Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 68

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 68
66 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Skýrslunni er nefnilega ætlað að vera úttekt á sjávarútvegi sem lýsir árferði í greininni, s.s. lýsandi skýrsla, en ekki nákvæm úttekt á tilteknum hagtölum með það að markmiði að leggja skatt á sjávarútveg. Það mætti standa betur að útreikningi á hagnaði hjá fiskveiða­ og fiskvinnslu­ fyrirtækjum með það að markmiði að fá raunsannari mynd af hagnaði í greininni. Til þess að ná því fram mætti e.t.v. standa betur að gagnaöflun og reyna að tryggja að stofn til veiðigjalds taki mið af stærra úrtaki. Það væri til þess fallið að gera veiðigjalds stofn­ inn nákvæmari og sanngjarnari gagnvart gjaldendum. Bókhaldshagnaður sem grundvöllur veiðigjalds Við útreikning á veiðigjaldsstofni er, eins og áður hefur komið fram, byggt á gögnum um hagnað í fiskvinnslu og fiskveiðum í skýrslu Hagstofunnar, Hagur veiða og vinnslu. Við útreikning á stofni veiðigjalds er lagður til grundvallar bókhaldshagnaður. Það fyrirkomulag að leggja bókhaldshagnað til grundvallar stofni veiðigjalds er bundið ákveðnum vanköntum. Þegar veiðigjald er reiknað af bókhaldshagnaði verður hluti af gjaldstofninum t.d. verðbreytinga­ og eignauppfærslur. Þannig geta veiðigjöld hækkað eða lækkað marktækt milli ára vegna ákvörðunar fyrirtækja um að uppfæra verðmat á fiskiskipunum sínum. Að sama skapi eru lán útgerða oft í erlendri mynt, vegna þess að tekjur þeirra eru það líka, og því geta gengis­ breytingar haft ýmist jákvæð eða neikvæð áhrif á bókhaldshagnað innan greinar innar. Til skýringar á þessum vangaveltum má nefna þá stöðu að ef fyrirtæki endurmetur flotann sinn og hann reynist 500 milljónum verðmætari en hann var við síðasta mat reiknast það inn í bókhaldið sem hagnaður. Afleiðing af því yrði hærra veiðigjald tveimur árum síðar á alla þá sem greiða veiðigjald, jafnvel smábátaeiganda á Raufarhöfn. Slíkar bókhaldsfærslur gefa bersýnilega ekki skýra mynd af afkomu í sjávarútvegi í samræmi við þá grunnhugsun sem er undirliggjandi við gildandi veiðigjald. Að sama skapi gæti verið rétt að undanskilja í útreikningum veiðigjalds söluhagnað og ­tap þegar eignir eru seldar, virðisrýrnun aflaheimilda og leiðréttingar á lánum. Bókhaldshagnaður af þessu tagi er ekki hluti af reglulegri starfsemi útgerða. Vinnsla um borð í fiskiskipum Við útreikning á veiðigjaldi er byggt á öllum hagnaði fiskveiða og tilteknu hlutfalli hagnaðar fiskvinnslu. Þannig rennur allur hagnaður við veiðar inn í stofn veiðigjalds en aðeins hluti af hagnaði vinnslu telst til gjaldsins. Í framkvæmd fellur allur hagnaður af vinnslu um borð í fiskiskipum veiðamegin í stofni veiðigjalds. Engu breytir þótt umtalsverður hluti af hagnaði skipanna sé í raun hagnaður af vinnslu en ekki veiðum. Þetta fyrirkomulag er letjandi fyrir eigendur fiskiskipa að fjárfesta í búnaði sem eykur verðmætasköpun í formi vinnslu um borð áður en í land er komið, því allur hagnaður af slíkri starfsemi rennur beint til stofns veiðigjaldsins, þrátt fyrir að ekki sé um veiðar að ræða. Þá er ljóst að vinnsla um borð í fiskiskipi kann að skila meiri hagnaði en ella, enda er afurðin verðmætari þegar hún kemur í land. Oft er fiskurinn fullunninn og tilbúinn til útflutnings og því kann aflaverðmæti hans að vera allt annað en hjá óunnum fiski. Það er ákveðið innra ósamræmi í því að telja allan hagnað af vinnslu um borð í skipi til stofns veiðigjalds en einungis hluta af hagnaði við vinnslu í landi. Stofn veiðigjalds byggir í raun á hagnaði í atvinnugrein sem hefur ekkert með aðgang að fiskveiðiauðlindinni að gera vegna þess að fæstar útgerðir eiga vinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.