Þjóðmál - 01.09.2018, Side 33

Þjóðmál - 01.09.2018, Side 33
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 31 Enn eitt dæmið um misheppnaða afskipta­ semi ríkisins er bankaskatturinn svokallaði, sem lagður var á með lögum í lok árs 2010 og hækkaður í lok árs 2013. Bankaskattinum var ætlað að bæta ríkinu að einhverju leyti það tjón sem hlaust af falli fjármálafyrirtækjanna haustið 2008. Niðurstaðan er þó sú að það eru einstaklingar og fyrirtæki sem greiða skattinn í formi hærri vaxta og skertra kjara enda verða útlán bankanna dýrari (skatturinn leggst á útlán). Með öðrum orðum; almenn ingur þarf að greiða hærri skatta til að bæta ríkinu tjón af hruni bankanna fyrir tíu árum. Til viðbótar greiða fjármálafyrirtæki fjár sýslu­ skatt, sérstakan fjársýsluskatt og gífurlegan kostnað vegna eftirlitsstofnana, t.d. Fjár mála­ eftirlitsins (FME). Það er því miður þannig að FME er nokkurn veginn í sjálfsvald sett hversu hátt gjaldið er. Það verður að telj ast ólíklegt að nokkur stjórnmálamaður setji FME stólinn fyrir dyrnar og takmarki útþenslu þess, því að hér varð hrun! Æfðar ræður kerfisins Hér á síðum Þjóðmála hefur áður verið fjallað um það hvernig stofnanir á borð við sérstakan saksóknara, Seðlabankann og Samkeppniseftirlitið hafa farið offari við rannsóknir, húsleitir, hleranir og fleira – allt á kostnað þeirra sem fyrir þeim verða. Þrátt fyrir að vitað sé að sérstakur saksóknari hafi misnotað hlerunarheimildir sínar má finna, á þingmálalista ríkisstjórnarinnar, frumvarp þar sem lögreglunni eru veittar auknar heimildir um aðgang að fjarskipta­ upplýsingum – án þess að fyrir liggi grunur um saknæma hegðun. Frumvarpið er þó ekki komið fram og það er ástæða til að vona að dómsmálaráðherra standi í vegi fyrir því að starfsmenn lögregluembætta (þá sérstaklega héraðssaksóknara) geti staðsett borgarana bara af því bara. Ráðherrar og þingmenn heyra á hverjum degi æfðar ræður ríkisstarfsmanna um það af hverju og hvernig auka megi eftirlit hins opinbera með einstaklingum og fyrirtækja. En ef stjórnmálamenn standi ekki í vegi fyrir útþenslu eftirlitsiðnaðarins gerir það enginn. Þegar starfsmenn Fiskistofu viðra hugmyndir um að setja upp myndavélar um borð í skip­ um og við hafnir ætti ráðherra Sjálf stæðis­ flokksins að standa í vegi fyrir því að slíkar hugmyndir rati nokkurn tímann á pappír. Árið 2011 var samkeppnislögum breytt til hins verra og Samkeppniseftirlitið fékk auknar heimildir, m.a. til þess að reka ákvarðanir sínar fyrir dómstólum í þeim til­ vikum þar sem áfrýjunarnefnd samkeppnis­ mála hafði snúið við ákvörðunum þess. Samkeppniseftirlitið er líkast til sú stofnun sem atvinnurekendur vilja síst eiga sam­ skipti við. Afgreiðsla mála tekur langan tíma og ákvarðanir hennar verða sífellt umdeil­ dari. Það er margt hægt að segja og skrifa um Samkeppniseftirlitið – og fæst af því gott – en það er ljóst að stjórnmálamenn þurfa að taka stofnunina til algjörrar endur­ skoðunar. Nú stendur yfir endurskoðun á samkeppnis lögum og þegar þær breytingar verða kynntar mun enn og aftur reyna á það hvort stjórnmálamenn ætla að standa með kerfinu eða fólkinu í landinu. Hingað til hafa þeir valið að standa með kerfinu, þannig að eftirvæntingin er ekki mikil. Ef stjórnmálamenn setja ekki hnefann í borðið heldur kerfið bara áfram að stækka. Þá vinnur kerfið en almenningur tapar – og borgar. Höfundur er ritstjóri Þjóðmála.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.