Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 59

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 59
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 57 jafnvel þegar á þjóðveldisöld. Hver hreppur hafi átt sína afrétt, og síðan hafi fylgt hverri jörð ákveðin tala sauða, sem reka mátti í afréttina, ítalan svonefnda. Eigendur jarða við laxveiðiár hafi átt þær saman, en hverri jörð fylgt ákveðinn stangafjöldi á veiðitímabilinu. Þannig hafi aðgangur að takmörkuðum gæðum verið takmarkaður. Kvótakerfið í íslenskum sjávarútvegi sé í raun svipað hinni fornu ítölu. Hverju skipi fylgi ákveðið magn af fiski sem veiða megi, kvótinn, en hann geti líka gengið kaupum og sölum. Þannig nýtist tveir helstu kostir einkaeignarréttar: að hand­ hafar réttindanna einbeiti sér að því að nýta sem hagkvæmast þau gæði sem þeir hafa einkaafnotarétt á, og að réttindin rati smám saman í frjálsum viðskiptum í hendur þeirra sem best kunna með þau að fara. Í skýrslu sinni víkur Hannes að lokum að þremur „þokkafullum risadýrum“ (charis­ matic megafauna); hval, fíl og nashyrningi. Hann bendir á að hvalastofnarnir tveir sem Íslendingar nýta, langreyður og hrefna, séu traustir og eigi þess vegna alls ekki heima á alþjóðlegum listum um dýrategundir í útrýmingarhættu. Sumir stofnar fíla og allir stofnar nashyrninga séu hins vegar í útrýmingarhættu. Þar sé lausnin sú að breyta veiðiþjófum í veiðiverði með einu penna­ striki: með því að gera þá sem næstir búi dýrunum að eigendum þeirra eða gæslu­ mönnum. Sem fyrr krefjist vernd verndara. Lærdómar af bankahruninu Önnur skýrsla Hannesar fyrir New Direction ber heitið Lærdómar Evrópuþjóða af banka­ hruninu íslenska 2008 (Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse). Hún er 93 blaðsíður að lengd. Í upphafi vísar Hannes á bug ýmsum algengum skýringum á bankahruninu. Það stafaði ekki af auknu atvinnufrelsi, enda voru margar þjóðir frjálsari en Íslendingar, án þess að bankakerfi þeirra hryndu. Það var ekki heldur vegna kvótakerfisins í sjávarútvegi, sem hafði í meginatriðum myndast árin 1975–1990, löngu fyrir bankahrunið. Það mátti ekki heldur rekja til „karlaveldis“. Fjármálageirar annarra þjóða voru skipaðir körlum að miklum meirihluta, án þess að bankakerfi þeirra hryndu. Bankahrunið var ekki heldur vegna stjórnarskrárinnar, sem var svipaðs efnis og hin danska. Hannes telur skýringu Rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu rétta, svo langt sem hún nær: Bankarnir uxu svo hratt og urðu svo stórir að íslenskum stjórnvöldum var um megn að veita þeim lausafjárfyrirgreiðslu í hinni alþjóðlegu fjármálakreppu. En stærð bankanna var að sögn Hannesar nauðsynlegt skilyrði fyrir bankahruninu og ekki nægilegt. Regnskógur í Brasilíu. Í skýrslu sinni segir Hannes að varðveita megi líffræðilegan fjölbreytileika skóganna þar í landi á miklu minna svæði. Rányrkja sé stunduð í skógunum af því að þeir séu ekki undirorpnir einkaeignarrétti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.