Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 85

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 85
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 83 Mikið hefur verið rætt og skrifað um ríkisvaldið, bæði nú og á fyrri tímum. Ríkisvaldið tekur víða mikið pláss og þeir sem stjórna því ráða oft töluverðu um það hvernig samfélagið er skrúfað saman. Það er því ekki skrýtið að margar bækur séu til sem fjalla um uppruna, eðli og gangverk ríkisvaldsins. Fyrir frjáls hyggjumenn er skilningur á ríkisvaldinu mikilvægur. Það er jú óvinurinn – andstæðingur hins frjálsa framtaks, frelsis og samfélags. Vissulega starfrækir ríkisvaldið ákveðnar stofnanir sem að nafninu til verja eignir, refsa glæpamönnum og greiða úr ágreiningsmálum. Samhliða því stundar ríkis­ valdið samt alltaf rányrkju á stórtækan og skipulegan hátt, bannar fórnarlambalausa iðju og er endalaus uppspretta átaka um hver eigi að fá að ráða. Sá sem ræður yfir stóru ríkis­ valdi ræður yfir öllum innan landamæra þess. Hér verður farið stuttlega yfir nokkrar bækur sem fjalla um ríkisvaldið á ýmsan hátt – hvað það er og hvað það er ekki. Það mætti kalla þetta leslista frjálshyggjumannsins en klapp­ stýrur ríkiseinokunar hefðu vissulega gott af því að kynna sér gagnrýnin skrif um goðið sitt. En við byrjum á stuttri hugleiðingu. Ríkisvaldið – uppruni, eðli og innræti Ríkisvaldið sem hugmynd, stofnun og fyrirbæri hefur lengi vafist fyrir stjórnmála­ heimspekingum. Þeir vita ekki alveg hvað þeir eiga að gera við það. Á að lofa það eins og trúarlegt yfirvald og framlengingu guðanna að hætti forn­Egypta? Á að bölva því eins og kaldrifjuðum kúgara eins og þegnar Genghis Khan gerðu? Er ríkisvaldið tæki sem má nota til góðra verka eða er það fyrst og fremst barefli sem gæti á hverri stundu lent í röngum höndum? Skiptir máli hvernig stjórnkerfið er skrúfað saman eða eru mismunandi stjórnarform bara hjúpur utan um sama úrverkið? Er ríkisvald tímabundinna umboðsmanna (lýðræði) betra en ríkisvald konungborinna snobbhæna? Er það kannski öfugt? Sitt sýnist hverjum. Eitt er víst: Ríkisvaldið er umdeilt. Sumir vilja stækka það en bara á meðan „rétta“ fólkið situr við stjórnvölinn – vilja að Obama þenji það út en Trump smækki það eða láti eins og það sé lítið. Sumir vilja minnka það en bara á meðan það kostar þá sjálfa ekki sporslur – vilja að innflytjendur missi atvinnuleysis­ bæturnar svo að skattar þeirra sjálfra geti lækkað. Bækur Geir Ágústsson Hvað er ríkisvaldið og hvers vegna þenst það út? „Urge immediate abolition as earnestly as we may, it will, alas! be gradual abolition in the end. We have never said that slavery would be overthrown by a single blow; that it ought to be, we shall always contend.“ ­ William Lloyd Garrison
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.