Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 33

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 33
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 31 Enn eitt dæmið um misheppnaða afskipta­ semi ríkisins er bankaskatturinn svokallaði, sem lagður var á með lögum í lok árs 2010 og hækkaður í lok árs 2013. Bankaskattinum var ætlað að bæta ríkinu að einhverju leyti það tjón sem hlaust af falli fjármálafyrirtækjanna haustið 2008. Niðurstaðan er þó sú að það eru einstaklingar og fyrirtæki sem greiða skattinn í formi hærri vaxta og skertra kjara enda verða útlán bankanna dýrari (skatturinn leggst á útlán). Með öðrum orðum; almenn ingur þarf að greiða hærri skatta til að bæta ríkinu tjón af hruni bankanna fyrir tíu árum. Til viðbótar greiða fjármálafyrirtæki fjár sýslu­ skatt, sérstakan fjársýsluskatt og gífurlegan kostnað vegna eftirlitsstofnana, t.d. Fjár mála­ eftirlitsins (FME). Það er því miður þannig að FME er nokkurn veginn í sjálfsvald sett hversu hátt gjaldið er. Það verður að telj ast ólíklegt að nokkur stjórnmálamaður setji FME stólinn fyrir dyrnar og takmarki útþenslu þess, því að hér varð hrun! Æfðar ræður kerfisins Hér á síðum Þjóðmála hefur áður verið fjallað um það hvernig stofnanir á borð við sérstakan saksóknara, Seðlabankann og Samkeppniseftirlitið hafa farið offari við rannsóknir, húsleitir, hleranir og fleira – allt á kostnað þeirra sem fyrir þeim verða. Þrátt fyrir að vitað sé að sérstakur saksóknari hafi misnotað hlerunarheimildir sínar má finna, á þingmálalista ríkisstjórnarinnar, frumvarp þar sem lögreglunni eru veittar auknar heimildir um aðgang að fjarskipta­ upplýsingum – án þess að fyrir liggi grunur um saknæma hegðun. Frumvarpið er þó ekki komið fram og það er ástæða til að vona að dómsmálaráðherra standi í vegi fyrir því að starfsmenn lögregluembætta (þá sérstaklega héraðssaksóknara) geti staðsett borgarana bara af því bara. Ráðherrar og þingmenn heyra á hverjum degi æfðar ræður ríkisstarfsmanna um það af hverju og hvernig auka megi eftirlit hins opinbera með einstaklingum og fyrirtækja. En ef stjórnmálamenn standi ekki í vegi fyrir útþenslu eftirlitsiðnaðarins gerir það enginn. Þegar starfsmenn Fiskistofu viðra hugmyndir um að setja upp myndavélar um borð í skip­ um og við hafnir ætti ráðherra Sjálf stæðis­ flokksins að standa í vegi fyrir því að slíkar hugmyndir rati nokkurn tímann á pappír. Árið 2011 var samkeppnislögum breytt til hins verra og Samkeppniseftirlitið fékk auknar heimildir, m.a. til þess að reka ákvarðanir sínar fyrir dómstólum í þeim til­ vikum þar sem áfrýjunarnefnd samkeppnis­ mála hafði snúið við ákvörðunum þess. Samkeppniseftirlitið er líkast til sú stofnun sem atvinnurekendur vilja síst eiga sam­ skipti við. Afgreiðsla mála tekur langan tíma og ákvarðanir hennar verða sífellt umdeil­ dari. Það er margt hægt að segja og skrifa um Samkeppniseftirlitið – og fæst af því gott – en það er ljóst að stjórnmálamenn þurfa að taka stofnunina til algjörrar endur­ skoðunar. Nú stendur yfir endurskoðun á samkeppnis lögum og þegar þær breytingar verða kynntar mun enn og aftur reyna á það hvort stjórnmálamenn ætla að standa með kerfinu eða fólkinu í landinu. Hingað til hafa þeir valið að standa með kerfinu, þannig að eftirvæntingin er ekki mikil. Ef stjórnmálamenn setja ekki hnefann í borðið heldur kerfið bara áfram að stækka. Þá vinnur kerfið en almenningur tapar – og borgar. Höfundur er ritstjóri Þjóðmála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.