Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 51

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 51
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 49 Ef til vill verða þessi rök skýrari ef við skoðum annað og öfgakenndara dæmi. Tökum dæmi af fólki sem vinnur í öðrum starfsgreinum, hárgreiðslumeistara og skurðlækni. Báðir þessi aðilar þurfa í sumum löndum starfsleyfi til að mega vinna við þetta (í síðara tilvikinu í næstum öllum löndum). Báðir vinna þeir líka verk sitt á líkömum ykkar en gífurlegur munur er á alvarleikanum ef eitthvað fer úrskeiðis. Ef sá fyrri gerir mistök þurfið þið í versta falli að ganga með húfu eða hatt í einn mánuð. Ef hinn síðari gerir mistök eru það í versta tilviki síðustu mistökin sem þið verðið fyrir. Hvað myndi gerast ef ekkert starfsleyfi þyrfti til að vinna við þessar tvær greinar? Hugsum okkur að ég opni hárgreiðslustofu á morgun. Ég gæti í fyrstu fengið nokkra viðskiptavini en brátt bærist út að ég væri verri hárgreiðslumaður en flestir aðrir á markaðnum og hárgreiðslustofan mín yrði ekki langlíf. Ástæðan fyrir því að ég fengi viðskiptavini þótt ég kunni ekkert til verka í hárgreiðslu er sú að gjaldið fyrir mistök er lágt (fyrir viðskiptavininn) og gjaldið fyrir að leita sér upplýsinga um hæfni mína er hátt (eða að minnsta kosti nógu hátt til að viðskiptavinirnir slepptu því að leita að þessum upplýsingum). Hugsum okkur svo að ég færi að vinna sem skurðlæknir á nýju læknastofunni minni. Fengi ég viðskiptavini? Sennilega ekki. Gjaldið fyrir mistök er svo hátt að allir viðskiptavinir myndu leggja í kostnað við að spyrjast fyrir um hæfni mína. Auk þess myndu hæfir skurðlæknar á þessum markaði hafa tilhneigingu til að koma sér upp einhvers konar staðfestingu á hæfni sinni til að draga úr kostnaði væntanlegra viðskiptavina – og einkastarfsleyfisveiting gæti orðið að veruleika. Ef starfsleyfisveitingar stjórnvalda vernda í raun ekki neytendur, hvers vegna eru þær þá við lýði? Svarið fyrir flestar starfsgreinar sem háðar eru leyfisveitingu snýr líklega að hinum aðilunum, framleiðendum. En hvað græða framleiðendur á leyfisveitingum? Eitt af uppáhalds líkönum mínum til að skilja fyrirtækja­ eða markaðssamkeppni er fimm krafta líkan Porters. Á markaði þar sem fimm kraftar Porters eru sterkir er samkeppni hörð og hagnaðarvon fyrirtækja lítil. Einn þessara krafta sem hefur áhrif hér er Hætta á inngöngu nýrra aðila. Því auðveldara sem það er að öðru jöfnu fyrir ný fyrirtæki að koma inn á markaðinn, þeim mun minni verður hagnaðarvonin. Leyfisveitingar og menntunarkröfur eru góð leið til að draga úr hættu á nýjum markaðsaðilum, þar sem þetta hækkar kostnaðinn við að koma inn á markaðinn. Það þýðir að leyfisveitingar draga úr samkeppni og tryggja fyrirtækjum sem eru þegar á markaðnum meiri hagnað. Ekki ætti að koma á óvart að það eru yfirleitt fyrirtæki sem þegar eru á markaði sem tala fyrir leyfisveitingum en sjaldan neytendur eða einhverjir aðrir. Hvað þýðir þetta fyrir neytendur? Leyfisveitingakerfi sem sögð eru stuðla að neytendavernd koma sér líklega, þegar allt kemur til alls, illa fyrir neytendur vegna þess að þau draga úr samkeppni sem leiðir til hærra verðs og minni nýsköpunar en frjáls markaður myndi bjóða upp á. Höfundur er lektor í fasteignafræðum við Háskólann í Lundi. Leyfisveitingakerfi sem sögð eru stuðla að neytendavernd koma sér líklega, þegar allt kemur til alls, illa fyrir neytendur vegna þess að þau draga úr samkeppni sem leiðir til hærra verðs og minni nýsköpunar en frjáls markaður myndi bjóða upp á.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.