Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 46
44 ÞJÓÐMÁL Haust 2018
Þurfum að meta gæði
heilbrigðis- og menntakerfisins
Í framhaldi af því sem þú segir hér, er þá
ekki hægt að spyrja hvernig við ætlum að
meðhöndla yngri kynslóðir sem alast upp við
allt aðra velmegun en þær eldri og telja jafnvel
að ýmis atriði eigi að vera bæði sjálfsögð og
ókeypis, svo sem menntun?
„Já, það er hluti af mannlegu eðli að vera
reiðubúinn að taka við hlutum sem koma
fljótandi til þín án þess að þurfa að leggja
mikið á sig eða vinna fyrir þeim,“ segir Bjarni.
„Þetta er samt ekkert nýtt, viðmiðin hafa bara
breyst. Aðalatriði er að við sem samfélag
getum gert meira í dag en við gátum áður og
við eigum að nýta það betur en við gerum.
Það er til að mynda stórkostleg staðreynd að
við getum tryggt jafnt aðgengi að mennta
kerfinu og beitt skólakerfinu á öllum stigum
til þess að jafna aðstöðumun í samfélaginu.
Við eigum að líta á menntakerfið okkar sem
eitt af þeim tólum sem við höfum úr að spila
til að tryggja jöfn tækifæri í lífinu, alveg óháð
því hvaðan fólk kemur og hvert það stefnir.
Það að við getum haldið úti slíku kerfi sem
samfélag, að tryggja öllum jöfn tækifæri
óháð bakgrunni og efnahag, tel ég vera hluta
af kjarnastefnu Sjálfstæðisflokksins.“
Bjarni segir að hið sama eigi að gilda um
heilbrigðiskerfið. Allir séu sammála um að
hér sé rekið öflugt heilbrigðiskerfi þar sem
fólk eigi aðgang að allri grunnheilbrigðis
þjónustu óháð efnahag.
„Það á að vera fjármagnað af sameiginlegum
sjóðum og við sköpum slík verðmæti í þessu
landi að við getum gert kröfu um að heil
brigðis þjónustan sé fyrsta flokks. Fyrir alla.
Það breytir því þó ekki að við verðum að gera
kröfu til þess að fjármögnun þessara kerfa,
hvort sem er heilbrigðis eða menntakerfið, sé
með þeim hætti að við fáum hámarksárangur
fyrir lágmarksfjármagn,“ segir Bjarni.
„Við setjum ekki meira inn í kerfið en nauð
synlegt er til að ná þeim markmiðum sem
við höfum ætlað okkur. Að sama skapi tökum
við ekki sjálfsaflafé af fólki í meiri mæli en
nauðsynlegt er til að ná þessum markmiðum.
Í þessu held ég að munurinn á áherslum
flokkanna felist, því við viljum öll halda úti
þessum kerfum. Ég verð líka að segja eins og
er að mér finnst við hafa spólað lengi í sama
umræðufarinu bæði í menntakerfinu og eins
í heilbrigðiskerfinu.“
Að hvaða leyti höfum við gert það?
„Í menntakerfinu gengur okkur illa að
leiða fram sameiginlega sýn um fjölbreytni
rekstrar forma og frelsi og tækifæri nemenda
til að fara ólíkar leiðir á menntabrautinni.
Auðvitað munu flokkarnir ekki hafa sam
eigin lega sýn á þetta en við þurfum
að komast eitthvað úr sporunum því
árangur inn virðist standa á sér. Mér finnst við
ekki hafa gert iðnnámi nógu hátt undir höfði
og hefðum átt, í samvinnu við atvinnulífið, að
gera meira til að breyta viðhorfi samfélagsins
til slíkrar menntunar,“ segir Bjarni.
„Ég þekki þetta ágætlega þar sem dóttir mín
hafði reynt að fara á hnefanum í gegnum
háskólanám. Einn daginn kom hún til mín
og sagði að sér fyndist námið svo leiðinlegt
að hún sæi ekki tilganginn í því að klára það.
Hún skipti því yfir í matreiðslunám, sem var
það sem hana hafði alltaf langað. Ef hún hefði
hlustað á hjartað hefði hún getað hafið það
nám löngu fyrr. Ég er viss um að umhverfið
hefur haft áhrif á hana um fyrsta valkost.“
Bjarni segir líka að það sé full ástæða til að
hafa áhyggjur af því að árangur út úr skyldu
námi hér á landi sé ekki að koma nógu vel út
í alþjóðlegum samanburði.
„Það er ekki nóg að hafa áhyggjur af því rétt
á meðan fréttir eru sagðar af síðustu prófum,
við þurfum að skoða gagngert hvað veldur
og hvernig við getum breytt því,“ segir Bjarni.