Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 67

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 67
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 65 Gallinn við það að byggja stofn veiðigjalds á tveggja ára gömlum gögnum verður mjög skýr þegar rekstrarskilyrði í sjávarútvegi breytast hratt milli ára til hins verra, t.d. vegna styrkingar á krónunni og launahækkana, en á fiskveiðiárinu 2017/2018 er það einmitt raunin. Árið 2015 var veiðigjaldið tiltölulega lágt og önnur skilyrði í greininni góð, sem leiddi til mikils hagnaðar í greininni. Það lagði svo grundvöllinn að háu veiðigjaldi árið 2017/2018, þegar rekstrarskilyrði í greininni höfðu orðið umtalsvert verri vegna hækkandi launakostnaðar og styrkingar á krónunni. Samkvæmt Samtökum fyrirtækja í sjávar­ útvegi munu tekjuskattur og veiðigjald nema tæplega 60% af hagnaði fiskveiðifyrirtækja á árinu 2018, sem er aukning um helming frá síðasta ári, á sama tíma og rekstrar skilyrði í greininni hafa versnað. Ljóst er að hjá sumum fyrirtækjum er hlutfall tekjuskatts og veiðigjalds minna en 58%, en hjá öðrum er það meira. Allt veltur það á því hversu hagkvæm hlutaðeigandi fyrirtæki eru, en því hagkvæmari sem þau eru í rekstri, þeim mun minna er hlutfall tekjuskatts og veiðigjalds af hagnaði þeirra. Svo kann í sumum tilfellum hlutfall tekjuskatts og veiðigjalds að vera meira en hagnaður, því greiða þarf veiðigjald án tillits til þess hvort hagnaður er til staðar. Ljóst er að slík skattlagning fellur illa að markmiðum veiðigjalds um að taka mið af afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Notkun skýrslu Hagstofu Íslands sem grundvallar skattlagningar Upplýsingar sem koma fram í skýrslu Hagstofu Íslands, Hagur veiða og vinnslu, um hagnað fiskveiði­ og fiskvinnslufyrirtækja eru grundvöllur að útreikningi á stofni veiði gjalds. Skýrslan er að ýmsu leyti ófull nægjandi grund­ völlur fyrir útreikning á stofni veiðigjalds. Hagstofa Íslands byggir upplýsingar sínar í skýrslunni um hagnað fiskveiði­ og fiskvinnslufyrirtækja á úrtaki en ekki öllum fyrirtækjum sem stunda veiðar og vinnslu. Gæti því reikniúrvinnslan orðið til þess að hagnaður fyrirtækjanna reiknist meiri eða minni en hann er í raun og veru, þar sem hagnaður er áætlaður svipaður fyrir þau fyrir­ tæki sem eru ekki í úrtakinu og eru meðtalin í heildarniðurstöðum. Úrtakið nær til um það bil 88% af veltu greinar innar og telur Hagstofa Íslands heildaráhrifin af því „líklega ekki mikil“. Í framkvæmd fyllir Hagstofan upp í þau 12% sem eftir eru með hagnaði meðaltals­ fyrirtækis, sem fundið er út með því að reikna út meðaltal af veltu 88% greinarinnar. Þó má ætla að þau fyrirtæki sem hafa ekki opinberað upplýsingar um rekstur sinn séu yfirleitt lítil að stærð og þar af leiðandi líkast til óhagkvæmari í rekstri en stærri fyrirtæki, sem hafa meira bolmagn til fjárfestinga og eru því með aukna rekstrarhagkvæmni. Þá ályktun má draga því þau fyrirtæki sem eru ekki í úrtaki Hagstofu Íslands eru oft smærri fyrirtæki eða fyrirtæki sem ganga illa og skila ekki ársreikningi. Það eru því fyrirtæki sem hafa minni hagnað en stærri fyrirtækin sem eru líklega hluti af þeim 12% af veltu sem ekki eru hluti af úrtaki skýrslunnar. Það kann því að benda til þess að hagnaður í greininni sé ofreiknaður þótt óljóst sé hversu mikil skekkjan er. Í öllu falli er ljóst að sá útreikn ingur á hagnaði sem lagður er til grundvallar stofns veiði­ gjalds er ekki fyllilega nákvæmur og endur­ speglar ekki fullkomlega stöðu greinarinnar. Í framangreindu kemur fram helsti galli þess að nota skýrslu Hagstofunnar, Hagur veiða og vinnslu, sem grundvöll skattlagningar. Í öllu falli er ljóst að sá útreikn ingur á hagnaði sem lagður er til grundvallar stofns veiði­ gjalds er ekki fyllilega nákvæmur og endurspeglar ekki fullkomlega stöðu greinarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.