Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 43

Þjóðmál - 01.09.2018, Qupperneq 43
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 41 Embættismenn móti ekki stefnuna Án þess að gera lítið úr þeim verkefnum sem þú taldir hér upp eru öll þessi mál mjög kerfisbundin og maður veltir því fyrir sér hvort nægilega sé hugað að til að mynda skattamálum, sem nær eingöngu snúast um hugmyndafræði. Það verður þannig ekki hjá því komist hjá því að spyrja hvort það séu í raun og veru embættis­ menn sem móti skattastefnu landsins eins og oft er haldið fram? „Það er ekki rétt að þeir móti stefnuna en ef þeir hafa áhuga á því geta þeir vissulega haft ákveðið vald, t.d. með því að stýra upplýsinga­ gjöf. Það hefur stundum gefist mér mjög vel að fá utanaðkomandi til að vinna með kerfinu. Hópurinn sem vann með okkur í hafta afnám­ inu var þannig. Sama gildir um breytingar á innkaupastefnu okkar,“ segir Bjarni. Bjarni bætir því við að góðir stjórnmálamenn finni leiðir til þess að láta hlutina gerast en aðrir festist í viðjum kerfisins. Þar skilji á milli. „Ég hef séð ráðherra koma og fara sem hafa ekki skilið mikið eftir sig,“ segir Bjarni. „Á meðan eru aðrir sem hafa einhverja sýn á hlutina, skýr skilaboð, þolinmæði sem skiptir líka máli og hæfileikann til þess að fá fólk í lið með sér. Það er til lítils að koma inn í ráðuneyti og skalla alla í framan, heldur þarf að fá fólk í lið með sér og útskýra þá hugmyndafræði sem maður vill vinna að. Það finnst mér hafa tekist í fjármálaráðuneytinu, að skapa liðsanda um tiltekin verkefni þar sem sigurinn er á endanum ekki bara ráðherrans heldur heildarinnar sem kemur að verkefninu.“ Mörgum hægrimönnum finnst þó ekki nóg gert hvað lækkun skatta varðar, kenna „kerfinu“ um og hafa gagnrýnt þig opinberlega. Finnst þér sú gagnrýni ósanngjörn? „Kerfið hefur vissulega mikla tilhneigingu til að verja sig og er oft og tíðum mjög sjálf­ hverft,“ segir Bjarni. Bjarni segir að góðir stjórnmálamenn finni leiðir til þess að láta hlutina gerast en aðrir festist í viðjum kerfisins. Þar skilji á milli. „Ég hef séð ráðherra koma og fara sem hafa ekki skilið mikið eftir sig,“ segir Bjarni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.