Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 45

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 45
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 43 „Ég vil þó taka fram að við eigum eldri kynslóðum þessa lands mikið að þakka, fólkinu sem byggði upp landið. Kynslóðirnar sem á undan komu skiluðu af sér mun betra samfélagi en þær tóku við. Það er sá grunnur sem við stöndum á. Án framlags eldri kynslóðar innar og þeirrar sem þar kom á undan til stjórnmálalegs­ og efnahagslegs sjálfstæðis værum við enn eflaust meðal fátækustu ríkja Evrópu. En ég er hér til dæmis að vísa til þess að stundum tala menn með miklum stóryrðum um að ríkisstjórnin hafi engan skilning á gangverki vinnumarkaðsins og stjórnmálamenn nútímans viti ekki hvað þarf til, til þess að ná saman við vinnu­ markaðinn. En bíðum nú við, hvernig gengu samskiptin á milli ríkisvaldsins og vinnu­ markaðarins frá 1970 fram til 1990? Verðbólgan þá var að jafnaði vel yfir 20% á hverju ári. Á því tímabili og reyndar síðar voru gefin út lífeyrisréttindi sem í ljós kom að engin innistæða var fyrir.“ Þannig segir Bjarni að ófjármagnaðar lífeyris ­ skuldbindingar fortíðar séu reikningur á þá sem nú eru á vinnumarkaði og framtíðarkynslóðir þessa lands. „Við höfum varið milljarðatugum á undan­ förnum árum til að auka stuðning við þá sem ekki náðu að byggja upp fullnægjandi lífeyris­ rétt á starfsævinni. Mér finnst við geta verið stolt af því. Við erum líka að gera ráðstafanir til að geta staðið við eldri ófjármagnaðar lífeyris­ skuldbindingar,“ segir Bjarni. „Tvennt stendur upp úr í því. A­deild LSR sem við teljum okkur nú hafa fullfjármagnað, síðast með á annað hundrað milljarða inn­ borgun á skuldbindinguna. B­deildin er hins vegar miklu stærra vandamál og verður ekki leyst í bráð. Við greiðum nú sjö milljarða á ári inn á það rúmlega tæplega 700 milljarða gat sem er í fjármögnun á skuldbindingum sjóðsins og munum þurfa að gera það í það minnsta kosti 40 ár í viðbót. Ófullnægjandi lífeyrir veldur miklum þrýstingi á stjórn­ málamenn dagsins í dag. Um þetta snýst umræðan um stöðu eldri borgara. Of stórir hópar eiga erfitt með að ná endum saman. En við höfum gert mikið á skömmum tíma og við viljum gera enn betur. Þetta stóra samhengi hlutanna finnst mér stundum gleymast. Það er stundum eins og ákveðið kynslóðabil valdi því að við sjáum hlutina ekki í sama ljósi. Við sem erum í dag á vinnu­ markaði erum ekki að velta þessum vanda á undan okkur. Ætlumst ekki til að framtíðarkynslóðir standi undir réttindum okkar. Í dag rekum við hallalausan ríkissjóð, leggjum til hliðar fyrir framtíðarskuld­ bindingum, verðbólga hefur verið í lágmarki og skuldabyrði ríkissjóðs er orðin viðráðanleg. Kaupmáttur hefur vaxið um 25% á fjórum árum. Þetta hefði maður haldið að hjálpaði til við að auka nokkuð bjartsýni og jákvæðni í samfélaginu.“ „Við þurfum að vera duglegri að nýta allar þessar nýju samskiptaleiðir sem standa okkur til boða og hafa gjörbreyst á skömmum tíma. Flokkurinn þarf að laga sig að miklu meiri hraða í samskiptum en áður tíðkaðist.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.