Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 55
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 53
Fyrir skömmu var fjallað um lítið dæmi um
þetta í fjölmiðlum sem er engu að síður mjög
lýsandi fyrir stöðuna almennt. Þar kom fram
að Umhverfisstofnun hefði við eftirlit með
húðsnyrtivörum skoðað 32 vörur frá ríkjum
utan EES og gert athugasemdir við tólf þeirra
þar sem þær reyndust ekki standast kröfur í
regluverki Evrópusambandsins. Flestar hefðu
þær komið frá Bandaríkjunum en einhverjar
frá Asíu. Engin hætta hefði þó verið á ferðum
að sögn stofnunarinnar enda engin bönnuð
innihaldsefni í vörunum.
Hins vegar hafði í einhverjum tilfellum láðst að
tilnefna ábyrgðaraðila fyrir viðkomandi vörur,
en þeir eiga að sjá um að skrá þær í snyrtivöru
gátt Evrópusambandsins, setja saman vöru
upplýsingaskjal og tryggja að merkingar á
þeim uppfylli reglur sambandsins, og/eða
að þær höfðu ekki verið skráðar í gáttina.
Þá vantaði upplýsingar á umbúðir í tveimur
tilfellum. Viðbrögð Umhverfisstofnunar
eru að sögn Einars Oddssonar, sérfræðings
hjá stofnun inni, í samtali við mbl.is að gera
kröfur um úrbætur innan ákveðins frests að
viðlögðum þvingunaraðgerðum sem gætu
falizt í stöðvun á markaðssetningu og dag
sektum. Þetta yrði til þess í sumum tilfellum að
birgjar tækju vöruna af markaði hér á landi.11
Hliðstæð sjónarmið komu fram á fundi sem
haldinn var í Valhöll, höfuðstöðvum Sjálf
stæðis flokksins, af utanríkismálanefnd flokks
ins fyrir fáeinum árum þar sem mættir voru
fulltrúar fyrirtækja sem átt hafa í við skiptum í
Bandaríkjunum, þar á meðal Iceland air, Marels
og Inness. Þar kom að sama skapi fram að
regluverk Evrópusambandsins í gegnum EES
samninginn væri mjög til trafala þegar kæmi
að slíkum viðskiptum.
Regluverkið virkar
eins og tollabandalag
Helzta vandamálið við aðild Íslands að EES
samningnum er það að hún gerir landið
of háð viðskiptum við Evrópusambandið
með því að gera viðskipti við ýmis önnur
markaðssvæði erfiðari. Þannig hegðar EES
samningurinn sér í raun eins og tollabandalag
í gegnum regluverk sambandsins enda
beinlínis markmiðið í mörgum tilfellum.
Þessi staða er bæði hættuleg efnahagslega
og pólitískt. Efnahagslega einkum vegna
mögulegs samdráttar á viðkomandi markaði
og pólitískt þar sem ráðamenn í Brussel hafa
þegar sýnt að þeir eru reiðubúnir að notfæra
sér þessa stöðu gegn Íslandi, eins og gerðist
til að mynda í makríldeilunni þegar þeir voru
komnir á fremsta hlunn með að beita landið
refsiaðgerðum.
Hér er þess utan einfaldlega á ferðinni hið
sígilda heilræði að geyma ekki öll eggin í
sömu körfunni. Íslendingar þurfa að hafa
greiðan aðgang að sem flestum mörkuðum
og þá ekki sízt mörkuðum framtíðarinnar.
Því miður bendir flest til þess að það eigi
ekki við um Evrópusambandið. Þannig hefur
hlutdeild sambandsins í heimsviðskiptunum
dregizt saman á liðnum árum og mun sú
þróun líklega halda áfram. Þannig má til að
mynda nefna að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
gerir ráð fyrir að 90% af hagvexti í heiminum
í framtíðinni verði utan Evrópusambandsins
og hefur sambandið tekið undir það.12
Fyrir liggur að Evrópusambandið er hlutfalls
lega hnignandi markaður, eins og Jean
Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar
sambandsins, viðurkenndi um árið.13
Evrópusambandið hefur í raun aldrei verið sérlega áhugasamt um fríverzlun,
sem er ein af ástæðum þess að Bretland er á leið úr sambandinu.