Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 77
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 75
Hann lét svo um mælt, að ef allsherjarþingið
tæki ekki af skarið, mundi það bregðast
skyldu sinni og þá yrði ein hjartfólgnasta von
mannkynsins að engu.
Ég hélt til aðalstöðva allsherjarþingsins, þar
sem mikil spenna ríkti. Blaðamenn og frétta
menn sjónvarps og hljóðvarps um heim allan
voru samankomnir í anddyri og göngum, en
sæti allra fulltrúa voru skipuð og gestapallar
voru þéttar setnir en nokkru sinni áður.
Sameinuðu þjóðunum gafst einstakt tækifæri
snemma á ferli sínum.
Á forsætispalli sátu þeir, fölir og hátíðlegir,
Oswaldo Aranha, Trygve Lie og Andrew
Cordier, aðstoðarframkvæmdastjóri, sem var
vel í holdum. Aranha setti fundinn og gaf
fulltrúa Íslands orðið. Thors var frábær, mér
til mikil hugarléttis. Hann sagði með miklum
sannfæringarkrafi að þótt allar leiðir hefðu
verið kannaðar, væri hann og samnefndar
menn hans sannfærðir um, að samkomulag
væri ekki fært fyrir fram. Eina sáttavonin
væri fólgin í úrskurði og ákvörðun. Ef heims
byggðin væri staðföst í stuðningi sínum
við skiptingu, þá yrði skipting veruleiki og
þeir, sem væru henni andvígir nú, ættu ekki
annars úrkosti en að falla á hana.
Loks var ræðuhöldum lokið og hátíðleg þögn
varð í salnum. Aranha tilkynnti þá ákvörðun
sína, að efnt skyldi til atkvæðagreiðslu með
nafnakalli. Sumu okkar, sem vorum við staddir,
er enn í minni raddblær Cordiers, þegar hann
þuldi atkvæðin. „Argentína?“ „Greiðir ekki
atkvæði.“ „Afghanistan?“ „Nei“. „Ástralía?“ „Já“.
„Belgía?“ „Já“. „Bólivía?“ „Já“. „ByeloRússland‘“
„Já“.
Og þannig hélt það áfram. þegar Frakkland
sagði háum rómi „Oui“ kváðu við fagnaðaróp,
sem Aranha þaggaði samstundis niður. Þegar
stafrófið var hálfnað, vissum við, að okkur
var örugglega borgið. Að endingu, þegar
Júgóslavía hafði tilkynnt, að hún „greiddi ekki
atkvæði“, heyrðum við hin sögulegu orð:
„Þrjátíu og þrír með, þrettán á móti, tíu sátu
hjá, einn fjarverandi. Ályktunin er samþykkt.“
Ég fór fram í anddyrissalinn, þar sem hrifinn
manngrúi faðmaði sendinefnd Gyðinga að
sér. Þarna voru Gyðingar grátandi og aðrir,
sem voru ekki Gyðingar, komust við vegna
þessa dýrðlega atviks.
Enginn, sem lifði þetta andartak, mun nokkru
sinni glata minningu þess úr hjarta sér.
Áður birt í „FRIÐARÁR 1986 - Fjörutíu ára
aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum”,
afmælisblaði Félags SÞ á Íslandi, ritstj.
Ragnar F. Ólafsson
Thor Thors fæddist í Reykjavík 1903. Hann lést árið 1965, á
62. aldursári. Hann var sem kunnugt er bróðir Ólafs Thors
alþingismanns og ráðherra. Árið 1940 var hann skipaður
aðalræðismaður í New York og ári síðar sendiherra í Banda
ríkjunum en því embætti gegndi hann til æviloka. Hann var
jafnframt formaður sendinefndar Íslands hjá Sameinuðu
þjóðunum frá upphafi 1946 til æviloka. Samhliða var hann
jafnframt skipaður árið 1947 sendiherra í Kanada, 1952
sendiherra í Argentínu og Brasilíu og 1956 á Kúbu.