Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 53

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 53
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 51 Þannig setti Kína fríverzlunarviðræðurnar, sem hófust í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, á ís í kjölfar þess að sótt var um inngöngu í Evrópusambandið 20091 enda hefði innganga í sambandið þýtt að aðild Íslands að öllum viðskiptasamningum sem landið hefði gert félli þar með úr gildi. Viðræður hófust á ný árið 2012 en umsóknin þýddi að þær töfðust vel á þriðja ár og hefði vel getað gert þær að engu. Tekin var ákvörðun um að halda áfram frí­ verzlunarviðræðunnum í kjölfar þess að Össur óskaði eftir því á meðan á heimsókn þáverandi forsætisráðherra Kina, Wen Jiabao, til Íslands stóð.2 Óskinni hafa ljóslega fylgt þau skilaboð að Íslendingar væru þrátt fyrir allt ekki á leiðinni í Evrópusambandið. Ólíklegt er hins vegar að svo hefði farið með umsóknina í gangi ef viðræðurnar hefðu ekki þegar verið hafnar og langt á veg komnar. Þurfa að vita á hvaða vegferð Ísland er Fríverzlunarviðræðurnar við Kína eru ágætis dæmi um það hversu viðkvæmar slíkar við ræður geta verið. Það á ekki sízt við um aðdraganda þess að þær eru hafnar – ef til þess kemur á annað borð. Eitt af því sem skiptir miklu máli í þeim efnum er einmitt að fyrir liggi á hvaða leið mögulegir við­ semjendur eru í alþjóðlegu tilliti. Til að mynda hvort þeir kunni að ganga inn í tollabandalag sem þýddi endalok fyrirhugaðs samnings. Þannig skiptir til að mynda mjög miklu að önnur ríki hafi ekki ástæðu til að efast um áherzlu Íslands á gerð fríverzlunarsamninga. Fyrir vikið er auðvitað vægast sagt afar óheppilegt (fyrir utan annað) að umsókn vinstristjórnarinnar um inngöngu í Evrópu­ sambandið hafi ekki enn verið formlega dregin til baka. Komið hefur í ljós að utanríkis­ ráðuneytið3 og sambandið4 eru sammála um að einungis hafi verið gert hlé á umsóknar­ ferlinu. Evrópusambandið hefur í raun aldrei verið sérlega áhugasamt um fríverzlun, sem er ein af ástæðum þess að Bretland er á leið úr sambandinu. Bretar höfðu lengi kallað eftir því að Evrópusambandið legði meiri áherzlu á gerð fríverzlunarsamninga, ekki aðeins samninga með fríverzlun í aukahlutverki, en vera í sambandinu þýðir að ríkin innan þess hafa ekki frelsi til þess að gera sjálfstæða fríverzlunarsamninga við önnur ríki. Hins vegar hefur Evrópusambandið lagt aukna áherzlu á fríverzlun síðasta áratuginn. Þó fyrst og síðast af illri nauðsyn til þess að reyna að ýta undir hagvöxt innan sam­ bandsins og vinna á miklu atvinnuleysi. Ekki sízt í kjölfar alþjóðlegu efnahagskrísunnar sem einkum olli miklum erfiðleikum innan evrusvæðisins sem ekki sér fyrir endann á. Þetta á til að mynda við um fríverzlunar­ viðræður Evrópusambandsins við Bandaríkin sem hófust árið 2013 en voru að sögn Karels De Gucht, þáverandi viðskiptastjóra sambandsins, lamaðar allt frá byrjun.5 Fríverzlunarviðræður Evrópusambandsins og Bandaríkjanna snerust hins vegar ekki fyrst og fremst um beina tolla heldur einkum óbeinar viðskiptahindranir. Ólíka öryggisstaðla, vörumerkingar og annað slíkt sem oft hefur verið notað, ekki sízt af sambandinu, til þess að viðhalda verndarhyggju þegar beinir tollar hafa farið lækkandi í heiminum einkum í kjölfar stofnunar Alþjóðaviðskiptastofnunar innar (WTO) fyrir um aldarfjórðungi. Þess má geta að fram kemur í skýrslu sem unnin var fyrir þing Evrópusambandsins árið 2014 að ríki á stærð við Ísland eigi auðveldara en sambandið með að semja um fríverzlun við stærri hagkerfi vegna einfald ari hagsmuna og færri atvinnugreina sem vernda þurfi fyrir alþjóðlegri samkeppni. Tilefni var fríverzlunar­ samningur Íslands við Kína. Þess má geta að í sömu skýrslu kemur fram að Íslendingar hafi náð sér á strik eftir fall bankanna þar sem þeir hafi haft krónuna sem gjaldmiðil og ekki verið hluti evrusvæðisins.6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.