Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 86

Þjóðmál - 01.09.2018, Blaðsíða 86
84 ÞJÓÐMÁL Haust 2018 Sumir vilja óbreytt ástand – að niðurgreiðslur til áhugamála og þarfa þeirra sjálfra haldi áfram óbreyttar því hættan er annars sú að þær flytjist yfir á áhugamál og þarfir annarra eða leggist af. Sá sem sækir niðurgreidda tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar finnst sú niður­ greiðsla vera hornsteinn siðmenningar innar en aðrar niðurgreiðslur vera peninga sóun. Sá sem fær listamannalaun til að skrifa bækur er að bjarga mannkyninu frá bölvun spjald­ tölvunnar og finnst „þeir ríku“, sem framleiða eftirsótt verðmæti, eiga að borga meira í skatta. Saga ríkisvaldsins einfaldar málið ekki. Flest ríki fæddust í leit stríðsherra að skatt­ greiðendum til að mjólka, t.d. með því að valta yfir varnarlausa eða illa vopnaða innfædda og setja þá í hlekki. Hið íslenska ríkisvald fæddist með samkomulagi nokkurra höfðingja við Noregskonung. Í engu tilviki hefur almenn ingur sest sjálfsviljugur við samninga­ borðið og afsalað sér forræðinu yfir sjálfum sér. Meira að segja þegar vel meinandi menn hafa orðið sammála um einhvers konar stjórnarskrá sem er ætlað að temja ríkisvaldið hefur það alltaf snúist í höndunum á þeim með tíð og tíma. Menn hafa reynt ýmislegt til að réttlæta tilurð ríkisvaldsins – að það sé sköpun Guðs, samningur frjálsra einstaklinga, illnauðsynleg vörn sem menn komu sér upp gegn ringulreið eða ytri óvinum – en það breytir engu. Saga ríkisvaldsins er saga yfir­ ráða, oftar en ekki með vænum skammti af ofbeldi. Og þetta er hin versta gerð ofbeldis: Vel fjármögnuð, skipulögð og oftar en ekki umborin af þeim sem sleppa við ofbeldið. Handahófskenndir glæpir einstaklinga komast ekki með tærnar þar sem skipulagðir glæpir ríkisvaldsins hafa hælana. Enn er samt haldið áfram að verja ríkisvaldið sem stofnun. Núna er því stjórnað með lýðræði – af fólkinu! Án þess hrynur sam­ félagið! Hver ætlar annars að leggja vegina? Og vissulega má segja að nútímalegt, vestrænt ríkisvald sé skárra en það sem hefur einkennt 99% af mannkynssögunni og einkennir 90% af jarðarkringlunni í dag. Heimspekileg réttlæting nær samt aldrei lengra en að kalla ríkisvaldið „illa nauðsyn“, svona eins og maðurinn sem lemur konu sína réttlætir ofbeldið með því að annars færi hún bara að slaka of mikið á í heimilisverkunum og vanrækja skyldur sínar. Að mínu mati er mafían besta samlíkingin fyrir ríkið, eðli þess, uppruna og innræti. Mafían innheimtir verndargjöld á umráða­ svæði sínu og þeir sem reyna að sleppa því að borga lenda í alvarlegum vandræðum. Mafían heldur öðrum mafíum frá svæðinu en bara gegn ríflegu gjaldi. Mafían réttir oft út hjálparhönd til þeirra sem eru hliðhollir henni en ekki annarra, en þó alltaf á kostnað annarra. Hún beitir ofbeldi ef hún finnur sig knúna til þess og telur sig ekki þurfa að spila eftir sömu leikreglum og aðrir. Það er á þessum nótum sem fyrsta bókin er kynnt til leiks. Organized Crime: The Unvarnished Truth About Government - eftir Thomas J. DiLorenzo Hver er munurinn á skipulagðri glæpastarf semi og ríkisvaldinu? Að mati Thomas J. DiLorenzo, hagfræðiprófessors í Bandaríkjunum, er sá munur ekki til staðar í eðli sínu. Ríkisvaldið er skipulögð glæpastarfsemi. Í bókinni er ríkisvaldið gagnrýnt frá öllum hugsanlegum hliðum um leið og hið frjálsa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.