Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 43
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 41
Embættismenn móti ekki stefnuna
Án þess að gera lítið úr þeim verkefnum sem þú
taldir hér upp eru öll þessi mál mjög kerfisbundin
og maður veltir því fyrir sér hvort nægilega sé
hugað að til að mynda skattamálum, sem nær
eingöngu snúast um hugmyndafræði. Það
verður þannig ekki hjá því komist hjá því að
spyrja hvort það séu í raun og veru embættis
menn sem móti skattastefnu landsins eins og
oft er haldið fram?
„Það er ekki rétt að þeir móti stefnuna en ef
þeir hafa áhuga á því geta þeir vissulega haft
ákveðið vald, t.d. með því að stýra upplýsinga
gjöf. Það hefur stundum gefist mér mjög vel
að fá utanaðkomandi til að vinna með kerfinu.
Hópurinn sem vann með okkur í hafta afnám
inu var þannig. Sama gildir um breytingar á
innkaupastefnu okkar,“ segir Bjarni.
Bjarni bætir því við að góðir stjórnmálamenn
finni leiðir til þess að láta hlutina gerast en
aðrir festist í viðjum kerfisins. Þar skilji á milli.
„Ég hef séð ráðherra koma og fara sem hafa
ekki skilið mikið eftir sig,“ segir Bjarni.
„Á meðan eru aðrir sem hafa einhverja sýn
á hlutina, skýr skilaboð, þolinmæði sem
skiptir líka máli og hæfileikann til þess að
fá fólk í lið með sér. Það er til lítils að koma
inn í ráðuneyti og skalla alla í framan, heldur
þarf að fá fólk í lið með sér og útskýra þá
hugmyndafræði sem maður vill vinna að. Það
finnst mér hafa tekist í fjármálaráðuneytinu,
að skapa liðsanda um tiltekin verkefni þar sem
sigurinn er á endanum ekki bara ráðherrans
heldur heildarinnar sem kemur að verkefninu.“
Mörgum hægrimönnum finnst þó ekki nóg gert
hvað lækkun skatta varðar, kenna „kerfinu“ um
og hafa gagnrýnt þig opinberlega. Finnst þér
sú gagnrýni ósanngjörn?
„Kerfið hefur vissulega mikla tilhneigingu til
að verja sig og er oft og tíðum mjög sjálf
hverft,“ segir Bjarni.
Bjarni segir að góðir stjórnmálamenn finni leiðir til þess að láta hlutina gerast en aðrir festist í viðjum kerfisins.
Þar skilji á milli. „Ég hef séð ráðherra koma og fara sem hafa ekki skilið mikið eftir sig,“ segir Bjarni.