Þjóðmál - 01.09.2018, Side 67

Þjóðmál - 01.09.2018, Side 67
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 65 Gallinn við það að byggja stofn veiðigjalds á tveggja ára gömlum gögnum verður mjög skýr þegar rekstrarskilyrði í sjávarútvegi breytast hratt milli ára til hins verra, t.d. vegna styrkingar á krónunni og launahækkana, en á fiskveiðiárinu 2017/2018 er það einmitt raunin. Árið 2015 var veiðigjaldið tiltölulega lágt og önnur skilyrði í greininni góð, sem leiddi til mikils hagnaðar í greininni. Það lagði svo grundvöllinn að háu veiðigjaldi árið 2017/2018, þegar rekstrarskilyrði í greininni höfðu orðið umtalsvert verri vegna hækkandi launakostnaðar og styrkingar á krónunni. Samkvæmt Samtökum fyrirtækja í sjávar­ útvegi munu tekjuskattur og veiðigjald nema tæplega 60% af hagnaði fiskveiðifyrirtækja á árinu 2018, sem er aukning um helming frá síðasta ári, á sama tíma og rekstrar skilyrði í greininni hafa versnað. Ljóst er að hjá sumum fyrirtækjum er hlutfall tekjuskatts og veiðigjalds minna en 58%, en hjá öðrum er það meira. Allt veltur það á því hversu hagkvæm hlutaðeigandi fyrirtæki eru, en því hagkvæmari sem þau eru í rekstri, þeim mun minna er hlutfall tekjuskatts og veiðigjalds af hagnaði þeirra. Svo kann í sumum tilfellum hlutfall tekjuskatts og veiðigjalds að vera meira en hagnaður, því greiða þarf veiðigjald án tillits til þess hvort hagnaður er til staðar. Ljóst er að slík skattlagning fellur illa að markmiðum veiðigjalds um að taka mið af afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Notkun skýrslu Hagstofu Íslands sem grundvallar skattlagningar Upplýsingar sem koma fram í skýrslu Hagstofu Íslands, Hagur veiða og vinnslu, um hagnað fiskveiði­ og fiskvinnslufyrirtækja eru grundvöllur að útreikningi á stofni veiði gjalds. Skýrslan er að ýmsu leyti ófull nægjandi grund­ völlur fyrir útreikning á stofni veiðigjalds. Hagstofa Íslands byggir upplýsingar sínar í skýrslunni um hagnað fiskveiði­ og fiskvinnslufyrirtækja á úrtaki en ekki öllum fyrirtækjum sem stunda veiðar og vinnslu. Gæti því reikniúrvinnslan orðið til þess að hagnaður fyrirtækjanna reiknist meiri eða minni en hann er í raun og veru, þar sem hagnaður er áætlaður svipaður fyrir þau fyrir­ tæki sem eru ekki í úrtakinu og eru meðtalin í heildarniðurstöðum. Úrtakið nær til um það bil 88% af veltu greinar innar og telur Hagstofa Íslands heildaráhrifin af því „líklega ekki mikil“. Í framkvæmd fyllir Hagstofan upp í þau 12% sem eftir eru með hagnaði meðaltals­ fyrirtækis, sem fundið er út með því að reikna út meðaltal af veltu 88% greinarinnar. Þó má ætla að þau fyrirtæki sem hafa ekki opinberað upplýsingar um rekstur sinn séu yfirleitt lítil að stærð og þar af leiðandi líkast til óhagkvæmari í rekstri en stærri fyrirtæki, sem hafa meira bolmagn til fjárfestinga og eru því með aukna rekstrarhagkvæmni. Þá ályktun má draga því þau fyrirtæki sem eru ekki í úrtaki Hagstofu Íslands eru oft smærri fyrirtæki eða fyrirtæki sem ganga illa og skila ekki ársreikningi. Það eru því fyrirtæki sem hafa minni hagnað en stærri fyrirtækin sem eru líklega hluti af þeim 12% af veltu sem ekki eru hluti af úrtaki skýrslunnar. Það kann því að benda til þess að hagnaður í greininni sé ofreiknaður þótt óljóst sé hversu mikil skekkjan er. Í öllu falli er ljóst að sá útreikn ingur á hagnaði sem lagður er til grundvallar stofns veiði­ gjalds er ekki fyllilega nákvæmur og endur­ speglar ekki fullkomlega stöðu greinarinnar. Í framangreindu kemur fram helsti galli þess að nota skýrslu Hagstofunnar, Hagur veiða og vinnslu, sem grundvöll skattlagningar. Í öllu falli er ljóst að sá útreikn ingur á hagnaði sem lagður er til grundvallar stofns veiði­ gjalds er ekki fyllilega nákvæmur og endurspeglar ekki fullkomlega stöðu greinarinnar.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.