Þjóðmál - 01.09.2018, Page 16

Þjóðmál - 01.09.2018, Page 16
14 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Enginn lánveitandi til þrautavara Í október verða tíu ár liðin frá hruninu hér á Íslandi, sem var dæmigerð tvíburakreppa sem kom fram bæði á gjaldeyrismarkaði og fjármálamarkaði. Hrunið bar fljótt að og kom Íslendingum á óvart sem höfðu flotið sofandi að feigðarósi með mikilli erlendri skulda­ söfnun um nokkurra ára skeið. Hagkerfið var á sama tíma á mikilli siglingu þar sem ein ríkisstofnun – Landsvirkjun – réðist í eitt stærsta fjárfestingarverkefni íslenskrar hagsögu með byggingu virkjunar á Kárahnjúkum samfara því sem álver reis á Reyðarfirði. Þá fór önnur ríkisstofnun – Íbúðalánasjóður – í harða samkeppni við viðskiptabankana þrjá á íbúðamarkaði í krafti ríkisábyrgðar á skuldabréfaútgáfum sínum. Ójafnvægið magnaðist ár frá ári, peninga­ magn í umferð margfaldaðist, erlendir vaxta munarfjárfestar streymdu inn og viðskiptahallinn náði hámarki í ríflega 23% af landsframleiðslu á árinu 2006 svo dæmi sé tekið. Á sama tíma söfnuðust skuldirnar upp og í lok árs 2007 var hrein erlend skuldastaða þjóðarbúsins (erlendar skuldir umfram erlendar eignir) rúmlega heil landsframleiðsla og ósjálfbær með öllu. Íslenska bankakerfið, sem hafði verið í útrás í rúmlega fjögur ár, var á þeim tíma með efna­ hagsreikning á við tífalda landsframleiðslu og var einfaldlega of stórt til að bjarga þegar á reyndi og hin alþjóðlega fjármálakreppa skall á. Lygilegur viðsnúningur Í kjölfar hrunsins fékk Seðlabanki Íslands mörg ný verkefni. Framfylgd fjármagnshafta, endurheimt eigna, umsjón með gjaldeyris­ útboðum og gerð samninga við kröfuhafa föllnu bankanna eru dæmi um verkefni sem lentu á borði Seðlabankans. Stíf fjármagnshöft voru sett á 28. nóvember 2008 við upphaf efnahagsáætlunar Alþjóða­ gjaldeyrissjóðsins (AGS) og íslenskra stjórn­ valda. Upphaflega var talað um tímabundna ráðstöfun og að mikilvægt væri því að setja á strangar hömlur í upphafi sem síðan yrði slakað á í framhaldinu. Sú ráð stöfun gekk þó ekki eftir, þvert á móti voru mörg skref stigin til að herða höftin. Þá bjartsýni sem ríkti við setningu haftanna má m.a. rekja til þess að undirliggjandi skulda ­ staða þjóðarbúsins var verulega vanmetin á þeim tíma. Sem dæmi í febrúar 2011 gaf Seðlabankinn út ritið Hvað skuldar þjóðin? þar sem mat var í fyrsta skipti lagt á undir­ liggjandi skuldastöðu þjóðarbúsins á árunum 2009 og 2010. Ljóst var þó fljótlega eftir að ritið kom út að um verulegt vanmat var að ræða og að skuldastaðan væri umtalsvert verri en Seðlabankinn áleit vera. Vanmat Seðlabankans á skuldastöðunni hljóp á mörg hundruð milljörðum króna. Lán frá AGS og norrænum frændþjóðum leiddi til þess að skyndilega var Seðlabankinn með talsverðan gjaldeyrisforða en slíkur forði var ekki til staðar þegar krísan skall á. Í febrúar 2011 gaf Seðlabankinn út ritið Hvað skuldar þjóðin? þar sem mat var í fyrsta skipti lagt á undir liggjandi skuldastöðu þjóðarbúsins á árunum 2009 og 2010. Ljóst var þó fljótlega eftir að ritið kom út að um verulegt vanmat var að ræða og að skuldastaðan væri umtalsvert verri en Seðlabankinn áleit vera. Vanmat Seðlabankans á skuldastöðunni hljóp á mörg hundruð milljörðum króna.

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.