Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 63

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 63
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 61 Konur í einræðisklóm eftir Margarethe Buber­ Neumann lýsir lífi hennar frá því að hún flýði undan nasismanum til Rússlands, var hand­ tekin í hreinsunum Stalíns og send í þrælk­ unar búðir en síðan afhent nasistum eftir að Stalín og Hitler höfðu gert griðasáttmála sinn í ágúst 1939. El campesino er eftir Valentín González, sem var herforingi lýðveldissinna í spænska borgarastríðinu og flýði síðan til Rússlands. Þar var hann sendur í fangabúðir fyrir ógætileg ummæli sín um ráðamenn, og slapp hann þaðan á ævintýralegan hátt eftir mikinn jarðskjálfta í Ashkabad. Nytsamur sakleysingi eftir norska sjómanninn Otto Larsen er um vist hans í rússneskum þrælkunar búðum fyrir engar sakir, en hann var látinn laus eftir dauða Stalíns 1953 og komst aftur til heimalands síns. Hin nýja stétt eftir Milovan Djilas, sem var einn af ráða­ mönnum Júgóslavíu, er um afskræmingu kommúnismans, þegar hann breyttist úr hreyfingu í stofnun. Með valdatöku kommún­ ista tók aðeins ný valdastétt við af gamalli. Villtir svanir eftir Jung Chang er um þrjár kynslóðir kvenna í Kína og reynslu höfundar­ ins af kínversku menningarbyltingunni. Maó: Sagan ókunna er eftir Jung Chang og mann hennar, enska sagnfræðinginn Jon Halliday. Þar rekja þau sögu Maós, hins miskunnarlausa alræðisherra Kína, og afhjúpa margar goðsagnir um hann. Svartbók kommúnismans kom fyrst út á frönsku 1997, og var prófessor Stéphane Courtois ritstjóri hennar. Var þar reynt að segja sögu kommún­ ismans eftir bestu fáanlegu heimildum, en sumar þeirra komu í ljós eftir að Ráðstjórnar­ ríkin liðuðust í sundur 1991. Telur Courtois að um hundrað milljónir manna hafi dáið af völdum kommúnismans, ýmist úr hungri og vosbúð eða verið drepnir. Eru þá ótalin mörg hundruð milljóna manna sem þurftu að búa við kúgun kommúnista í þögulli angist. Í lok skýrslu sinnar gagnrýnir Hannes hlut­ drægni vinstrisinnaðra sagnfræðinga á Íslandi. Þeir Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnars­ son verja til dæmis tíu línum í kennslubók fyrir framhaldsskóla í lýsingu á framgöngu Josephs McCarthys í Banda ríkjunum um og eftir 1950, en minnast ekki á hungur s­ neyðina í Úkraínu 1932–1933, sem kostaði sex milljónir mannslífa. Þeir segja aðeins að samyrkjan sem Stalín neyddi upp á bændur með þessum óskaplegu afleiðingum hafi verið „í óþökk“ þeirra. Í öllum kommúnistaríkjum var aðeins til einn Flokkur og einn Sannleikur. Þeir sem ekki þrömmuðu áleiðis með stjórnvöldum voru sveltir til bana, skotnir, fangelsaðir eða neyddir til að þegja og hlýða. Ljósm. Bundesarchiv.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.