Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 22

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 22
20 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Icesave Seðlabanki Íslands og stjórnvöld voru algerlega meðvirk með erlendum kröfuhöfum eftir hrun. Skömmin yfir efnahagsáfallinu og tapinu sem af því hlaust virtist draga íslensk stjórnvöld að þeirri niðurstöðu að semja um íslenska hagsmuni á forsendum kröfuhafa. Kaupa sig frá vandanum, nánast sama hvað það kostaði, og senda almenningi reikninginn. Þar liggur einmitt munurinn á einkarekstri og opinberum. Einkaaðilar geta ekki sent reikninginn annað, þeir hafa því beina hags­ muni af því að berjast fyrir hverri krónu, en aðalsamningamaður ríkisins í Icesave­málinu, Svavar Gestsson, leyfði sér hins vegar að klára samninga með þeim orðum að hann „var leiður á að hafa þetta hangandi yfir sér“ og nennti ekki meir. Ríkisstjórnin sem sat 2009­2013 undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur sinnti ekki hagsmuna gæslu fyrir almenning í Icesave­ málum. Embættismennirnir gerðu það ekki heldur. Það var ekki fyrr en almenningi var nóg boðið og InDefence tók til varnar fyrir íslenska hagsmuni að mál fóru að þokast í rétta átt. Vegna inngripa Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, fór Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá gafst almenningi færi á því að hafa vit fyrir kerfinu þrátt fyrir ótrúlegan hræðsluáróður frá stjórnvöldum, hagsmunasamtökum og háskólaprófessorum. Icesave­málið sýnir í hnotskurn að ekki er unnt að treysta embættis­ og stjórnmála­ mönnum til að „bjarga kerfinu“. Uppgjör við kröfuhafa Fyrir Íslendinga var engin ástæða til þess að vera hnípinn eða lítill í sér í samskiptum við kröfuhafa. Allir töpuðu við efnahagsáfallið. Athyglisverðast var að langstærstur hluti kröfuhafa innleysti tap sitt á fyrstu tveimur árunum eftir hrun og hvarf á braut. Í staðinn komu sérhæfðir fjárfestar sem keyptu kröfu sínar með allt að 95% afslætti og heimtuðu svo að kröfurnar yrðu greiddar að fullu. Stjórnvöld sýndu þessum aðilum allt of mikla linkind og fórnuðu í raun hagsmunum íslensks almennings í þágu hrægammasjóða sem sérhæfa sig í því að ryðjast inn í kreppur og krefjast þess að fá margfalt greitt fyrir fjárfestingu sína. Aldrei átti að ljá máls á því að réttindi kröfuhafa yrðu meiri en íslensks almennings og fyrirtækja en á árunum fram að nauðasamningum var þó talað á þennan veg. Forgangskröfur voru nefndar til sögunnar og látið í það skína að erlendir kröfuhafar ættu frekara tilkall til gjaldeyris landsins en þegnar þess. Það var auðvitað rakalaus þvæla. Í húfi voru gríðarlegar fjárhæðir. Þrotabú bankanna sátu á erlendum gjaldeyri sem nam yfir 130% af hagkerfinu. Eins áttu búin krónur fyrir yfir 60% af stærð hagkerfisins. Á sama tíma læstu stjórnvöld almenning og fyrirtæki innan gjaldeyrishafta og skila skyldu á gjaldeyri. Hvaða rétt áttu kröfuhafar á að eignast gjaldeyri umfram Íslendinga? Það er ótrúlegt, en tæpum þrjátíu árum eftir fall Berlínarmúrsins og algert hrun sósíalismans eru enn aðilar sem trúa því að mikil ríkisumsvif séu góð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.