Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 89

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 89
ÞJÓÐMÁL Haust 2018 87 Lögfræðingurinn Jacob H. Huebert, sem berst í starfi sínu gegn átroðningi ríkisvaldsins á almennum borgurum, hefur sett saman frábæra samantekt um stöðu frjáls hyggjunnar í dag. Það kemst enginn ósnortinn í gegnum hnitmiðaða röksemdafærslu hans. Ríkið sem hættir aldrei að stækka Að öllu þessu sögðu er auðvelt að útskýra af hverju hið opinbera virðist hafa endalausa tilhneigingu til að þenjast út og hrifsa til sín meira og meira af samfélagi og hagkerfi. Ríkisvaldið, þ.e. þeir sem starfa innan þess og þrífast á skattheimtunni, fær að starfa nánast óáreitt því grunlaus almenningur treystir á hið opinbera til að forða samfélag­ inu frá óreiðu og lélegum vegum. Fáir í dag hafa upplifað ár hinna tröllauknu framfara í lífskjörum almennings þegar ríkisvaldið hélt að sér höndum og almenningur var gagn­ rýninn á skattheimtumanninn. Við erum orðin samdauna stöðnun og stanslausum opinberum afskiptum, og höfum misst allan metnað til að komast enn lengra sem mannkyn og samfélag. Þegar ríkið hefur tekið þrjú skref í átt að útþenslu virðist taka ár og daga að taka eitt skref til baka. Þetta má líka skrifa á aðhalds­ leysi almennings og ótta hans við óvissuna sem tekur við þegar járnhnefinn losar um tak sitt. Það er auðvelt að koma listamanni á spenann og borga honum fyrir að drekka kaffi en um leið og á að leggja niður þann styrk blasir við að listamaðurinn endar hungurmorða á götunni og veslast upp. Það er auðvelt að borga manni fyrir að framleiða tómata í gróðurhúsi með ærinni fyrirhöfn á óhagkvæman hátt í vonlausri samkeppni við sólbaðaða tómata frá suðrænum ríkjum. Sé sá styrkur afnuminn endar bóndinn á atvinnuleysisskrá og það er óvinsælt. Spyr þá enginn að því hvernig það kom til í upphafi að fara í samkeppni við sólina. Það þarf að veita ríkisvaldinu viðspyrnu á allan hugsanlegan hátt: Með notkun sagnfræði, rökfræði, hagfræði, réttlætis og frelsisþrár. Við þurfum ekki á ríkisvaldinu að halda. Þeir sem vilja ríghalda í einhverja afkima þess skulda skýringar á því af hverju. Það er ekki nóg að segja í sífellu „svona er þetta“ eða „svona hefur þetta alltaf verið“, og alls ekki að spá heimsenda og ringulreið ef ríkisvaldið kemur sér úr veginum. Þeir sem börðust fyrir afnámi þrælahalds vissu ekki hvað tæki við annað en réttlæti. Við þurfum ekki að óttast frjálsa samvinnu í frjálsu sam­ félagi. Frjálshyggjumenn eiga að vita þetta og sjá til þess að aðrir viti líka. Höfundur er verkfræðingur Rit: 1. Organized Crime: https://mises.org/library/organized­ crime­unvarnished­truth­about­government 2. The Politics of Obedience: https://mises.org/library/ politics­obedience­discourse­voluntary­servitude 3. For a New Liberty: https://mises.org/library/new­ liberty­libertarian­manifesto
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.