Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 47

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 47
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 45 Tilveran er hverful í stjórnmálum Bjarni hefur nú setið á þingi í 15 ár og verið formaður Sjálfstæðisflokksins í rúm níu ár. „Ég get sagt að ég hef verið mun lengur en ég sá fyrir en ég hef líka lært að tilveran er mjög hverful í stjórnmálum,“ svarar Bjarni og glottir við þegar hann er spurður hversu lengi hann sjái fyrir sér að starfa í stjórnmálum. „Þegar ég gekk inn í forsætisráðuneytið í byrjun síðasta árs var tekið vel á móti mér. Ég þakkaði starfsfólkinu fyrir móttökurnar og sagði því að ég vildi að það vissi að ég tæki því aldrei sem sjálfsögðum hlut að fá að vera þarna. Ég væri mjög meðvitaður um það að flestir sem hefðu komið inn í ráðuneytið á undanförnum árum hefðu þurft að fara áður en þeir voru tilbúnir til þess. Nú er liðið eitt ár frá því að síðasta ríkisstjórn féll og þótt okkur finnist ganga vel og allt sé með kyrrum kjörum er nauðsynlegt að muna að breytingar gera sjaldnast boð á undan sér. Það er gott að hafa áætlun, en svo þarf maður að vera tilbúinn að bregðast við aðstæðum sem skapast skyndilega.“ Bjarni bætir því við að hann hafi lært margt á stjórnmálaferli sínum og það hafi skipt máli að fá tíma til að þroskast í stjórnmálunum. „Ég áttaði mig á því, daginn sem ég steig hér inn í fjármálaráðuneytið, hversu mikil blessun það hafði verið fyrir mig að lenda ekki í þeirri stöðu fyrr að verða ráðherra. Ég gerði kröfu til þess eftir kosningarnar 2007, þá 37 ára, að verða ráðherra og hafði mikinn metnað til þess. En ég veit að ég var líklega ekki tilbúinn þá. Í það minnsta alls ekki jafn tilbúinn og 2013,“ segir Bjarni. „Það er nauðsynlegt að hafa ákveðna auðmýkt fyrir verkefninu og gangast við því að metnaðurinn einn dugir ekki til að gegna svona mikilvægu starfi. Þegar stundin rann upp fann ég að ég hafði það sem til þurfti og vissi hvað ég var að gera. Það er góð tilfinning. Þú spyrð hversu lengi ég ætli að vera og við þeirri spurningu er svarið að meðan maður brennur fyrir verkefnum sínum og þeim breytingum sem maður vill sjá verða er engin ástæða til að hætta. Ég fékk góða kosningu á síðasta landsfundi og ég hef haft þá reglu að setja verkefni mín á hverjum tíma í forgang og hleypa ekki hugsunum um annað að. Ég held að um leið og ég færi að velta því fyrir mér hversu lengi ég ætlaði að vera eða hvort ég ætti að fara að hætta og fara að gera eitthvað annað, þá fjaraði krafturinn út í öllu því sem ég er að gera í dag. Það er enn margt sem mig langar til að koma í framkvæmd og ég ætla því að geyma mér allar vangaveltur um það hversu lengi ég held áfram.“ „Það þarf að horfast í augu við það að alþjóðlegar mælingar hafa sýnt ófullnægjandi árangur og það er áhyggjuefni fyrir framtíðina, fyrir samkeppnishæfni landsins og stöðu framtíðarkynslóða. Hið sama mætti segja um heilbrigðiskerfið og aðra innviði í landinu. Það skiptir máli að við fáum framleiðni og árangur út úr þessum kerfum og það þarf meira til en einungis hærri fjárheimildir. Við þurfum að meta gæði heilbrigðisþjónustunnar og gæði menntakerfisins.” „Það er nauðsynlegt að hafa ákveðna auðmýkt fyrir verkefninu og gangast við því að metnaðurinn einn dugir ekki til að gegna svona mikilvægu starfi.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.