Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 60

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 60
58 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Það reið baggamuninn að seðlabankar í Evrópu og Norður­Ameríku neituðu íslenska seðlabankanum um sömu lausafjárfyrir­ greiðslu og til dæmis norrænir seðlabankar og hinn svissneski fengu, jafnframt því sem ríkisstjórn breska Verkamann aflokksins lokaði breskum bönkum í eigu Íslendinga á sama tíma og hún veitti öllum öðrum breskum bönkum aðstoð, og síðan bætti hún gráu ofan á svart með því að setja hryðju­ verkalög á Landsbankann, Seðla bankann og Fjármálaeftirlitið. Hannes telur að setning hryðjuverkalaganna hafi ekki verið ill nauðsyn, eins og breskir ráðamenn hafi látið í veðri vaka. Fjármála­ eftirlitið breska hafi haft næg úrræði til að stöðva fjármagnsflutninga úr landi. Hannes kveður skýringuna á áhugaleysi Bandaríkjanna um Ísland árið 2008 vera að landið var hætt að skipta máli hernaðarlega, en í síðari heimsstyrjöld og Kalda stríðinu voru Bandaríkin öflugur bakhjarl Íslands. Fjand­ skapur evrópskra seðlabanka í garð íslensku bankanna var aðallega vegna þess að þeir voru taldir ágengir og áhættusæknir og raska jafnvægi á mörkuðum með innlána söfnun sinni og samkeppni við hefðbundna banka. Skýringin á hinum ruddalegu aðgerðum bresku Verkamannaflokksstjórnarinnar gegn Íslendingum var hins vegar margþætt, að því er Hannes telur. Gordon Brown forsætis­ ráðherra og Alistair Darling fjármálaráðherra voru báðir Skotar, en skoska sjálfstæðis­ hreyfingin ógnaði yfirburðum Verkamanna­ flokksins í Skotlandi. Þeir Brown og Darling vildu sýna Skotum hvaða áhættu þeir tækju með því að slíta sambandinu við England. Enn fremur vildu þeir sýna breskum kjósendum hversu ódeigir þeir væru í vörn fyrir breska hagsmuni, og harka við Íslendinga kostaði þá ekkert. Í þriðja lagi vildu þeir hugsanlega bæta víg stöðu Breta í fyrirsjáanlegri deilu við Íslendinga um uppgjör Icesave­reikninga Landsbankans, sem vistaðir voru í útbúi bankans í Lundúnum, en ekki í dótturfélagi, svo að hinn íslenski Tryggingarsjóður inn stæðueigenda og fjárfesta bar ábyrgð á innstæðum, en ekki sambærilegur breskur sjóður. Hannes leiðir rök að því að óþarfi hafi verið að beita hryðjuverkalögunum gegn Íslendingum. Þessi aðgerð skosku stjórnmálamannanna Alistairs Darlings og Gordons Browns hafi verið af stjórnmála hvötum. Ljósm. Alamy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.