenn ekki bæði haldið sköttum og gjöldum háum og á sama tíma skammað fyrirtæki fyrir að hagræða í rekstri. Stjórnmálamenn eiga það ekki inni að tala með þessum hætti. Nú þurfa allir launþegar að spyrja sig að því hvort þeir séu tilbúnir að leggja heimilis­ bókhaldið undir til að fara í stríð með foringjum VR, Eflingar og annarra verkalýðs­ félaga sem binda bagga sína ekki sömu hnútum og samferðamennirnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.