Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 75

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 75
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 73 Sagan Ísland og stofnun Ísraels Atbeini Thors Thors á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1947 Í ævisögu sinni lýsir Abba Eban, fv. utanríkisráðherra Ísraels, aðdragandanum að stofnun Ísraels­ríkis. Í kaflanum sem hér birtist rekur Eban atburðarásina fram að atkvæðagreiðslu allsherjarþingsins, sem réði úrslitum um að alda gamall draumur gyðinga rættist. Eban leynir ekki aðdáun sinni á Thor Thors og þeirri þýðingu, sem afstaða Íslands hafði á gang mála. Þegar allsherjarþingið kom saman 27. nóvem­ ber 1947, vorum við mjög svartsýnir. Það var ærin ástæða til að óttast, að við næðum ekki nauðsynlegum meirihluta, tveim þriðju, ef gengið yrði til atkvæða. Daginn áður höfðu hlutföll virst okkur hagstæð. En einmitt á því andartaki hafði fulltrúi Frakka, Alexandre Paroda, óskað eftir að fundi yrði frestað. Á þeim sólarhring, sem liðinn var, höfðu horfur okkar versnað. Fulltrúi Uruguays, Rodriguez Fabregat prófessor, hafði haldið langa ræðu, sem kalla mátti málþóf, og var það vinsamlega lýsing á henni. Þegar mínúturnar liðu, virtist öll von dofna. Það var þá, sem fundarstjórinn, Aranha sendiherra, glæddi vonir okkar á ný. Hann uppgötvaði, að orðið var áliðið, að fram undan var að taka afdrifaríka ákvörðun og að næsti dagur var þjóðhátíðardagur í Bandaríkjunum, Þakkargerðardagurinn. Hann tilkynnti einbeittur, að fundi væri frestað, og hafði mótmæli Araba að engu. Það var ljóst, að örlög okkar yrðu ekki ráðin fyrr en 29. nóvember og að sá 28. yrði dagur linnulauss strits. Þennan Þakkargerðardag tókst okkur að vinna á ný mikið af því, sem tapast hafði áður. Við höfðum ærna ástæðu til að vænta vin­ semdar Filippseyja og Líberíu við atkvæða­ greiðsluna. Fréttir frá Frakklandi vitnuðu um tómlæti manna þar, en þó gáfu þær meiri fyrirheit en áður. Við vissum þó, að við værum algerlega háðir hvers konar sveiflum á þingi. Ekkert var tryggt, þótt ekkert hefði tapast svo, að ekki yrði úr bætt. Teningunum hafði verið kastað og fæstir okkar fengu mikið að gert annað en að fylgj ast með væntanlegum úrskurði með bæna lestri. Þrátt fyrir þetta var nauðsynlegt að beita sér á síðustu stundu til þess að forðast vandræði og tryggja úrslit atkvæða­ greiðsl unnar. Sendinefndir Arabaríkjanna, sem voru undir forustu Camilles Chamouns, ákváðu að auðsýna hófsemi til þess að hindra framgang úrskurðar um skiptingu. Þegar stjórnmálanefndin hafði samþykkt áætlunina um skiptinguna, hafði hún skipað þriggja manna nefnd til að kanna, hvort unnt væri að finna „samkomulagslausn“. Við vissum, að það var ómögulegt. Á það var að líta, að ef slík samþykkt lausn hefði verið möguleg, hefði þess ekki verið nein þörf að alls herjar­ þingið ræddi málið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.